Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 24
3. apríl 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 www.fronkex.is kemur við sögu á hverjum degi Góðgæti frá Frón Ný lög um náttúruvernd voru samþykkt vorið 2013 og var ætlað að taka gildi þann 1. apríl 2014. Lögin fela í sér mikla fram- för í lagaumhverfi náttúruverndar og eru skólabókardæmi um hvernig á að standa að vandaðri lagasetningu. Þau byggja á vönduðum undirbúningi með aðkomu fræðimanna og fagaðila og síðan ítarlegri umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem komið var til móts við fjölda athugasemda hagsmunaaðila áður en þau voru samþykkt. Það vakti því reiði og furðu þegar Sig- urður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, lagði í haust fram frum- varp um að afturkalla þessi nýsamþykktu náttúruverndarlög áður en þau tækju gildi þann 1. apríl 2014. Hefði frumvarp ráð- herrans náð fram að ganga hefði fimm ára vinna farið í ruslið og horfið yrði aftur til gildandi náttúruverndarlaga frá 1999 sem eru orðin úrelt þar sem þróun í þessum málaflokki hefur verið hröð. Afturkallsfrumvarpið fékk afar góða, vandaða og málefnalega umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þar kom í ljós að mun færri og smærri álitamál voru uppi um nýju náttúruvernd- arlögin en sumir höfðu talið. Ágreiningur um utanvegaakstur og tengd mál reyndist mun minni en látið hafði verið að liggja og skemmra reyndist á milli skoðana á ákvæðum um varúðarreglu og sérstaka vernd en virtist í upphafi. Þá voru nefndarmenn sammála um mikilvægi almannaréttarins sem almenn- ingur er nú orðinn meðvitaðri um eftir að hugmyndir um gjaldtöku við helstu nátt- úruperlur þjóðarinnar fóru á flug. Nefnd- in náði að lokum saman um þá mála- miðlun að hafna afturkallinu, fallast á að byggja á heildarhugmyndafræði hinna nýju laga og fresta gildistöku þeirra til 1. júlí 2015 þannig að hægt sé að vinna að úrbótum í samstarfi við ráðherra og skapa varanlega sátt um málið. Þó að ég hefði helst viljað að ný lög tækju gildi nú 1. apríl er ég sátt við niður- stöðu nefndarinnar. Afturkall umhverfis- og auðlindaráðherra er út af borðinu og stefnt er að því að ný og framsækin nátt- úruverndarlög taki gildi árið 2015. Það skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenska náttúru og íslenska þjóð. Ekkert afturkall NÁTTÚRU- VERND Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri- hreyfi ngarinnar– græns framboðs ➜ Afturkallsfrumvarpið fékk afar góða, vandaða og málefnalega um- fjöllun í umhverfi s- og samgöngu- nefnd Alþingis. Þar kom í ljós að mun færri og smærri álitamál voru uppi um nýju náttúruverndarlögin en sumir höfðu talið. Þ að er áhugavert hvað ummæli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra um tækifæri Íslendinga sem liggja í hlýnun loftslags á hnettinum hafa vakið hörð viðbrögð. Í fyrsta lagi var ráðherrann ekki að segja neitt nýtt. Hann var að ítreka það sem hann hefur sagt áður, til dæmis í stefnuræðu sinni á þingi í fyrrasumar og í setningarræðu flokks- þings Framsóknarflokksins í fyrravor. Hann er augljóslega uppteknari af þeim tækifærum sem liggja í hnattrænni hlýnun fyrir íslenzka hagsmuni en af hinum skelfilegu afleiðingum fyrir til dæmis íbúa þróunarríkjanna, sem lýst er í nýjustu lofts- lagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hann sér fremur kornakrana bylgjast í íslenzkum sveitum en flóð og uppskerubrest í einhverju Langtburtistan. Í öðru lagi tjáði forsætisráð- herrann viðhorf sem er áreiðan- lega ríkjandi hjá drjúgum hluta þjóðarinnar. Íslendingar hafa löngum haft meiri áhuga á því hvernig megi græða á hnatt- rænum vandamálum eða krísum en hvernig megi koma í veg fyrir þær. Tvær heimsstyrjaldir og kalda stríðið – við græddum á því öllu saman! Hvað er vandamálið? Í