Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 62
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar MIKIÐ var rætt um hrægamma í aðdrag- anda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FRAMBJÓÐENDUM Framsóknar- flokksins varð tíðrætt um hrægamm- ana sem rifu í sig kröfur föllnu bank- anna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vog- unarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fugla- líkingar. HRÆGAMMAR eru reyndar misskildir fuglar og nauðsynleg- ur hlekkur í hringrás lífsins. Lík- ing framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingar- orðin á dögunum þegar hann lýsti tækifær- unum sem felast í hlýnun jarðar. ÞAÐ er óþarfi að fjölyrða um hörmung- arnar sem eiga eftir að dynja á heimin- um vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungurs- neyðar. Ekki svona evrópskrar hungurs- neyðar sem skapast þegar vængirnir klár- ast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. NÚ þegar loftslagsbreytingar eru „tæki- færi“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heit- ustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rass- gatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð. Tækifærin í mansali Miðasala á: .................................................................................... . . . . . . . . . . . . ..... 100 / 100 NEW YORK TIMES FR- ÉTTABLAÐIÐ NOAH NOAH LÚXUS GRAND BUDAPEST HOTEL HNETURÁNIÐ 2D Ý Í ÍÆVINT RI HR. PBODYS SL. TAL 2D RIDE ALONG GRAND BUDAPEST HOTEL HNETURÁNIÐ 2D DEAD SNOW - RED VS DEAD ONE CHANCE SAVING MR. BANKS ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D NYMPHOMANIAC PART 1 OG PART 2 KL. 5 - 8 - 9 - 10.15 KL. 5 - 8 KL. 8 - 10.15 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 KL. 5.45 - 8 - 9 - 10.15 KL. 5.40 KL. 10.15 KL. 8 KL. 6 KL. 5.50 KL. 8 NOAH 6, 8, 9 HNETURÁNIÐ 2D 6 3 DAYS TO KILL 10:25 ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D 6 DALLAS BUYERS CLUB 8 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL. 18 ára aldurstakmark og ekkert hlé. Fyrir þá sem vilja enga truflun! Miðasala er hafin á eMiði.is ................................................................................................................................................................................................. ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR ZWEI LEBEN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Leikkonan Halle Berry fór í við- tal við Extra fyrir stuttu og deildi ýmsu skemmtilegu úr sínu einka- lífi. Talaði hún meðal annars um sinn heittelskaða, leikarann Oli- vier Martinez, og hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Revenge. „Ég er mjög stolt af honum. Mér finnst hann vera gómsætur.“ Halle og Olivier eignuðust soninn Maceo í október í fyrra en fyrir á Halle dótturina Nahla með fyrrverandi eiginmanni sínum, Gabriel Aubry. - lkg Hann er gómsætur HAMINGJUSÖM Halle á eitt barn með Olivier. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Retro Stefson Helgi Björnsson og stórsveit Vestfjarða Maus Mammút Grísalappalísa Tilbury Hermigervill Sigurvegarar Músíktilrauna 2014 Dj. Flugvél og geimskip Glymskrattinn Highlands Cell7 Contalgen Funeral Rhytmatic Markús and the Diversion Sessions Lón Kött grá pjé Þórunn Arna Kristjánsdóttir og búgíband Skúla mennska Dusty Miller Sólstafir Lína Langsokkur Hemúllinn Rúnar Þórisson Kaleo Snorri Helgason ➜ Listamenn sem koma fram í ár „Það verður svo sem engum flug- eldum skotið á loft en við höldum okkar stefnu og uppruna og lofum frábærri hátíð eins og undanfarin ár,“ segir Birna Jónasdóttir, rokk- stjóri Aldrei fór ég suður sem fram fer dagana 18. og 19. apríl næstkomandi, en hátíðin á tíu ára afmæli í ár. Í gær fór fram blaðamanna- fundur á Ísafirði þar sem ný atriði á hátíðinni voru kynnt en á meðal þess sem kynnt var í gær var Helgi Björnsson ásamt stórsveit Vest- fjarða, heimamaðurinn Guðmund- ur Magnús Kristjánsson, Muggi sem er pabbi Mugisons, og þá spila Snorri Helgason og Kaleo einnig á hátíðinni. Margir fleiri listamenn koma fram á hátíðinni í ár. „Við erum mjög spennt fyrir dagskránni sem liggur fyrir,“ segir Birna. „Þetta er vonandi í síðasta sinn sem hátíðin fer fram í Græna- garði, skemmu Gámaþjónustu Vestfjarða. Við erum að vinna í því að finna húsnæði til frambúðar. Það er ekki til hús sem er nægilega stórt og hentar hátíðinni, en við höfum hugsað út í uppblásið tjald sem er í raun eins og uppblásið hús því veggirnir eru allt að metri á þykkt, það væri þó einungis skammtíma- lausn,“ útskýrir Birna. Hátíðin hefur stækkað mikið á undanförnum árum og er að verða ein vinsælasta tónlistar- hátíð ársins hér á landi. „Það var gerð óformleg talning og þá var reiknað með að um 3.000 manns hefðu verið á svæðinu en það eru þó mjög óformlegir útreikningar,“ bætir Birna við. Styrktaraðilar hátíðarinnar eru Flugfélag Íslands, Landsbankinn, Orkusalan, Samskip og Orkubú Vestfjarða en stuðningurinn gerir að verkum að engan aðgangseyri þarf að greiða á hátíðina. Tónlistin mun duna föstudaginn 18. apríl og laugardaginn 19. apríl frá klukkan 18 til 24 í Grænagarði. Þá munu Kraumur – tónlistarsjóður og Aldrei fór ég suður bjóða upp á samræðugrundvöll tónlistarmanna og gesta um landslag tónlistar á Íslandi. Fara samræðurnar fram á milli 14 og 17 á föstudeginum. gunnarleo@frettabladid.is Tíu ára afmæli alþýðuhátíðar Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður stendur á tímamótum og heldur upp á tíu ára afmæli sitt í ár. Á blaða- mannafundi á Ísafi rði í gær voru ný atriði kynnt til sögunnar og stefnir í prýðishelgi í Skutulsfi rðinum. SKIPULEGGJENDURNIR Birna Jónasdóttir, rokkstjóri hátíðarinnar, Hálfdán Bjarki, reglugerðarfrömuður hátíðarinnar, Pétur Magnússon, eða fallegi smiðurinn, kynnir hátíðarinnar, og Kristján Freyr Halldórsson, listrænn ráðunautur hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMÚEL MYND/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.