Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 18
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18
Konur þola um það bil 30 prósentum minna
af áfengi en karlar, það er að segja þær
þurfa minna magn til að verða drukknar, að
því er kemur fram á vef Landlæknis.
Þar segir jafnframt að áfengisneysla geti
haft áhrif á myndun brjóstakrabbameins
hjá konum og að líkurnar aukist í hlut-
falli við magn áfengis sem neytt er. Óhóf-
leg neysla á áfengi, það er meira en tveir
drykkir á dag, auka líkurnar á myndun
brjóstakrabbameins um 30 prósent. Ekki
skiptir máli hvort um er að ræða bjór, vín
eða sterkt áfengi.
Auk þess að hafa áhrif á myndun brjósta-
krabbameins hefur áfengi áhrif á mynd-
un krabbameins í meltingarvegi, allt frá
munnholi niður í þarma. - ibs
Konur þola 30% minna af áfengi
ÁFENGI Óhófleg neysla á áfengi eykur
líkurnar á myndun brjóstakrabba-
meins.
Líkamsklukka þeirra sem eru A-manneskjur, það er að segja þeirra sem fara
fyrr að sofa og fyrr á fætur en aðrir, gengur hraðar en hinna. Þetta er haft eftir
prófessornum Bjørn Bjorvatn á vef norska ríkisútvarpsins. Hann segir að þótt B-
manneskjur geti ekki breytt sér í A-manneskjur að öllu leyti sé þó margt hægt að
gera til þess að verða hressari á morgnana. Hér fylgja nokkur ráð prófessorsins:
1 Breyttu stillingunni á vekjaraklukkunni Fyrsta dag „meðferðarinnar“ skaltu ekki nota vekjaraklukku. Hafirðu sofið
til klukkan tólf skaltu stilla klukkuna á kl. 11 næsta dag og kl. 10 daginn
þar á eftir. Fjórða daginn á að stilla klukkuna 9.30 og þannig á að halda
áfram þar til komið er að þeim tíma sem maður vill vakna á. Mikilvægt er
að breytingin verði smátt og smátt, annars er hætta á að menn verði enn
meiri B-manneskjur.
2 Gönguferð strax á morgnana Farðu í hálfrar klukkustundar gönguferð rétt eftir að þú hefur vaknað.
Birtan venur þig á að vera meira vakandi snemma á morgnana.
3 Ekkert skjáhorf rétt fyrir svefninn Hættu að horfa á skjái einni klukkustund áður en þú ferð að sofa þótt þér
þyki til dæmis gaman að horfa á sjónvarp á kvöldin.
4 Enga koffíndrykki eftir kl. 17 Þeir sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin ættu að drekka koffíndrykkina
sína fyrri hluta dags.
5 Ekki leggja þig síðla dags Ef þú þarft endilega að leggja þig að deginum skaltu ekki sofa lengur en 10
mínútur. Blundinn ættirðu helst að fá þér fyrir klukkan 17.
5 RÁÐ TIL AÐ VERÐA A-MANNESKJA
Þótt það sé orðið bjartara fyrr á
morgnana getur verið erfitt að
venja sig af því að snúsa, það er
að segja að láta vekjaraklukkuna
hringja aftur og aftur. Þessi venja
getur hins vegar haft þær afleið-
ingar að maður verður enn þreytt-
ari, að því er segir á danska vís-
indavefnum videnskab.dk.
Þar segir að í stað þess að berj-
ast við vekjaraklukkuna á hverjum
morgni sé ráðlegt að koma sér upp
föstum venjum eins og að vakna á
sama tíma alla daga.
Svefninn verði slitróttur þegar
menn snúsa. Sé farið seint að sofa
aukist líkurnar á að menn þurfi að
vakna af djúpum svefni á morgn-
ana. Best sé að fá nægan svefn. Þá
vakni menn af léttara svefnstigi á
morgnana og þá verði auðveldara
að fara á fætur. Á léttara svefn-
stiginu leysast úr læðingi hormón
eins og dópamín og kortísól sem
búa líkamann undir það að fara á
fætur.
