Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 64
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins SPORT BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR. SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR. Mazda6 eru bestu kaupin í sínum flokki samkvæmt ritdómi Morgunblaðsins. Það ætti engan að undra því Mazda6 sameinar glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkum málmum sem létta bílinn. Eldsneytisnotkun SKYACTIV vélanna með sjálfskiptingu er einungis 4,8 l/100 km fyrir dísilvél og 6,0 l/100 km fyrir bensínvél. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Vissir þú að Mazda6 hefur þennan staðalbúnað? Snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi, 17” álfelgur, nálægðarskynjara, upplýsingasnertiskjá í mælaborði, hraðastilli (cruise) og regnskynjara í framrúðu. Komdu í reynsluakstur og gerðu samanburð. Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. HANDBOLTI Þórir Ólafsson segir að fjölmiðlafárið eftir fyrri leik sinna manna í Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu hafi lítil áhrif haft á leikmannahóp- inn. Sem kunnugt er gekk mikið á á milli þjálfara liðanna, þeirra Guðmundar Guðmundssonar hjá Löwen og Talants Dujshebaev, þjálfara Þóris hjá Kielce. „Við fengum frið til einbeita okkur að leiknum. Það var auð- vitað mikil umfjöllun um þetta en maður reyndi bara að útiloka það,“ sagði Þórir í samtali við Frétta- blaðið í gær. Hann er staddur hér á landi með landsliðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Austurríki um helgina. Mikil spenna var í síðari leik liðanna sem fór fram á mánudags- kvöld. Liðin voru jöfn að marka- tölu eftir báða leikina en Löwen komst áfram á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli. „Þetta mál vann ekki gegn okkur. Við spiluðum mjög vel í þessum leik en við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki stað- ið okkur betur í riðlakeppninni og fengið þar af leiðandi auðveldari andstæðing í 16 liða úrslitunum.“ Þórir segist vera ánægður með Dujshebaev sem þjálfara og kann vel við hann. „Hann er fínn kall – auðvitað mikill keppnismaður og blóðheitur, eins og flestir þjálfar- ar. Hann er fær þjálfari og ég er ánægður með að spila undir hans stjórn.“ Eins og áður hefur verið greint frá mun Þórir yfirgefa herbúðir Kielce í lok tímabilsins og óljóst hvað tekur við. Þórir er þó með nokkur járn í eldinum. „Ég er að vinna í þessum málum með mínum umboðsmanni. Mark- aðurinn fór ekki á hreyfingu fyrr en eftir að EM í Danmörku lauk,“ segir Þórir sem var lengi á mála hjá Lübbecke í Þýskalandi. Hann segist opinn fyrir því að snúa aftur í þýsku deildina. „Alveg eins. Það er allt opið.“ eirikur@frettabladid.is Fárið trufl aði okkur ekki Þórir Ólafsson segir að leikmenn pólska liðsins Kielce hafi ekki fundið fyrir þeirri rimmu sem Talant Dujsh- ebaev, þjálfari liðsins, átti við Guðmund Guðmundsson. Óvíst er hvað tekur við hjá Þóri næsta haust. Á ÆFINGU Þórir Ólafsson verst Gunnari Steini Jónssyni á æfingu landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KVENNA LOKAÚRSLIT, 2. LEIKUR HAUKAR - SNÆFELL 72-75 (26-37) Haukar: Lele Hardy 23/12 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15, Íris Sverrisdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henn- ingsdóttir 5/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 1. Snæfell: Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 30/4 frá- köst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 15/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 1/6 fráköst. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Snæfelli. MEISTARADEILD EVRÓPU 8-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKUR REAL MADRID - DORTMUND 3-0 1-0 Gareth Bale (3.), 2-0 Isco (27.), 3-0 Cristiano Ronaldo (57.). Liðin mætast aftur á þriðjudaginn í Dortmund. PSG - CHELSEA 3-1 1-0 Ezequiel Lavezzi (3.), 1-1 Eden Hazard, víti (27.), 2-1 David Luis, sjálfsmark (61.), Javier Pastore (90.+3). Liðin mætast aftur á þriðjudaginn í Lundúnum. FÓTBOLTI Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Dort- mund í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar í gærkvöldi. Gareth Bale, Isco og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk heima- manna en Ronaldo er nú búinn að skora 14 mörk í keppninni og nálgast metið sem yrði enn ein skrautfjöðrin í hatt Portúgalans. PSG gerði sér einnig lítið fyrir og vann Chelsea nokkuð örugglega, 3-1, á Prinsavöllum í París og er í mjög góðri stöðu fyrir seinni leikinn en Chelsea þarf að vinna hann á Brúnni 2-0 til að komast áfram. Þrátt fyrir slaka frammistöðu Zlatans Ibrahimovic var PSG í heildina betra liðið og þurfa strákarnir hans Mourinhos að gyrða sig í brók ætli þeir að komast í undanúrslit keppninnar. - tom Real Madrid og PSG í góðum málum KÖRFUBOLTI Snæfell komst í gærkvöldi í 2-0 í einvíginu gegn Haukum í loka- úrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í kvennaflokki. Snæfell vann Hauka á Ásvöllum í Hafnafirði í gærkvöldi, 75-72, í æsispenn- andi leik. Gestirnir úr Hólminum voru níu stigum yfir í byrjun síðasta leikhlutans en Haukarnir tóku mikinn sprett, skoruðu 21 stig gegn 11 og var leikurinn jafn, 72-72, þegar mínúta var eftir. Þá tók Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, til sinna ráða en eftir að Lele Hardy brenndi af þriggja stiga skoti fyrir Hauka skoraði Hildur hinum megin og fékk vítaskot að auki sem hún nýtti. Það reyndust síðustu stig leiksins en herforinginn Hildur skoraði í heildina 30 stig fyrir Hólmara. Liðin mætast næst í Stykkishólmi á sunnudagskvöldið en þar getur Snæfell verið með sópinn á lofti og tryggt sér þann stóra en þess ber að geta að liðið er enn að spila án hinnar bandarísku Chynnu Brown. - tom Hildur Sigurðardóttir var hetja Snæfells FRÁBÆR Hildur Sigurðardóttir átti stórleik fyrir Snæfell. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.