Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 12
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
Orðsending til fanga
í Kópavogsfangelsi
Verði áframhald á því að reka
þurfi karlfanga út af kvennaklefum
eða kvenfanga út af karlaklefum,
þá mun það leiða til skriflegra
áminninga eða annarra agaviður-
laga og síðan til flutnings viðkom-
andi karlfanga úr Kópavogsfang-
elsi á Litla-Hraun. Það verður ekki
liðið áfram að fangar í fangelsinu
brjóti ítrekað þessa meginreglu.
Útprentað blað með þessum skýru
skilaboðum hangir við inngang
„kvennagangsins“ í Kópavogs-
fangelsi. Við erum stödd á efstu
hæð þess húss sem eitt sinn hýsti
Unglingaheimili ríkisins en hefur
gegnt hlutverki eina kvennafang-
elsis Íslands í 25 ár. Gangurinn
líkist frekar heimavist en fang-
elsi, það eru engar lúgur á ramm-
gerðum járnhurðum eins og sjást
í kvikmyndum og fangarnir ganga
lúnir um með tannburstann sinn í
morgunsárið. Mér liði eins og ég
væri stödd í sumarbúðum ef ekki
væri fyrir það að heimsókn minni
í fangelsið er tekið með flóttaleg-
um augum og það er engin hress
hrokkinhærð kona að vekja fang-
ana með kristilegu glamri á gítar.
Ég er meðvituð um að ég sé að
ryðjast inn á þeirra allra heilag-
asta, hnýsast þar sem ég á ekki að
vera að hnýsast.
Karlar í kvennafangelsi
Það er lýsandi fyrir Kvennafang-
elsið í Kópavogi að fyrsti fanginn
sem við sjáum er húðflúraður karl.
Hann er einn af fimm körlum sem
dvelja í fangelsinu nú um stundir
en sex konur eru í fangelsinu. Hlut-
fall kvenna og karla í fangelsinu
er breytilegt en oftar en ekki eru
karlarnir fleiri en konurnar. Nú
er beðið eftir einum fanga til við-
bótar. Karlarnir ganga kokhraust-
ari um fangelsið. Þeir eru til í að
spjalla og hafa ekki áhyggjur af
blaðamanni og ljósmyndara sem
eru komnir til að skoða fangelsið
og allan aðbúnað. Heimsókn okkar
hefur engin áhrif á þá.
Engir englar í hörðum heimi
Einar Andrésson, varðstjóri í
Kvennafangelsinu, segir að blönd-
un karla og kvenna í fangelsum
sé óæskileg. „Hingað koma konur
sem hafa upplifað allan fjandann
af hendi alls konar karla áður en
þær koma í fangelsið. Svo eru þær
lokaðar inni með nákvæmlega
sömu týpum hér.“ Þeir karlar sem
eru sendir til dvalar í kvenna-
fangelsið eru valdir sérstaklega.
Þeir eiga ekki mjög langt eftir
af fangelsisvistinni og hafa ekki
verið dæmdir fyrir kynferðisbrot.
„En þetta eru engir englar,“ segir
Einar. „Þeir hafa hrærst í sama
heimi og þessar konur og þar hefur
ýmislegt gengið á.“
Enginn aðskilnaður er í fangels-
inu enda býður húsnæðið einfald-
lega ekki upp á það. Hinn svo-
kallaði „kvennagangur“ er ekki
bannsvæði fyrir karla en körlum
og konum er óheimilt að loka sig af
hvorum á klefum annarra. „Þegar
fólk er tekið úr harðri neyslu og
lokað inni getur það verið mjög til-
finningalega opið. Það er eiginlega
allt galopið. En við reynum að vera
vakandi fyrir samdrætti fanganna
og sendum karlana þá burt ef slíkt
er að eiga sér stað,“ segir Einar.
Nurla saman fyrir tóbaki
Karlar og konur vinna saman að
þeim verkefnum sem í boði eru en
tímakaupið í Kvennafangelsinu er
380 krónur. Laun í öðrum fang-
elsum geta verið hærri, eða allt
upp að 415 krónum, því þar er í
boði fjölbreyttari vinna sem gefur
meira í aðra hönd.
