Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 58
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Trend á Twitter Frægar persónur sem heita akkúrat ekki neitt Þossi @thossmeister Hrafninn í Hrafninn flýgur #Fraegir- SemHeita- Ekkert Ragnar Njálsson @raggi_njals Glaðasti hundur í heimi. #frægirsem- heitaekkert Atli Fannar @atlifannar Listamað- urinn sem kallaði sig einu sinni Prince. Svo merki. Svo aftur Prince. #frægirsem- heitaekkert Bragi Valdimar @BragiValdi- mar Þú í „Ó, þú“ #frægirsem- heitaekkert Sveinn Arnarsson @Sveinn_A Baldur Friggjar Odinsson #frægirsem- heitaekkert Theodor I. Olafsson @TeddiLeBig Afi á Stöð 2 #frægirsem- heitaekkert Oli Jones @HerraJones Damon Younger #fraegir- semheitaek- kert Son @sonjajon Þeir sem kusu Fram- sókn #fraeg- irsemheita- ekkert Óskar Helgi @oskarhelgi pabbi völu grand #frægirsem- heitaekkert Kassamerkið #Fraeg- irSemHeitaEkkert tröllríður nú Twitter og keppa Íslendingar um hver getur verið hnyttnastur í tíst- unum sínum. Frá árinu 2004 hafa skemmtileg plaköt einkennt hátíðina en á þeim er að finna tónlistarmenn sem tengjast tilraununum. „Þetta hefur aldrei verið nein sérstök persóna en fólk segist alltaf sjá þekkt andlit út úr henni. Í hári persónunnar eru meðlimir hljóm- sveitarinnar sem var sigurvegari síðasta árs en þetta minnir alltaf á eitthvað,“ segir Þorvaldur Gröndal, verkefnastjóri Músíktilrauna 2014, en þessa dagana fara hinar geysivinsælu Músíktilraunir fram í Hörpu en þær fóru fyrst fram árið 1982 og þá í Tónabæ. Plakötin eru hönnuð af Gunnari Þór Arnarssyni sem er auglýsingahönnuður hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu og Ásu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóra Hins hússins. „Fyrirmyndin er aldrei nein ákveðin manneskja, þó að Björk og fleiri frægir séu í höfðinu á fyrsta plakatinu, en við byrjuðum að taka vinningsbandið í höfuðið á öðru árinu,“ bætir Ása við. Á hverju ári kemur nýtt plakat sem inniheldur nýjan haus, nýjan lit og nýtt letur. „Það skiptist á að vera strákahaus og stelpuhaus á plakatinu, sem sýnir að bæði kynin eiga jafn mikið senuna. Við erum að reyna að brjóta upp staðalímyndir,“ segir Ása. Flestir sem hafa séð plakötin, hvort sem er í blöð- um, strætóskýlum eða annars staðar, sjá yfirleitt þekkta persónu út úr andlitunum en það er þó ekki þannig. „Þetta hefur gengið rosalega vel og mætingin hefur verið mjög góð,“ segir Þorvaldur um tilraunirnar í ár. „Saxófónninn er að koma sterkur inn í ár, það eru nokkur atriði sem hafa nýtt sér saxófóninn en annars er þetta frekar klassískt mynstur, harðkjarni, rokk, rapp, popp og flestar tónlistarstefnur sem koma fram í ár,“ segir Þorvaldur og bætir við: „Það er talsvert um rafsveitir sem blanda saman óhefðbundnum hljóð- færum.“ Átta hljómsveitir fara beint í úrslitin af undan- kvöldunum en svo má dómnefndin velja allt að fjórar aðrar hljómsveitir til að senda í úrslitin. Að taka þátt í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skap- andi tónlistarfólk. Margar þekktar hljómsveitir hafa komið fram á Músíktilraunum eins og til dæmis Of Monsters and Men, Botnleðja, XXX Rottweiler hundar, Mammút, Agent Fresco, Stuðkompaníið og Maus svo nokkrar séu nefndar. gunnarleo@frettabladid.is Plakötin sem fylgja Músíktilraunum 10 ára Músíktilraunirnar 2014 fara fram þessa dagana og taka yfi r fj örutíu hljómsveitir þátt í þeim í ár. Plaköt hafa verið gerð fyrir hverjar tilraunir síðan árið 2004. Þau hafa vakið mikla athygli enda birtast þau víða og eru mikið augnakonfekt. www musiktilraunir is www harpa is Músíktilraunir eru tónlistarhátíð sem stendur yfir í fimm daga, undanúrslit 2014 eru dagana 30. mars til 2. apríl í Norðurljósum í Hörpu. Úrslitin fara fram 5. apríl á sama stað. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á netinu og greiða þátttökugjald. Peningaverðlaun eru fyrir fyrstu þrjú sætin og svo fær fyrsta sætið að spila á hátíðinni Aldrei fór ég suður. Fyrstu tvö sætin hafa fengið að koma fram á Iceland Airwaves og svo verður eitt annað band valið til þess að spila á Iceland Airwaves í ár. Einnig eru efnilegustu/bestu hljóðfæraleikararnir valdir og vinsælasta hljómsveit meðal áhorfenda/ hlustenda kosin með símakosningu. Um Músíktilraunirnar NÝJASTA PLAKATIÐ Í hári persónunnar í ár er hljómsveitin Vök sem sigraði í Músíktilraunum í fyrra. Sigurvegarar tilraun- anna í ár fara svo í hár persónunnar á næsta ári. MYND/GUNNAR ÞÓR www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Tilboðið gildir 3. -6. apríl 2014 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM! ALLIR Í APPELSÍNUGULU CAROLINA HERRERA TASKA FRÁ M MISSONI KÁPA FRÁ CALVIN KLEIN KATE WINSLET LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.