Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 8
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar KJARAMÁL „Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna rík- isins, Stéttarfélag í almannaþjón- ustu og Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Sam- tök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 með- limi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðv- anir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækk- un yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vand- ans. „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfs- kannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síð- asta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama fallein- kunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfs- fólk bæði ósátt við launin og yfirstjórn ina. „Þeir reka rosa- lega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélag- anna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samn- inginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lend- ir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“ Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hluta- félag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokun- arstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bend- ir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði ein- hver pínulítill bautasteinn á leið- inni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“ gar@frettabladid.is Starfsandinn lélegur á Keflavíkurflugvelli Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins kveðst vonast eftir stefnubreytingu með stjórnarskiptum hjá Isavia í dag. Hann segir litla starfsánægju vera á Kefla- víkurflugvelli. Starfsfólk vilji hlut í miklum arði einokunarfyrirtækisins Isavia ohf. KRISTJÁN JÓHANNSSON Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins segir frá- leitt að Isavia sé rekið eins og hvert annað markaðsfyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið lang- þreytt. Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. VIÐSKIPTI Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, sagði á aðalfundi í gær að bank- inn hefði greitt samtals 12,4 milljarða króna í skatta og gjöld til hins opinbera í fyrra. Þar af næmi bankaskatturinn 2,3 millj- örðum króna. Friðrik sagði mikilvægt að ríkis stjórnin stæði við orð sín um að nýjar álögur, sem standa eiga straum af kostnaði vegna höfuð- stólsleiðréttingar húsnæðislána, væru tímabundnar, þar sem þær drægju úr hagræði í bankakerf- inu og áhrifum þeirra aðgerða sem bankinn hefði gripið til til að lækka kostnað og hagræða í rekstri. Friðrik sagði einnig að mark- mið eigenda bankans, sem er 95 prósent í eigu slitastjórnar Glitnis í gegnum tvö dótturfélög, væri að selja bankann um leið og aðstæður leyfa. - fbj Rúmir 12 milljarðar í skatta og gjöld til hins opinbera: Vilja að Íslandsbanki verði seldur ÁLÖGUR Friðrik Sophusson sagði opinberar álögur draga úr hagræði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚKRAÍNA, AP Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu, kall- aði innlimun Krímskaga í Rúss- neska sambandsríkið harmleik í viðtali við fréttastofu AP. Janúkovítsj talaði um að hann hefði aldrei leyft Rússum að taka Krímskaga á þann hátt sem þeir gerðu hefði hann verið við stjórn- völinn. Vonar hann að Krímskagi verði aftur hluti af Úkraínu. Janúkovítsj sagðist ekki hafa gefið tilskipanir um að hefja skothríð á mótmælendur í Kænu- garði, en forsetinn fyrrverandi flúði borgina eftir hörð mótmæli þar sem fleiri en hundrað manns létust. Janúkovítsj sagði alla skot- hríð hafa komið frá andstöðunni, ekki frá óeirðalögreglusveitum. Ábyrgðin lægi því hjá andstöðu- mönnum. „Sjálfur gaf ég aldrei nein fyrirmæli um að skjóta,“ sagði hann. „Ég veit ekki betur en að sérsveitarmennirnir hafi aldrei fengið nein vopn í hendurnar. Ég hef ávallt fylgt þeim gildum að ekkert vald sé blóðsúthellinga virði.“ - kóh Segir innlimun Krímskaga í Rússland harmleik: Janúkovítsj fordæmir Krímskagabyltingu JANÚKOVÍTSJ TJÁIR SIG For- setinn fyrrver- andi tjáði sig um Krímskaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.