Þennan morguninn sitja þrír
karlar og ein kona við að líma ráð-
stefnumöppur fyrir Íslenska erfða-
greiningu. „Við erum að gera þetta
fyrir hann Kára,“ segir fangi og
skellir upp úr. „Við söfnum laun-
unum saman til að eiga fyrir sígar-
ettum og nammi.“ Hann reykir
rúllutóbak og segir að hann hafi
kannski efni á einum poka á viku.
Verkefni fanganna eru margvís-
leg og þau sýna mér sætuefni sem
þau hafa verið að sjá um að pakka
sem og barmmerkjavélar sem ég
ímynda mér að hafi nýst vel í kosn-
ingabaráttum síðastliðinna ára.
„Við fáum tilboð frá fyrirtækjum
um að taka að okkur verkefni,“
segir Einar varðstjóri. „Vinnan
verður að vera tiltölulega auðveld
og henta okkar aðstöðu.“
Verkfallið hefur víðtæk áhrif
Föngum ber skylda til að vinna
hálfan vinnudag en þeir geta
stundað nám sem kemur þá á móti
vinnuskyldunni. Námið fer fram
við Menntaskólann í Kópavogi en
hefur legið niðri síðastliðnar þrjár
vikur vegna verkfalls kennara. Sú
staða er uppi í öllum fangelsum
landsins. „Námið er gríðarlega
mikilvægt. Ekki bara þekkingin
sem fæst með því heldur stoltið.
Það er gott fyrir þau að geta barið
sér á brjóst og sagt „ég kláraði
þetta“ því þetta eru oftast ein-
staklingar sem kerfið hefur alveg
brugðist. Þau þurfa að finna að
hér hafi einhver tíma og þolin-
mæði til að standa með þeim í
gegnum námið og finna að þau
geta þetta alveg,“ segir Andrés.
„Aðstaðan okkar hentar ekki til
stórræða en við getum vel tekið
að okkur ýmiss konar smærri
verkefni, svo sem við að merkja
póst sem á að fara til sendingar.
Við vinnum bæði hratt og örugg-
lega,“ segir Einar. Fangarnir bera
honum vel söguna og segja að
hann vinni til jafns við þá þegar
tími gefst til. Þau virðast Einari
þakklát og hann gerir sitt besta til
að vera vinur þeirra.
Taka fyrstu skrefin í fangelsi
Kvennafangelsið í Kópavogi er í
miðri íbúðabyggð. Við hlið fang-
elsisins er leikskóli og það glymur
í börnum í útivist inn í fangelsið.
„Það var hér einu sinni barn í tvö
ár. Móðirin sat inni í tvö og hálft
ár og var ólétt þegar hún kom í
fangelsið,“ segir Einar. Móðirin
fékk leyfi til að fylgja barninu sínu
á leikskólann á hverjum degi og
svo sneri hún aftur til baka í fang-
elsið. „Fangelsi er enginn staður
fyrir börn. Við viljum helst ekki
hafa börn hér inni,“ segir Einar
en bætir við að barnaverndar-
nefnd fylgist mjög vel með þeim
börnum sem dvelja í fangelsinu en
hann áætlar að um tuttugu börn
hafi dvalið í lengri eða skemmri
tíma í fangelsinu. „Dínamíkin
hérna breytist samt um leið og það
er barn í húsinu. Það tipla allir á
tánum og sýna sína bestu hegðun.“
Hann segir að þrátt fyrir að starfs-
menn viti að fangelsi sé ekki góður
staður fyrir börn að alast upp á,
þá sé erfitt að kveðja þau. „Börn-
in hafa dvalið hér síðan þau voru
mjög ung, og jafnvel frá fæðingu.
