Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 36

Fréttablaðið - 03.04.2014, Page 36
FÓLK|TÍSKA Fyrir tæpum þremur áratugum notuðu Kínverjar opinbera skömmtunarmiða til að kaupa sér klæði. Flestir Kínverj- ar, bæði konur og karlar, gengu í svoköll- uðum Zhongshan-göllum sem einnig hafa verið kallaðir Mao-jakkaföt. Gallinn þótti hentugur auk þess sem hann passaði vel í samleitnihugmyndir kommúnismans. Tískuiðnaðurinn í Kína hefur breyst ótrú- lega á örfáum áratugum og heldur áfram að þenjast út á ógnarhraða. Kínverjar sjálfir eru orðnir afar tískumeðvitaðir og kaupa sér merkjaföt, bæði innlend og erlend. Kín- verski fataiðnaðurinn er að sama skapi afar stór og sér heiminum fyrir einum þriðja af þeim fötum sem seld eru í heiminum. Kína er þó ekki aðeins verksmiðja fyrir erlenda fataframleiðendur og erlenda hönnuði. Kínverskir hönnuðir hafa sótt í sig veðrið og eru nú virkir þátttakendur í tískuþróun heimsins. Gott dæmi um það má sjá á tískuvikunni í Peking sem haldin hefur verið tvisvar á ári frá 1997. Tískuvikan er virt innan tísku- heimsins en þar koma fram bæði innlendir og erlendir hönnuðir og sýna það sem hæst ber í tískunni það árið. Á því var engin undantekning á tísku- vikunni sem haldin var í lok mars. Meðal þeirra sem sýndu í vikunni var kínversk- hollenski hönnuðurinn Hu Sheguang. Íburð- armikil klæði hans vöktu verðskuldaða athygli en þó vakti sýningin ekki síður at- hygli fyrir þá sök að þrjár fyrirsætur duttu á tískupöllunum. Kannski ekki að furða þar sem skórnir voru flestir með um 20 cm hæl. KÍNA Á TOPPI TÍSKUHEIMSINS TÍSKA Tískuvika fór fram í Peking nýlega. Einn þeirra hönnuða sem vöktu mikla athygli var hinn kínversk-hollenski Hu Sheguang. Kínverski tískuiðnaðurinn hefur vaxið á ógnarhraða og er nú einn sá áhrifamesti og stærsti í heimi. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Vor- og sumarlegt :-) Mussur kr. 11.900.- fleiri gerðir fleiri litir allar stærðir Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Fimmtudagur 3. apríl. kl. 21.00, Café Rosenberg Klapparstíg. Miðaverð 2000 kr. Föstudagur 4. apríl. kl. 23.00 - 03.00 Gamla Kaupfélagið, Akranesi. Forsala 2000 kr/ við hurð 2500 kr. Laugardagur 5. apríl kl. 18.30 - 23.30. Fjörukráin, Hafnarfirði. Tónleikar2000 kr. (hefjast kl. 21.30) Matur og tónleikar 5000 kr. (Fiskisúpa, lamb o.fl. færeyskt góðgæti) Veislustjóri og kokkur er hinn þekkti Birgir Enni frá Feyreyjum. Laugardaginn 5. apríl. Sirkus Ísland með uppákomur víðsvegar um Strangötu og í Firði. Opið hús í Fjörukránni frá 12- 17: Hönnun í Hafnarfirði, Laila Av Reyni og Sometime líta við, Norræna ferðaskrifstofan verður með kynningu o.fl. Færeyskt fiskisúpu-smakk, kaffi- & vöfflusala og glaðningur fyrir börnin. facebook: Menningar og listafélag Hafnafjarðar HU SHEGUANG Haust- og vetrartíska 2014/2015 SECCRY Hu Sheguang sem var kynnt á Mercedes Benz-tískuvikunni í Peking nýverið. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.