Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 11
LAUGARDAGUR 26. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11
MENNTUN Þráðlaust net verður
komið í alla leikskólana nítján í
Kópavogi í sumarlok. Þetta segir
Sigríður B. Tómasdóttir, almanna-
tengill Kópavogsbæjar. Fjóla Þor-
valdsdóttir, varaformaður Félags
leikskólakennara og sérkennslu-
stjóri í leikskóla í Kópavogi, hefur
lýst því yfir að ekki sé hægt að nota
efni Námsgagnastofnunar með
íslensku efni fyrir spjaldtölvur
vegna skorts á þráðlausu neti í leik-
skólunum þar.
Sigríður segir að fyrsta áfanga
í uppsetningu
þráðlauss nets
verði lokið í
sumar. „Það verð-
ur komið þráð-
laust net í alla
leikskólana í lok
sumars en ein-
hver svæði inni á
leikskólunum eða
deildir verða án
þráðlauss nets. Á næsta ári verður
svo lokið við að setja upp þráðlaust
net alls staðar í leikskólana.“
Allar deildir í leikskólunum nítján
fá einnig í sumar ný tæki að eigin
vali, spjaldtölvu, fartölvu eða borð-
tölvu. „Leikskólunum hefur þegar
verið sent bréf um að þessi tæki
standi til boða. Þetta eru um 100
tæki sem Kópavogsbær kaupir
handa leikskólunum. Þess má geta
að mjög margir hafa ákveðið að
velja spjaldtölvur inn á deildirnar
hjá sér og bærinn hefur staðið fyrir
námskeiðum í notkun spjaldtölvu í
kennslu í leikskólum og mun halda
fleiri námskeið í haust.“ - ibs
Fyrsta áfanga þráðlauss nets í leikskólum Kópavogs lýkur í sumar:
Þráðlaust net og 100 ný tæki
SIGRÍÐUR B.
TÓMASDÓTTIR
DANMÖRK Hjálparstarf kirkj-
unnar í Danmörku tekur við
fjárframlögum í rafræna gjald-
miðlinum bitcoin. Þetta þykir
mörgum sérfræð-
ingum skjóta
skökku við þar
sem gjaldmið-
illinn hefur
verið settur
í samhengi
við viðskipti
með fíkniefni
og vopn, að því er
segir á vef Kristilega dagblaðs-
ins.
Haft er eftir hagfræðiprófess-
ornum Christen Sørensen að
vitað sé að gjaldmiðillinn bitcoin
hafi verið notaður til að þvætta
peninga víða um heim og að eng-
inn viti hver standi á bak við
hann. - ibs
Danska kirkjan tæknivæðist:
Vill bitcoin í
hjálparstarfið
VIÐSKIPTI Fyrirtækið Apple hefur
lagt fram einkaleyfi á sjálfvirku
kerfi, sem lokar fyrir ýmsa notk-
unarmöguleika snjallsíma þegar
eigendur þeirra eru að keyra.
Kerfinu er ætlað að skynja
hvenær eigandi þess er að keyra,
með skynjurum eða með því að
tengjast bílnum. Þegar öku-
maður skrifar skilaboð í akstri
minnkar viðbragðstími hans um
35 prósent og er hann því mun
líklegri til að valda árekstri.
Þá hefur þriðjungur ökumanna
í Bretlandi viðurkennt að hafa
skrifað eða lesið SMS við akstur.
- skó
Apple vill fækka árekstrum:
Lokað á SMS
við keyrslu
IPHONE-SNJALLSÍMINN Apple vill
meina ökumönnum að skrifa og senda
smáskilaboð meðan á keyrslu stendur.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VIÐSKIPTI
MS undir 5% í Nokia
Eignarhlutur Microsoft í finnska
tæknifyrirtækinu Nokia hefur farið
niður fyrir fimm prósent, að því er
fram kemur í tilkynningu til Nasdaq
OMX-kauphallarinnar í Finnlandi.
Breytingin er í tengslum við innlausn
á breytanlegum skuldabréfum við lok
sölu á öllum tækja- og þjónustuhluta
Nokia til Microsoft. Skuldabréfin
hljóðuðu upp á 1,5 milljarða evra og
voru gefin út í þrennu lagi.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum var um miðja vikuna kölluð
til aðstoðar í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, vegna konu á þrítugsaldri
sem hafði verið til vandræða um
borð í flugvél WOW air.
Konan, sem var drukkin, hafði
meðal annars reykt inni á salerni
vélarinnar með þeim afleiðingum að
viðvörunarkerfi fór í gang. Engan
árangur bar að ræða við hana svo
hún yrði til friðs í vélinni. Við komu
til Keflavíkur tók lögregla við
henni. - skó
VIÐ LEIFSSTÖÐ Drukkinn ferðamaður sá
eftir slæmri hegðan í flugvél þegar lögregla
ræddi við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Drukkin kona tók ekki tiltali í ferð með Wow:
Reykti á salerninu
LÆKKUN HÚSNÆÐISLÁNA
OG VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR
Fræðslufundur í Arion banka, Borgartúni 19,
mánudaginn 28. apríl kl. 12.
Á fundinum verður farið yfir fyrirhugaðar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar til höfuðstólslækkunar húsnæðislána. Auk
þess verða kostir viðbótarlífeyrissparnaðar kynntir.
Aðgerðirnar skiptast í þrennt:
· Niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána
eða með sérstökum persónuafslætti.
· Skattfrjálsa greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn
á höfuðstól húsnæðislána.
· Skattfrjálsa greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar upp
í útborgun á íbúð.
Fyrirlesari er Snædís Ögn Flosadóttir, sérfræðingur
á eignastýringarsviði Arion banka.
Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund.
Kaffiveitingar í boði.
Allir velkomnir – skráning á arionbanki.is