Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 22
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Hlédís Sveinsdóttir birti á dögunum opið bréf til afskiptalausra feðra sem vakið hefur verð-skuldaða athygli. Bréf-ið er skrifað af því til-
efni að í þrjú ár hefur Hlédís reynt
að setja sig í spor þeirra sem ekki
kæra sig um börn sín. Hún á þriggja
ára stúlku, Sveindísi, sem hún elur
upp án afskipta föður stúlkunnar.
„Mér finnst betra að tala opin-
skátt um málin. Þannig afgreiði ég
hlutina betur,“ segir Hlédís. „Ég er
búin að fá svo gígantísk viðbrögð
við bréfinu, pósthólfið er fullt og öll
skilaboðin falleg. Ég hef verið að fá
skilaboð frá alls konar fólki, pöbb-
um og mömmum, öfum og ömmum.
Ég átti ekki von á því. Ég held að
þetta sé í alvörunni tabú sem sam-
félagið þarf að takast á við. Málið
snertir alveg innsta þráðinn hjá svo
mörgum og það er erfitt að tala um
þetta.“
Ekki skipulagt í Excel
Hlédís rak ísbúð í Reykjavík þegar
Sveindís kom undir. Þegar hún til-
kynnti föðurnum um þungunina
sagðist hann ekki ætla að koma að
uppeldi dóttur sinnar að neinu leyti,
„Mér leið eins og ef það væri eitt-
hvert vit í heiminum þá ætti hann að
vera óléttur. Misskiptingin var svo
augljós. Mér leið eins og valið væri
um að deyða fóstur eða særa fjöl-
skyldu hans helsári. Fóstureyðing er
ekki alltaf sjálfsagt val, þetta er ekki
eins og að fjarlægja grunsamlegan
fæðingarblett. Líkamlega er þetta
reyndar oftast ekki mikil aðgerð,
en það er bara svo miklu meira sem
spilar inn í. Ég er ekki viss um að
feður geti sett sig fullkomlega í spor
mæðra þarna.“ Hún segist vilja vera
heiðarleg við dóttur sína og sýna
henni að hún barðist fyrir hana,
„Okkar fortíð er ekkert verri fyrir
vikið þó ég hafi ekki ætlað mér að
eiga hana. Hún er alveg jafn dásam-
leg og allra þeirra sem voru komnir
með Excel-skjal og vögguna tilbúna.
Sveindís er dásamleg og mig skortir
orð yfir því hvað ég er þakklát fyrir
að eiga akkúrat þetta fallega og vel
gerða barn.“
Dóttirin hætt komin í fæðingu
Fæðing Sveindísar gekk vægast
sagt illa, „Hún dó í raun tuttugu
mínútum áður en hún fæddist. Ég
var sett af stað og það var staðið
illa að því. Þetta var skelfileg fæð-
ing, það voru rúmlega 20 sekúnd-
ur á milli hríða og mikil oförvun í
legi. Hún fæðist klukkan hálf sjö um
kvöldið en frá ellefu um morguninn
var þetta orðið ógeðslegt, ég var
hætt að geta talað og svona. Það er
ótrúlegt að hún hafi fæðst lifandi.“
Sveindís hlaut frumudauða í heila
við fæðinguna en það er kraftaverki
líkast hve vel henni gengur í dag.
„Þarna var hún heilalömuð í kassa
og ég var í miðju sorgarferli. Ég var
nýbúin að sjá ljótar myndir af heil-
anum í henni og var bara búin að
ákveða að þetta gæti ekki farið vel.“
Bowen var óundirbúið kraftaverk
„Vinkona mín er bowen-tæknir og
var búin að lofa að koma og gera
á henni bowen þegar hún fædd-
ist. Hún kom ekki til að gera neitt
kraftaverk. Þegar hún er búin fer ég
fram til að kveðja hana í aðstand-
endaherberginu. Þegar ég kem
aftur inn var Sveindís búin að rífa
úr sér sonduna og var öll á iði. Mín
fyrstu viðbrögð voru að það væri
búið að færa barnið og þetta væri
annað sem væri komið í staðinn.“
Hlédís trúði ekki að dóttir hennar
væri vöknuð, „Ég byrjaði að vera
reið því ég hélt að læknarnir hefðu
gefið henni adrenalín til að koma
henni af stað. Þeir skildu heldur
ekkert í þessu. Ég fattaði einhvern
veginn ekki að gleðjast yfir þessu
fyrr en ég segi við læknana: „Vin-
kona mín var hérna að gera bowen,“
og þeir bara: „Af hverju sagðirðu
það ekki?“ Hún segir að læknar og
ljósmæður hafi verið jákvæð gagn-
vart óhefðbundnu lækningunum.
