Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 52
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
„Ég verð í Laugarneskirkju, mér
finnst svo góður hljómur í henni,“
segir Dagbjört Andrésdóttir sópran
sem heldur klassíska tónleika annað
kvöld klukkan 20 í tilefni þess að
hún er að kveðja Söngskóla Domus
Vox. Efnisskráin samanstendur af
trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og
aríum úr óperum. „Þetta eru Bach,
Mozart og þessir gömlu snillingar,“
segir hún brosandi og tekur fram að
Antonía Hevesi spili undir á píanó.
„Ég er vikulega í tímum hjá Anton-
íu, hún er algerlega dásamleg mann-
eskja.“
Dagbjört tileinkar tónleikana
föður sínum, Andrési Svavarssyni,
sem lést síðasta haust úr arfgengri
heilablæðingu og í leiðinni gengst
hún fyrir söfnun á fé til rannsókna
á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt
göfugt verkefni segir hún eftir and-
artaks þögn: „Ég mundi ekki segja
göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er
nauðsynlegt.“
Arfgeng heilablæðing er sérís-
lenskur sjúkdómur og fjármagn
skortir til rannsókna á honum, að
sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að
hún hafi af því áhyggjur. Eftir að
faðir hennar fékk fyrstu blæðingu
árið 2007 fylgdist hún með minnk-
andi kröftum hans, andlegum og
líkamlegum, uns yfir lauk. Föður-
systir hennar og föðuramma lét-
ust báðar úr sjúkdómnum. Föður-
bróðir hennar er lamaður öðrum
megin og orðinn óskýr í tali og um
síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára
gamall, frá konu og þremur ungum
börnum. „Hann hné niður og kom
aldrei til meðvitundar en var búinn
að fá nokkrar aðkenningar áður,“
segir Dagbjört og kveðst eiga annan
frænda, 25 ára, með skerta getu
vegna sjúkdómsins.
Búið er að finna genið sem veld-
ur arfgengri heilablæðingu og Dag-
björt vonar að auknar rannsóknir
leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf
veit hún ekki hvort hún ber genið.
„Meðan ekkert er hægt að gera vil
ég ekki vita hvort ég lifi skemur en
aðrir,“ segir hún alvarleg.
Hún er tuttugu og tveggja ára og
byrjaði að syngja ellefu ára gömul
í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Mar-
gréti Pálmadóttur. Tvívegis söng
hún einsöng með kórnum úti á
Ítalíu og oft á skólatónleikum hér
heima þar sem fleiri komu fram.
„Ég er búin að fylgja Möggu sleitu-
laust í ellefu ár og held því áfram
þó ég hætti í skólanum því ég er í
kvennakórnum Vox feminae,“ segir
Dagbjört sem er ákveðin í að halda
áfram söngnámi.
Dagbjört glímir við fötlun sem
áfall í fæðingu orsakaði og gerir
það að verkum að sumar taugar
hennar eru skemmdar, þar á meðal
sjóntaug. Það hefur hamlað henni
í námi, að eigin sögn, einkum
varðandi tónfræðina. „Ég á erf-
itt með að vinna úr því sem ég sé.
Til dæmis sé ég línurnar fimm á
nótnastrengnum sem eina stóra,
breiða línu,“ segir hún einlæg.
Hvernig fer hún þá að því að læra
söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það
bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga
og hef líka fengið frábæran stuðn-
ing hjá hinum yndislegu konum í
Söngskóla Vox feminae. Hjá þeim
fær hver og einn að njóta sín eins
og hann er. Það koma alveg tímar
sem ég er rosa fúl yfir þessu sem
mig vantar en svo hristi ég það af
mér og held áfram.“
gun@frettabladid.is
Syngur og safnar fé til
rannsókna á ættarsjúkdómi
Dagbjört Andrésdóttir sópran heldur burtfarartónleika í Laugarneskirkju annað kvöld ásamt Antoníu Hevesi
píanóleikara. Tónleikarnir eru til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu sem er í fj ölskyldu hennar.