þriðja lagi falla skoðanir ráðherrans mjög að viðhorfum for- seta Íslands undanfarin ár. Hann hefur að sönnu verið prýðilega meðvitaður um hugsanlegar skelfilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, en rétt eins og forsætisráðherrann miklu áhugasamari um hvað Íslendingar geti grætt á þróuninni en að við þurfum hugsanlega að breyta okkar ósjálfbæru lífsháttum til að taka þátt í að fyrirbyggja vandamálið. Í fjórða lagi er þessi málflutningur í prýðilegu samræmi við sýn forsætisráðherrans (og forsetans) á stöðu Íslands í samfélagi þjóða; við deilum ekki ákvörðunarvaldi með neinum og því síður deilum við örlögum okkar með umheiminum. Ef það gengur vel hjá öðrum ríkjum, þá hengjum við okkur utan á það og græðum á því. Ef það gengur illa, þá finnum við líka út hvernig við græðum á því. Þetta getur ekki klikkað. Vandinn við að vera svona upptekin af hinum stórkostlegu tækifærum sem liggja í loftslagsbreytingunum, eins og að verða siglingamiðstöð og flytja út kjöt, smér og hitaveituverkfræðinga, er kannski tvenns konar. Annars vegar hvetur þessi orðræða okkar helztu leiðtoga ekki beint til þess að við veltum fyrir okkur hvort þróunin feli í sér hættur fyrir Ísland, rétt eins og lönd sunnar á hnettinum. Við vitum til dæmis ósköp lítið um áhrifin á hafið og fiskstofna okkar. Það er ekkert víst að fleiri stofnar taki upp á því sama og makríllinn, að synda inn í efnahagslögsöguna. Sumir gætu tekið upp á því að synda burt eða drepast. Og hvað þýðir það ef jöklarnir okkar bráðna og gróðurfarið breytist? Það eru hættur þarna, ekki síður en tækifæri. Hins vegar gerir þessi málflutningur mjög lítið fyrir vitund okkar um að hlýnun loftslags er hnattrænn vandi, sem getur valdið stórum heimshlutum gífurlegum búsifjum. Við berum ábyrgð á því eins og allar aðrar þjóðir að reyna að hindra þá þróun – og setja þá ekki alltaf þrönga eiginhagsmuni í fyrsta sæti. Á endanum er þetta nefnilega bara ein Jörð – það er ekki hægt að sitja á hliðarlínunni og grípa bara góðu bitana. Hvað getur Ísland grætt á hnattrænni hlýnun? Á hliðarlínu heimsins Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Hvalveiðar og IKEA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór furðulega leið til að réttlæta hvalveiðar Íslendinga í umræðum á þinginu í gær. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, spurði ráðherrann hvort það væri stefna ríkisstjórnar- innar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu vegna hvalveiða, en Barack Obama Banda- ríkjaforseti gagnrýndi hvalveiðarnar harðlega í minnisblaði í fyrradag. Sigmundur sagði í svari sínu að Jón Gunnarsson alþingis- maður segði að þegar fólk í Bandaríkjunum væri spurt hvað kæmi upp í hugann þegar Ísland er nefnt þá svöruðu margir með því að nefna húsgagna- fyrirtækið IKEA frekar en hvalveiðar. Hvað það kemur samskiptum Banda- ríkjanna og Íslands við var ósagt látið. Snar í snúningum Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setti í fyrradag lög um að fresta skyldi verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september. Þrír hásetar sem mæta áttu til skips í gærmorgun til- kynntu síðan skyndi- lega um veikindi. Eimskipafélagið hafði þá samband við trúnaðarlækni félagsins sem síðan hafði samband við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum til að forvitnast um heilsu áhafnar- meðlimanna. Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands, hafði ekki áður heyrt um það að vinnustaðir sendi lækna heim til starfsfólks. Hann sagði gott til þess að vita að hægt sé að ganga að læknum Eim- skipafélagsins. Oft sé talað um að læknisþjónusta í landinu sé slök– en þeir sem þurfi á lækni að halda ættu að athuga með þennan, sem augljóslega sé snar í snúningum. fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.