Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 44
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 551 3485 • udo.is Óli Pétur út fararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur út fararþjónusta Davíð út fararstjóri Elskuleg eiginkona mín, ÁSA TULINIUS lést á Droplaugarstöðum þann 30. mars 2014. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Elís Björnsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR OLIVERSDÓTTUR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Lovísa Árnadóttir Viðar Pétursson Finnur Árnason Anna María Urbancic Ingibjörg Árnadóttir Jónas Þór Guðmundsson Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur, Guðmundur Már, Lovísa Margrét, Stefán Árni og Viðar Breki. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR J. JÓNSDÓTTIR Grandahvarfi 6a, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Björn Guðmundsson Margrét Björnsdóttir Einar Hákonarson Sigrún Björnsdóttir Guðrún Björnsdóttir Sigurður Á. Sigurðsson Jón Axel Björnsson Karen Sigurkarlsdóttir Björn Jóhann Björnsson Vilhelmína Einarsdóttir Unnur Ýr Björnsdóttir Magnús Bogason ömmu- og langömmubörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför FANNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR Birkivöllum 1, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, 17. mars. Ómar Halldórsson Hildur Bjarnason Erna Halldórsdóttir Viðar Zophoníasson Aþena, Urður, Halla, Halldór, Ásdís, Atli og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR andaðist á Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, Borgarnesi, sunnudaginn 30. mars. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju, laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar. Eggert Margeir Þórðarson Júlíanna Júlíusdóttir Theódór Kristinn Þórðarson María Erla Geirsdóttir Guðrún Þórðardóttir Gylfi Björnsson ömmu- og langömmubörn. Harry S. Truman Bandaríkjaforseti skrifaði undir Marshall-aðstoðina þennan dag árið 1948. Hún var sett á laggirnar til að styrkja stríðshrjáðar þjóðir í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina og styðja og efla efna- hagslegan uppgang í löndum álfunnar. Aðstoðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og átti meðal annars að vera liður í að auka samvinnu milli Evrópu og Bandaríkjanna. Hug- myndasmiðurinn var þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, George Marshall, sem sjóðurinn var kenndur við en miklar deilur sköpuðust um tilganginn þótt hann virtist göfugur. Alls þáðu sextán þjóðir boð Bandaríkj- anna um aðstoð, þar á meðal Íslendingar sem högnuðust einna mest á henni ef miðað er við höfðatölu því uppbyggingin á Íslandi eftir seinni heimsstyrjöldina var Marshall-aðstoðinni að miklu leyti að þakka. Hún tryggði að hjól atvinnulífsins fóru að snúast, innflutningur og útflutn- ingur hófst að nýju eftir stríðið og líf fólks komst í fastar skorður. ÞETTA GERÐIST 3. APRÍL 1948 Marshall-aðstoðin veitt „Þetta var gert í fyrsta sinn fyrir fimmtán árum,“ segir Marteinn Sig- urgeirsson um sýningu á ljósmynd- um og ljóðum tíu til tólf ára barna í Borgarbókasafninu. Marteinn hefur kennt ljósmyndun í grunnskólum Reykjavíkur í um það bil fjörutíu ár en undir leiðsögn hans tóku börn- in ljósmyndir og ortu síðan ljóð við myndirnar. „Ég held stuttan fyrirlestur um myndbyggingu og myndgreiningu og sendi þau síðan út að mynda,“ segir Marteinn. „Ég segi þeim frá nær- myndum, formum og reyni að fara í smá listræna skala með því,“ segir Marteinn sem kennir börnunum að mynda hið smáa í umhverfinu sem flestir taka ekki eftir dagsdaglega. „Þá opnast alveg nýir heimar þegar krakkarnir fara að skoða þessa litlu hluti,“ segir Marteinn sem segir ljóð- in sem börnin yrkja við myndirnar vera oft á tíðum alveg ótrúleg. „Ljóð- in verða ansi skemmtileg og mynd- ræn,“ segir Marteinn. Sýningin verður opnuð í Borgar- bókasafninu í dag klukkan þrjú en á sunnudaginn 6. apríl mun Marteinn vera með ljósmyndasmiðju í aðal- safni. Byrjað verður á því að fjalla stuttlega um ljósmyndun og í fram- haldi af því fara þátttakendur út að taka myndir. Að því loknu verð- ur rýnt í þær myndir sem teknar voru en smiðjan er ætluð stálpuðum krökkum, ungu fólki, fullorðnum og eru þátttakendur beðnir um að taka myndavélar með sér. baldvin@frettabladid.is Ungir listamenn með ljósmyndir og ljóð Börn á aldrinum tíu til tólf ára opna í dag sýningu þar sem sýndar verða ljósmyndir þeirra og ljóð sem þau unnu undir leiðsögn Marteins Sigurgeirssonar. REYNSLUBOLTI Marteinn heldur upp á fyrstu myndavélarnar sínar sem eru 50 ára gamlar. MYND/EINKASAFN Þá opnast alveg nýir heimar þegar krakkarnir fara að skoða þessa litlu hluti. Marteinn Sigurgeirsson Stórleikarinn Marlon Brando hefði fagnað níutíu ára afmæli sínu í dag en hann lést þann 1. júlí árið 2004, þá áttræður að aldri. Marlon þarf vart að kynna en í hugum margra er hann einn besti leikari fyrr og síðar. Hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Terry Malloy í On the Waterfront árið 1954 og sem Vito Cor- leone í The Godfather árið 1972. Fyrir bæði hlutverkin hlaut hann Óskars- verðlaunin sem besti leikari. Þá lék hann einnig í myndum á borð við A Streetcar Named Desire, Julius Caes- ar, The Wild One og Apocalypse Now. - lkg Hefði orðið níræður Stórleikarinn lést árið 2004, þá áttræður að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.