Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 20
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20 MATVÆLI Í dag fer fram málþing um matarleifar í Norræna hús- inu. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri gríðarlegu verðmætasóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, smásölu og hjá neytendum. Enda hafi sóunin ekki eingöngu áhrif á matvæla- verð heldur sé hún einnig mikið umhverfisvandamál. „Þrjátíu prósentum af mat sem kemur í verslanir hér á landi er hent. Í Evrópu er hent 90 millj- ónum tonna af mat á ári,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna hús- inu. „Þetta er matur sem hægt er að borða, oft er hann ekki kominn yfir síðasta söludag. Stundum er það tilfellið en maturinn er samt alls ekki skemmdur.“ Þuríður segir að mögulega séu stórmarkaðir að rýma fyrir nýjum vörum og því sé eldri vörum hent. „Þetta er mikilvægt málefni út frá umhverfislegum og fjárhags- legum forsendum. Fólk hefur ekki efni á mat en svo er verið að henda honum í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Það er líka fleira í gámunum en matur, til dæmis klósettpappír sem er pínulítið rifinn, hreinsiefni og annað. Öllu er svo hrúgað í sama gáminn og engin flokkun,“ segir Þuríður. Hún segir forgangsmál hjá Norrænu ráðherranefndinni að taka á þessum vanda, meðal ann- ars með því að samræma aðgerð- ir og koma upp matarbönkum. Slík tilraun hefur gefist vel í Nor- egi. „Þá geta verslanir farið með vörurnar sínar í matarbankann og bankinn dreifir til fátækra og heimilislausra, eða býr til súpu úr afgöngunum og býður upp á mat.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir Bónus vera með umhverfisstefnu sem unnið er eftir og allt rusl sé flokkað enda sé bæði umhverf- is- og fjárhagslegur ávinningur af því. „Við stefnum líka að því að losa okkur við allar vörur fyrir síð- asta söludag með því að afslátt- armerkja þær. Því sem við náum ekki að selja er fargað. Ef ég tek ávexti og grænmeti sem dæmi þá selst ekki varan ef hún lítur illa út jafnvel þótt það sé í góðu lagi með hana. Því höfum við brugð- ið á það ráð að pakka í 50 króna poka og selja hana þannig. Það sem ekki selst af því fer í lífræn- an úrgang.“ Guðmundur segist fagna auk- inni umræðu og þeirri vakningu sem á sér stað í samfélaginu. „Ég er tilbúinn að hlusta á hugmyndir um hvernig við getum nýtt þessa matarafganga betur og reynt að takmarka sóun eins og hægt er.“ erlabjorg@frettabladid.is Óskemmdum mat hent í tonnatali Þrjátíu prósentum af matvörum verslana hér á landi er hent í ruslið. Á málþingi í dag verður fjallað um áhrifin sem það hefur á matarverð og umhverfið. Framkvæmdastjóri Bónuss segir allar vörur sem komnar eru nálægt síðasta söludegi afsláttarmerktar og að þannig sé reynt að koma í veg fyrir förgun. Hópur fólks á Íslandi stundar þann lífsstíl „að rusla“ en það eru þeir sem fara í gámana og hirða óskemmdan mat til neyslu. Fólk hefur ekki efni á mat en svo er verið að henda honum í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu PÁSKAÖL Þuríður segir dæmi um að vörum sem ekki hafa selst í svokallaðri árstíðabundinni sölu sé hent eins og þessu páskaöli. ÓSKEMMT GRÆNMETI Um 30 prósentum af mat sem kemur í versl- anir er hent. Hér má sjá óskemmda tómata og kartöflur í ruslagámi. EKKI BARA MATVÖRUR Dæmi eru um heilar vörur í ruslagámum sem eru ef til vill útlitsgallaðar. Hér má sjá klósettpappír og Þuríður nefnir dæmi um hreinsivörur. BÓK MÁNAÐARINS STELPA FER Á BAR Helena S. Paige „Þessi bók getur veitt þér lestrarfullnægju – aftur og aftur.“ The Bookseller „… hvert kaflabrot er kynörvandi … erótísku augnablikin neista.“ Publishers Weekly G ild ir til 3 0. a pr íl á m eð an b irg ði r e nd as t. 2.899 Verð áður 3.299 TILBOÐ! TÆKNI Íslenska sprotafyrirtækið GoMobile kynnti í vikunni snjall- forrit sem heldur utan um endur- greiðslur vegna viðskipta notenda við 95 fyrirtæki hér á landi. End- urgreiðslurnar verða að inneign sem nota má til að greiða fyrir afþreyingu, þjónustu eða tækja- búnað hjá Símanum. „Þessi hugbúnaður sem safn- ar peningum er sá fyrsti sinnar tegundar sem við þekkjum til. Með honum geta neytendur búið til ávinning með viðskiptum við samstarfsfyrirtæki GoMobile,“ segir Hálfdán Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hálfdán segir að notendur for- ritsins fái í flestum tilvikum tíu prósenta endurgreiðslu frá sam- starfsfyrirtækjunum. Inneignina má nota hjá Símanum en Hálfdán tekur fram að viðskiptavinir allra fjarskiptafélaganna geti notað for- ritið. „Fjarskipti eru orðin svo stór þáttur í lífi okkar, hvort sem það eru bankaviðskipti, afþreying eða kaup á vöru og þjónustu. Öll okkar samskipti fara í gegnum þessi fjar- skipti og við fórum því að velta því fyrir okkur hvernig við gætum hjálpað fólki að nota lífsstíl sinn, fara út að borða og gera annað sem maður gerir venjulega, til að fjár- magna fjarskipti sín.“ - hg Sprotafyrirtækið GoMobile með nýtt snjallforrit: Hugbúnaður í farsíma sem safnar inneign KYNNIR NÝJUNG Forritið var að sögn Hálfdáns í þróun í um eitt og hálft ár. MYND/AÐSEND Björk Hólm Þorsteinsdóttir gerði BA-ritgerð um lífsstíl ruslara, eða þeirra sem safna mat úr gámum og neyta. Hún talaði við átta einstaklinga sem annaðhvort einungis lifðu á að rusla, eins og það er kallað, eða höfðu á einhverjum tímapunkti stundað það mikið. Hún segir að þegar maður sjái yfirfulla ruslagáma af mat sem ekki er ónýtur og heyri svo um matarskort í heiminum þá sjái maður vel birtingarmynd misskiptingar auðsins í heiminum og talar hún í því sam- hengi um firringuna í ruslagámnum. „Allir viðmælendur stunduðu þetta af vali og gerðu ekki af neyð. Það voru pólitísk sjónarmið sem létu þau fara þessa leið og þau vildu takmarka sína þátttöku í neyslusamfélaginu. En þetta er mjög víður og breiður hópur sem stundar þetta á Íslandi og gerir þetta af mismunandi ástæðum,“ segir Björk. Viðmælendur Bjarkar stunduðu það að rusla helst á nóttinni en það að fara í ruslagám annarra er lögbrot og því best að búðin sé lokuð. „Flestar búðir eru með lása eða eftirlitsmyndavélar sem vakta gámana. Búðin á ruslið þótt hún sé komin í gáminn. Á síðustu þremur árum hefur öryggisgæslan aukist og virðist vera sem passað sé að fólk komist ekki í ruslið. Maður spyr sig af hverju búðir leggja sig í líma við að hindra fólk að sjá hverju verið er að henda.“ Ruslarar sem hirða mat úr gámum M YN D IR/AÐ SEN D AR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.