Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 16
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 HELSTU ÁHRIF LOFTSLAGSBREYTINGA Í nýjustu stöðuskýrslu loft slagsnefndar Sameinuðu þjóðanna segir að takist ríkjum heims ekki að draga nægilega úr út- blæstri gróðurhúsaloft tegunda, þá megi búast við að ýmsar hættulegustu afl eiðingar hlýnunar verði óviðráðanlegar. Norður- Ameríka Evrópa Norðurskautið Asía Smærri eyríki Mið- og Suður- Ameríka Afríka Suðurskauts- landið Eyjaálfa Havaí Signýjareyja Máritíus Beringssund HELSTU ÁHRIFIN SEM MÆLST HAFA VÍÐA UM HEIM Á náttúrufar Jöklar, ís og snjór Ár, vötn, fl óð og þurrkar Strandrof og áhrif á yfi rborð sjávar Á lífk erfi Vistkerfi á landi Gróðureldar Vistkerfi í sjó Á mannlíf og samfélag Matvælaframleiðsla Lífsviðurværi, heilsufar og efnahagur Áhrif á heila heimshluta UMHVERFI, AP Á mánudaginn, sama daginn og loftslagsnefnd Samein- uðu þjóðanna kynnti nýjustu stöðu- skýrslu sína, efndi bandaríska olíufélagið Exxon til málþings um umhverfismál. Þar kom fram að stjórnendur og sérfræðingar fyrirtækisins telji afar ólíklegt að ríki heims komi sér saman um að draga verulega úr notkun á jarðefnaeldsneytum, jafnvel þótt almennt sé orðið við- urkennt að notkun jarðefnaelds- neyta valdi loftslagsbreytingum og þeim fylgi margvísleg óæski- leg áhrif. „Við erum með fullnægjandi þekkingu á því, og hún er byggð á rannsóknum og vísindum, að hættan á loftslagsbreytingum er raunveruleg og að grípa þyrfti til viðeigandi ráðstafana til að taka á þeirri hættu,“ sagði Ken Conhen, einn yfirmanna Exxon. „En þegar litið er til þess hve nauðsynleg orka er fyrir líf okkar allra, þá þurfa þessar ráðstafanir að miðast við aðrar þær staðreyndir sem við stöndum frammi fyrir, svo sem að losa stóran hluta mannkyns undan fátækt.“ Exxon, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum heims, spáir því að losun koltvísýrings muni ná hámarki í kringum árið 2030 en síðan muni smám saman draga úr losuninni eftir því sem mannkyn- ið nær betri tökum á öðrum orku- gjöfum og komist af með minna af kolefni í eldsneyti. Þessi spá er á svipuðum nótum og spá loftslagsnefndarinnar. Í skýrslu loftslagsnefndarinn- ar segir að hvergi á jörðinni verði neinn óhultur fyrir afleiðingum hlýnunar jarðarinnar. Yfirlit yfir helstu breytingarnar, sem búast má við, er að sjá á kortinu hér að ofan. Í Evrópu má meðal annars búast við því að hitabylgjur og vatnsflóð verði algengari og erfiðari viður- eignar. Þetta muni reyna verulega á grunnstoðir samfélagsins. gudsteinn@frettabladid.is Ólíklegt að dregið verði úr olíunotkun Olíufyrirtæki telur nánast engar líkur á því að ríki heims muni koma sér saman um að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis, þrátt fyrir nokkuð almenna vitneskju um afleiðingarnar. Loftslagsnefnd SÞ segir að enginn verði óhultur. BANDARÍKIN, AP Fyrir þrjátíu árum var Bandaríkjamaðurinn Jonathan Pollard dæmdur í ævilangt fang- elsi fyrir að hafa afhent Ísraelum bandarísk ríkisleyndarmál. Bandarískir ráðamenn hafa aldrei mátt heyra á það minnst að láta hann lausan. Þegar Bill Clinton forseti vakti eitt sinn máls á því að hugsanlega væri hann til í að náða Pollard, þá hótaði yfirmaður leyni- þjónustunnar CIA að segja af sér. Nú virðist þó sem John Kerry utanríkisráðherra, og væntanlega Barack Obama forseti þá líka, séu í alvöru að skoða þann möguleika að láta Pollard lausan, en í stað- inn þurfi þá Ísraelar að fallast á að halda viðræðum áfram við Palest- ínumenn. „Það er ekkert samkomulag, sem stendur, um eitt eða neitt,“ sagði Kerry á þriðjudaginn, stuttu áður en hann hélt til Ísraels til að reyna að starta viðræðum á ný. Svo virðist sem Bandaríkjastjórn taki töluverða áhættu með því að ljá máls á því að láta Pollard lausan. Verði það til þess að friðarsamn- ingar takist, þá standa bandarískir ráðamenn að vísu uppi með pálm- ann í höndunum. - gb Bandaríkin íhuga að láta njósnara lausan til að liðka fyrir viðræðum Ísraela og Palestínumanna: Pollard hefur setið þrjátíu ár í fangelsi JONATHAN POLLARD Bandaríkjamað- urinn sem afhenti Ísraelum bandarísk ríkisleyndarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Tveir íbúar á Aust- urvegi í Vík í Mýrdal segja svo mikinn titring vegna hraðakst- urs flutningabíla fram hjá heimili þeirra að komið hafi fyrir að leir- tau brotni í glerskáp. Eins sé farið að bera á sprungum í húsinu. Kom fram á sveitarstjórnar- fundi þar sem málið var rætt að sveitarstjórinn hefði ítrekað rætt við Vegagerðina án þess að úrbæt- ur hefðu verið gerðar. Óþægindin segja íbúarnir vera sérlega slæm eftir klukkan 21 á kvöldin. - gar Hraðakstur flutningabíla: Leirtau brotnar á heimili í Vík SAMFÉLAG Francisca Mwansa, oft kennd við Bónus á Fiskislóð, á von á rúmlega tuttugu fartölvum til Sambíu þar sem hún er stödd í vetrarfríi. Í ljósi sterkra viðbragða við fartölvusöfnun fyrir þessa hressu afgreiðslukonu ákváðu Alda Sig- mundsdóttir og Ása Jóhanns- dóttir að safna sem flestum tölv- um fyrir fjölskyldu Franciscu og börn í Sambíu í samvinnu við Tölvulistann. „Við viljum þakka öllu því góða fólki sem hefur gefið fartölvu í söfnunina um allt land. Fram- lag þess mun reynast þessum börnum og fjölskyldumeðlimum Franciscu ómetanlegt,“ sagði Gunnar Jónsson, markaðsstjóri Tölvulistans. Francisca er nú stödd í vetrar- fríi í Sambíu og mun taka við tölvunum og koma þeim í réttar hendur á heimaslóðum sínum. DHL Express á Íslandi bauðst til að senda þær án endurgjalds. Francisca segist hlakka mikið til að fara til fjölskyldu sinnar og afhenda tölvurnar. - ktd Francisca í Bónus fær senda gjöf til fjölskyldu sinnar: Fartölvur til Sambíu SENDINGIN MÓTTEKIN Gunnar Jónsson afhendir fartölvurnar til sendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLÓÐ Búast má við að hitabylgjur og vatnsflóð verði algengari. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Þegar Bill Clinton forseti vakti eitt sinn máls á því að hugsanlega væri hann til í að náða Pollard, þá hótaði yfir- maður leyniþjónustunnar CIA að segja af sér.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.