Nú sigla svörtu skipin, er yfir-
skrift söngskemmtana sem
Karlakór Hreppamanna efnir til
á næstunni. Titillinn vísar í lag
Karls Ó. Runólfssonar við ljóð
Davíðs Stefánssonar og segir
sitt um dagskrána.
„Stjórnandinn okkar, hún
Edit Molnár, er gríðarlega
metnaðarfull og ögrar okkur á
hverju ári með nýjum og spenn-
andi verkefnum. Við vorum
með óperuprógramm í fyrra
og fórum með það til Ítalíu, nú
er það hafið og sjómennskan
sem sungið er um,“ segir Gylfi
Þorkelsson, einn kórfélaganna.
Spurður hvort það sé ekki sér-
stakt að sveitakarlar séu upp-
teknir af því efni svarar hann:
„Jú, en Edit veit að mörg
af mögnuðustu kórverkum
íslenskra tónverka eru um bar-
áttu sjómanna við hafið enda er
hún stór þáttur í íslenskri menn-
ingu.“
Gylfi segir þeim líka málið
skylt því Hreppamaðurinn Sig-
urður Ágústsson í Birtingarholti
hafi samið lag við hið þekkta
kvæði Suðurnesjamenn eftir
Ólínu Andrésdóttur.“
Til að gera viðfangsefninu
enn betri skil hefur kórinn látið
vinna söguleg atriði upp úr frá-
sögnum, ljóðum og þjóðsögum
og verða þau fléttuð saman við
sönginn.
Fyrstu tónleikar Hreppa-
manna eru í Gamla bíói á sunnu-
daginn klukkan 20.
gun@frettabladid.is
Hylla hafi ð, fi skveiðar
og sjómennskuna
Karlakór Hreppamanna heldur nokkra konserta á næstu
vikum og syngur hafi nu og sjómennskunni óð. Sá fyrsti
er í Gamla bíói í Reykjavík sunnudaginn 6. apríl.
MYND/GVA
SÖNGKONAN „Þetta eru
Bach, Mozart og þessir gömlu
snillingar,“ segir Dagbjört
um tónlistina sem hún ætlar
að flytja í Laugarneskirkju
annað kvöld á burtfarar- og
styrktartónleikum.
KARLAKÓR HREPPAMANNA Þeir syngja og syngja, herramennirnir í Hreppunum,
undir stjórn Edit Monár við undirleik manns hennar, Miklós Dalmay. MYND/EINKASAFN
Suzanne Keen, prófessor við
Washington- og Lee-háskóla,
flytur í hádeginu í dag fyrirlest-
ur um samlíðan og bókmenntir
í Háskóla Íslands á vegum Hug-
vísindastofnunar/Bókmennta-
og listfræðastofnunar og í
samstarfi við Reykjavík Bók-
menntaborg UNESCO.
Keen hefur kannað samlíð-
an árum saman en bók hennar
Empathy and the Novel – Sam-
líðan og skáldsagan – kom út
árið 2007. Fyrirlesturinn í dag
ber yfirskriftina Lost in a Book:
Empathy and Immersion in Fic-
tion – Niðursokkinn í bók: Sam-
líðan og að hverfa inn í heim
skáldskapar.
Fyrirlesturinn verður haldinn
í stofu 301 í Árnagarði klukkan
12 og er hann fluttur á ensku.
Allir sem áhuga hafa á sagna-
lestri og samlíðan eru hvattir til
að mæta.
- fb
Samlíðan og
bókmenntir
SAMLÍÐAN Suzanne Keen talar um
samlíðan og bókmenntir í Árnagarði.
NORCICPHOTOS/GETTY
Við vorum með
óperuprógramm í fyrra
og fórum með það til
Ítalíu, nú er það hafið og
sjómennskan sem sungið
er um.