Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 22

Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 22
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 VAL HINNA VINNANDI STÉTTA Renault sendibílar eru mest seldu sendibílar á Íslandi. Spurðu fagmann og hann segir þér umbúðalaust af hverju. Þeir eru á góðu verði, eyðslugrannir og áreiðanlegir. Einnig einstaklega þægilegir í akstri og umgengni, vel búnir og góðir í endursölu. VELDU ÖRUGGAN VINNUSTAÐ. VINSÆLIR VINNUSTAÐIR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. RENAULT MASTER, DÍSIL Verð frá:4.294.000 r. án vsk.k 5.390.000 r. m. vskk . 5 hestöfl2,3 dísil, 12 1600 kgBurðargeta allt að /100 km*Eyðsla 7,8 l RENAULT TRAFIC DÍSIL Verð frá:3.338.000 kr. án vsk. 4.290.000 kr. m. vsk. 2,0 dísil, 115 hestöfl Burðargeta allt að 1225 kg Eyðsla 6,9 l/100 km* E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 18 9 VIÐSKIPTI Heildareftirspurn í hluta- fjárútboði Sjóvár var 35,7 milljarðar króna og því rúmlega sjöfalt meiri en 4,7 milljarða söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út. Heildarstærð útboðsins sem lauk á mánudag nemur 23 prósentum af útgefnu hlutafé í Sjóvá. Um 7.800 áskriftir bár- ust og af þeim tilheyrðu 7.600 þátttakendum sem lögðu fram tilboð frá eitt hundrað þúsund krónum og upp í tíu milljónir. Góð þátttaka leiddi til þess að hámarks- úthlutun til þeirra, það er fjárfesta sem sendu áskriftir í tilboðsbók A, var 227 þúsund krónur á hverja áskrift. Athygli vekur að áskriftir fastráðinna starfsmanna Sjóvár og viðskiptavaka voru ekki skertar. „Niðurstöður útboðsins koma ekki á óvart miðað við hlutafjárút- boðin á síðasta ári og stærð útboðs- ins. En þetta sýnir þessa aukn- ingu í þátttöku almennra fjárfesta þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið stórt útboð fyrir almenning,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Útboðsgengi í tilboðsbók A er 11,9 krónur á hlut og tíu prósent hluta í félaginu verða seldir á því verði. Í tilboðsbók B var tekið við tilboð- um yfir tíu milljónum króna og þar bárust 232 áskriftir að fjárhæð 15,3 milljarðar. Útboðsgengi tilboðsbók- ar A er 13,51 króna á hlut. „Það er ekkert ólíklegt að verð á hlutabréfum félagsins verði að lágmarki 13,5 þegar Sjóvá verður tekið til viðskipta í Kauphöllinni og almennir fjárfestar fái þá ágætis hækkun,“ segir Sveinn. Hækkunin yrði þá um 13,5 prósent og miðað við 227 þúsund króna hámarksúthlutun gæti hún skilað fjárfestum um þrjá- tíu þúsund króna hagnaði þegar við- skipti með bréfin hefjast. Almennir fjárfestar sem keyptu bréf í hluta- fjárútboði N1 í desember græddu til samanburðar 42 þúsund krónur við lokun markaða daginn sem félagið fór í Kauphöllina. Ari Freyr Hermannsson, sér- fræðingur hjá IFS ráðgjöf, tekur í sama streng og Sveinn varðandi nið- urstöðu útboðsins. „En fyrir þennan almenna fjár- festi sem er þarna úti á markaðinum er skrýtið að áskriftir starfsmanna voru ekki skornar niður. Það hefði verið sanngjarnt að skera þær niður um einhvern hluta og þá hefði hlut- deild almennra fjárfesta getað verið meiri,“ segir Ari. haraldur@frettabladid.is Eftirspurnin sjöfalt meiri en andvirðið Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í útboði Sjóvár. Um 7.800 áskriftir að andvirði 35,7 milljarða króna bárust. Áskriftir fastráðinna starfsmanna félags- ins voru ekki skertar. Niðurstöður útboðsins komu sérfræðingum ekki á óvart. SVEINN ÞÓRARINSSON VIÐSKIPTI Monica Caneman, stjórnarformaður Arion banka, segir stjórn bankans ekki ætla að draga til baka hækkun á þókn- un stjórnarmanna þrátt fyrir mótmæli. VR mótmælti harðlega hækkuninni sem nemur 7 pró- sentum í bréfi til stjórnarinnar og eigenda í gær. Á aðalfundi Arion banka þann 20. mars síðastliðinn var sam- þykkt að þóknun til stjórnar- manna yrði 375.000 á mánuði fyrir almenna stjórnarmenn, 562.500 fyrir varaformann og 750.000 fyrir stjórnarformann. Upphæðir eru tvöfaldaðar í til- viki erlendra stjórnarmanna. Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka mótmælti þessari launahækkun á aðalfund- inum, og jafnframt var ítrekað mikilvægi þess að jafnræðis væri gætt á milli stjórnarmanna hvort sem þeir hafa aðsetur á Íslandi eða ekki. Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki ákváðu á sínum aðalfundum að halda þóknunum stjórnarmanna óbreyttum. Samið var um 2,8 prósenta almenna launahækkun fyrir ára- mót á vinnumarkaði og VR segir að markmiðið hafi verið að stuðla að auknum kaupmætti launa- fólks. „Til að ná því markmiði verða allir að sitja við sama borð, líka stjórnir fjármálafyrirtækja,“ segir í bréfi VR og jafnframt að launahækkun Arion banka sé óásættanleg. Caneman segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé fyrir bankann að greiða samkeppnishæf laun til stjórnarmanna sinna, sem taki tillit til álags, ábyrgðar og tíma sem fari í starfið. Hún segist skilja afstöðu VR en segir einnig mikilvægt að skoða hvernig laun stjórnarmannanna hafi þróast frá árinu 2011, en þau hafi ekki hækkað síðan þá, fyrr en nú. Hún segir 7 prósenta launahækkun vera lægri heldur en almenna launaþróun í landinu frá árinu 2011. Caneman sagði jafnframt að stjórninni hefðu ekki borist frekari mótmæli vegna hækkun þóknunar en þessi tvenn. - fbj / jme Stjórnarformaður bankans segir mótmæli VR engu breyta: Þóknun til stjórnar Arion banka stendur MONICA CANEMAN VR mótmælir launahækkunum stjórnarmanna Arion banka harðlega. MYND/ARION BANKI FORSTJÓRINN Hermann Björns- son, forstjóri Sjóvár, sagði í tilkynn- ingu um niðurstöðu útboðsins það ánægjulegt hversu fjölmennur hópur almennra fjárfesta hefði tekið þátt. FRÉTTABLAÐ IÐ /D AN ÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.