Á vef norska ríkisútvarpsins
er haft eftir prófessornum Bjørn
Bjorvatn að ráðlegra sé að sofa
hálfri klukkustundu lengur, heldur
en að láta vekjaraklukkuna hringja
aftur og aftur. „Það sem gerist
er að maður er vakinn og þá fær
maður ekki rétta svefninn sem
maður þarfnast eftir það.“
Bjorvatn mælir með því að menn
fari fyrr í háttinn eigi þeir erfitt
með að koma sér á fætur á morgn-
ana. ibs@frettabladid.is
Þú verður syfjaðri
af því að snúsa
Best er að koma sér upp föstum svefnvenjum í stað þess að berjast við vekjara-
klukkuna á hverjum morgni. Réttur svefn fæst ekki þegar maður er vakinn.
SNÚSAÐ Þeir sem eiga erfitt með að koma sér á fætur á morgnana ættu að fara fyrr í háttinn. NORDICPHOTOS/GETTY
Barnaheill – Save the Children á
Íslandi hafa undirritað samstarfs-
samning við Mary Fonden og systra-
samtök sín í Danmörku um notkun
á námsefninu Fri for mobberi. Um
er að ræða fornvarnaverkefni gegn
einelti í leikskólum og yngstu bekkj-
um grunnskóla. Á Íslandi mun verk-
efnið bera nafnið Vinátta.
Í frétt á vef Barnaheilla segir að
mikil ánægja sé með verkefnið þar
sem það er notað og að rannsóknir
í Danmörku hafi sýnt mjög góðan
árangur af notkun þess. Gert er ráð
fyrir samstarfi við háskóla á Íslandi
um rannsóknir á árangri verkefnis-
ins hér á landi.
Sex leikskólar í jafnmörgum
sveitarfélögum taka þátt í tilrauna-
vinnu með verkefnið veturinn 2014
til 2015. Barnaheill vinna nú að því
að afla fjár til að geta staðið straum
af framleiðslu og dreifingu á efninu
til að allir leikskólar og sveitarfélög
hér á landi geti í framtíðinni notið
góðs af. - ibs
Samvinna Barnaheilla og sveitarfélaga:
Forvarnavinna gegn
einelti í leikskólum
VINÁTTA Danska forvarnaverkið Fri for mobberi mun bera nafnið Vinátta á Íslandi.
Hrökkbrauð með rúg í mettar
betur en mjúkt hveitibrauð. Þetta
er niðurstaða rannsóknar vísinda-
manna við landbúnaðarháskóla Sví-
þjóðar. Aðrar rannsóknir hafa leitt í
ljós að trefjaríkt rúgbrauð mettar betur
en hvítt hveitibrauð. Þar sem Svíar borða
mikið af heilkornahrökkbrauði með rúg í
vildu vísindamennirnir kanna áhrifin af
neyslu þess.
Lokaniðurstaða rannsóknarinnar var
sú að seddutilfinning þeirra sem borðuðu
rúghrökkbrauð var 20 til 30 prósentum
meiri eftir fjórar klukkustundir en hjá
þeim sem borðuðu hvítt hveitibrauð. - ibs
Hrökkbrauð mettar betur
en hvítt brauð
HRÖKKBRAUÐ
Ef rúgur er í
hrökkbrauðinu
mettar það vel.
Níu mánaða gömul börn skynja
spennu milli foreldra sinna, að
því er rannsókn vísindamanna við
háskólann í Chicago í Bandaríkjun-
um sýnir. Þeir létu börn horfa á skjá
þar sem gott jafnvægi var á milli
tveggja fullorðinna einstaklinga.
Þegar einstaklingarnir sneru baki
hvor í annan horfðu börnin lengur á
skjáinn.
Það er mat vísindamannanna að
börnin hafi orðið undrandi og að
þau hafi verið meðvituð um hvort
einstaklingarnir hafi verið vinir eða
ekki. - ibs
9 mánaða börn
skynja spennuna