Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2014 | MENNING | 43 UR Part 1 verður sýnd á undan þeirri seinni. Sýningin hefst klukkan 20.00 og fer fram í Háskólabíó. Pub Quiz 21.00 Eins og vanalega á fimmtudögum verður boðið upp á eðal Rokk Quiz á Bar 11. Það kostar ekkert að taka þátt og veglegir vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin. Húsið er opnað klukkan 21.00 og keppnin hefst klukkan 22.00. Tónlist 20.00 Í apríl býðst einstakt tækifæri til að heyra Megas flytja lög sín við alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar í glæ- nýjum útsetningum. Með Megasi verður einvalalið tónlistarfólks úr ýmsum áttum, Moses Hightower, Caput-hópurinn, Magga Stína, stór rokksveit, strengjasveit og þrír kórar. Megas lauk við að semja lög við alla Passíusálmana árið 1973 en þessar lagasmíðar hafa ekki farið hátt og aðeins hluti þeirra hefur heyrst opinber- lega áður. Nú verða þau í fyrsta sinn flutt í heild sinni, á 400 ára fæðingarafmæli Hallgríms Péturssonar. Í kvöld klukkan 20.00 verða fluttir Passíusálmar 1 til 17. 20.00 Friðrik Ómar syngur sálma og saknaðarsöngva af plötunni sinni Kveðja í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í kvöld klukkan 20.30 en þetta eru síðustu tónleikar hans á höfuðborgarsvæðinu í tónleikaferðinni um kirkjur landsins. Um undirleik sjá þeir Þórir Úlfarsson og Pétur V. Pétursson. Kirkjan er opnuð klukkan 20.00. 21.00 AK Extreme, Snjóbretta- og tón- listarhátíð 3. til 6. apríl á Akureyri. Fram koma, Brain Police, Sól- stafir, Highlands, Vök, Kött Grá Pje, Úlfur úlfur, Últra Mega Techno Bandið Stefán, Emmsjé Gauti, DJ Egill TRVP Nights, Nolem og fleiri. Tónleikarnir fara fram í Sjallanum og hefjast klukkan 21.00. 21.00 Færeyskt kvöld á Café Rosenberg í kvöld og hefst klukkan 21.00. Fram koma hljóm- sveitin Sometime og Laila av Reyni. 21.30 Magnús Einarsson heldur tónleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 21.30. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Mono Town fagnar útgáfu frum- burðar síns, In The Eye Of The Storm, með veglegum tónleikum í Gamla Bíói í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00. Sveitin mun koma fram með strengjasveit og kór. Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant hitar upp. Fyrirlestrar 12.00 Fimmtudaginn 3. apríl, klukkan 12.00, flytur Suzanne Keen, prófessor við Washington- og Lee-háskóla, fyrir- lestur um samlíðan og bókmenntir í Háskóla Íslands á vegum Hugvísinda- stofnunar, Bókmennta- og listfræða- fræðistofnunar og í samstarfi við Reykjavík, bókmenntaborg. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 301 í Árnagarði og er fluttur á ensku. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs hefst á morgun en það er í tólfta sinn sem hún er haldin. „Ég er mjög spennt fyrir hátíðinni,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports. „Ég er búin að vera að vinna úti á landi þannig að ég er bara búin að kynna mér opnunarmyndina,“ segir Rakel en opnunarmynd hátíðar- innar er heimildarmyndin 20.000 Days on Earth sem fjallar um líf tónlistarmannsins Nick Cave. Í ár verða heimildarmyndir um tónlist og listir í forgrunni á kvikmyndahá- tíðinni en myndin um Nick Cave gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum hans við sjálfan sig og list sína. „Hann er einstaklega svalur maður,“ segir Rakel um tónlistarmanninn en hann hefur unnið mikið með Vesturporti áður, meðal annars í sýningunum Faust og Metamorphosis. „Systir hans er líka góð vinkona mín og hún sagði að myndin væri frábær,“ segir Rakel sem hlakkar til þess að berja myndina augum. „Ég geri líka ráð fyrir því að kvikmyndatónlistin verði skot- held.“ - bþ „Hann er einstaklega svalur maður“ Rakel Garðarsdóttir ætlar að sjá opnunarmynd Reykjavík Shorts&Docs um tón- listarmanninn Nick Cave– 20.000 Days on Earth og er spennt fyrir henni.Íslenska hestinum verður fagnað á Hestaati í Hörpu í kvöld klukkan átta. Þar kemur fram Hilmir Snær ásamt hljómsveitunum Brother Grass og Hundi í óskilum og boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin nátt- úruöfl. Hilmir Snær segir sögur af hestum og Brother Grass leikur þekkt og óþekkt íslensk hestalög, þó með nokkuð öðrum hætti en fólk á að venjast. Miðar á atburðinn kosta fjögur þúsund krónur og þá er hægt að nálgast á heima- síðu miði.is. EKKI MISSA AF Íslenska hestinum fagnað SPENNT Rakel er spennt fyrir myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.