Við starfsmenn bindumst þeim
eðlilega miklum tilfinningabönd-
um. Það er ekki langt síðan héðan
fór lítill strákur sem var hvers
manns hugljúfi og það var virki-
lega erfitt að segja bless við hann.“
Nýtt fangelsi verður bylting
Húsakostur Kvennafangelsisins
hefur verið gagnrýndur og þykir
mjög ófullnægjandi. „Við teljum
niður dagana þar til við komumst á
Hólmsheiði,“ segir varðstjórinn á
meðan hann sýnir mér stiga fang-
elsisins. „Það er beinlínis hættu-
legt að hafa fangelsi á þremur
hæðum með aðeins tvo fangaverði
á vakt hverju sinni.“ Beðið hefur
verið eftir nýju öryggisfangelsi í
mörg ár en fyrsta skóflustungan
að fangelsi á Hólmsheiði var loks
tekin fyrir sléttu ári. Þar munu
konur hafa séraðstöðu og þurfa
ekki að blandast körlunum í sama
mæli og nú er óhjákvæmilegt.
Læknisaðstoð í kústaskápnum
Samkvæmt lögum skal föngum
boðin sambærileg heilbrigðisþjón-
usta og almennt gildir í landinu.
Heilbrigðisaðstaða Kvennafang-
elsisins er þó kölluð kústaskápur-
inn og er það um margt réttnefni.
Um ræðir litla stofu sem er inn af
draslaralegri geymslu. „Þetta er
auðvitað ekki í lagi, en þetta var
eina herbergi hússins sem hentaði
svo ekki væri hægt að komast í
lyfjaskápinn,“ segir Einar. Kústa-
skápurinn er lítið gluggalaust her-
bergi í kjallara hússins. Einar
segir mér að lofthæð herbergis-
ins sé ólögleg og bendir á snúrur
í einu horninu. „Hér er í raun allt
öryggiskerfi fangelsisins, allar
símalínur, internet og rafmagnið.
Það er ekki gott að þurfa að hafa
þetta svona.“
Líkamsræktaraðstaða fanga er
jafnframt úr sér gengin. „Þetta
er svo gamalt að það er teipað
saman,“ segir Einar og bendir á
skíðavél í einu horninu. Á gólfinu
standa fjórar stórar gosflöskur sem
límdar hafa verið saman. Öll laus
lóð eru bönnuð í fangelsum lands-
ins en það er ljóst af búnaðinum að
fangarnir deyja ekki ráðalausir.
„Við fjarlægjum þetta nú venjulega
samdægurs, en þeir hafa gleymt
þessu hér í gær,“ segir Einar.
„Vinirnir“ koma með dópið
Heimsóknarrými fangelsisins er
jafnframt í kjallara byggingarinn-
ar. Aðstandendur fanga geta komið
í svokallaða snertiheimsókn en þá
er heimsóknin eftirlitslaus í tvær
klukkustundir. Jafnframt er þar
aðstaða til að ræða saman á bak
við gler. „Við notum glerið þegar
vinir fanga eru kannski að koma
í fyrsta skipti, svona á meðan við
Fangelsi enginn staður fyrir börn
Kvennafangelsið í Kópavogi er ekki bara fyrir konur. Þar eru nú fimm karlar og sex konur vistuð en oft hafa konurnar verið færri en
karlarnir. Ekki tíðkast að karlar hafi ung börn sín með sér í fangelsum en mörg dæmi eru um að ungbörn hafi dvalið með mæðrum
sínum í fangelsi. Sum börnin dvelja í fangelsinu í nokkra mánuði og dæmi er um að barn hafi gengið í leikskóla við hlið fangelsisins.
VARÐSTJÓRINN
Einar Andrésson, varðstjóri
í Kvennafangelsinu, segir að
blöndun karla og kvenna í
fangelsum sé óæskileg.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KARLAR Í
KVENNAFANGELSI
Hingað koma
konur sem hafa upp-
lifað allan fjandann af
hendi alls konar karla
áður en þær koma í
fangelsið.
TAKA FYRSTU
SKREFIN
Börnin hafa dvalið
hér síðan þau voru
mjög ung, og jafnvel frá
fæðingu. Við starfs-
menn bindumst þeim
eðlilega miklum
tilfinningaböndum.
LAKUR
AÐBÚNAÐUR
Það er beinlínis
hættulegt að hafa
fangelsi á þremur
hæðum með aðeins
tvo fangaverði á vakt
hverju sinni.
Einar Andrésson varðstjóri
Snærós
Sindradóttir
snaeros@frettabladid.is
ASKÝRING | 12
FANGELSISMÁL