„Læknar og lyf björguðu lífi henn-
ar en lífsgæði hennar á ég að þakka
bowen-tækni og höfuðbeina- og
spjaldhryggsjöfnun. Ég ætla ekki að
segja að þetta sé einhver alheims-
lækning en svo virðist sem þessi
tækni virki rosalega vel á lítil börn.“
Fyrirmyndar afi og amma
Föðurforeldrar og föðursystkini
Sveindísar hafa ekki leitað eftir því
að umgangast stúlkuna. Ömmusyst-
ir Sveindísar hafði þó óvænt sam-
band fljótlega eftir að hún fædd-
ist. „Þegar hún var pínulítil fékk
ég Facebook-skilaboð frá konu sem
heitir Guðný Stefánsdóttir og var
úti í Kúala Lúmpúr, það var fyrsti
ættingi Sveindísar föðurmegin
sem setti sig í samband við okkur.“
Hún segir bréfið hafa verið fallegt
og á réttum forsendum. Guðný
sagðist hafa heyrt af tilvist frænku
sinnar, slysinu í fæðingu og vissi
forsendur föður hennar. „Það
finnst mér svo ótrúlega heilbrigð
og falleg nálgun,“ segir Hlédís.
„Ég þurfti ekkert meira en ósk um
velfarnað henni til handa og að hún
væri boðin velkomin í heiminn. Ég
var ekkert að fara fram á flugelda-
sýningu og var alveg meðvituð um
að forsendur væru ekki bara sárar
fyrir mig.“ Á milli Sveindísar og
ættingja hennar hefur því mynd-
ast fallegt ömmu- og afasamband
„Guðný amma og Aggi afi, auk fjöl-
skyldu þeirra, stigu fram og buðu
dóttir minni ást og umhyggju skil-
yrðislaust. Þarna mættu fleiri
taka sér þau til fyrirmyndar. Þau
eru svo ástrík og umhyggjusöm og
sambandið þeirra á milli er gegn-
heilt og fallegt. Ég get ímyndað
mér að blóðafi hennar og amma
séu þakklát fyrir að aðrir hafi stig-
ið inn í þeirra hlutverk á meðan
þeim finnst þau ekki hafa rými
fyrir hana í sínu lífi.“
Spyr stundum um pabba
Sveindís litla fór fljótlega að for-
vitnast um pabba sinn þrátt fyrir að
vera alin upp án föðurímyndar,
„Ég var búin að ímynda mér að
hún myndi byrja að spyrja svona
níu ára og þá væri ég með rúll-
urnar í hárinu og sjerríglas í ann-
arri og myndi segja: „Hei, elskan,
það er nú soldið sem ég þarf að
segja þér,“ en svo var baba fyrsta
orðið sem hún sagði. Ótrúlega
magnað. Ég gat ekki annað en
hugsað: „Þú hefur kaldhæðnina
frá mömmu þinni.“
Fjölskyldu Sveindísar hefur
alltaf staðið til boða að nálgast
hana. „Ég hef kyngt bílförmum
af stolti og valdi að gera það frá
degi eitt. Ég vildi gera þetta á vit-
rænan hátt í ömurlegum aðstæð-
um. Þetta snýst ekki um mig eða
hann og þetta er svo einfalt ef
fólk heldur fókus. Hagsmunir
barnsins hljóta að skipta mestu
máli.“
jöfnuður á milli foreldra
Hlédís skrifaði opna bréfið til
afskiptalausu feðranna til að opna á
umræðu í samfélaginu, „Þetta bréf
sem ég skrifa er ekki til barnsföður
míns heldur til samfélagsins.“ Hún
segir að fólk verði að setja eigin til-
finningar á ís þegar börn eru ann-
ars vegar og leyfa þeim að njóta
vafans, „Þegar barn er komið undir
þýðir ekkert að vera með einhverjar
ásakanir. Þá skiptir engu máli hver
klúðraði pillunni eða hver var með
ónýtan smokk. Og í rauninni heldur
ekki hver sagði ekki að hann væri
giftur. Það eina sem skiptir máli er
þetta litla barn.“
Hún segir að kerfið sé líka ósann-
gjarnt fyrir feður sem gjarnan vilja
eiga í samskiptum við börn sín en
verða fyrir tálmunum af hendi
móður. „Kerfið stendur ekki með
feðrum heldur eins og varðandi
lögheimilið. Af hverju er ekki
bara hægt að skipta því jafnt?
Mér finnst ótrúlega mikið um það
að fólk láti reiði sín á milli bitna
á barninu.“ Hlédís segist skilja að
feður upplifi líka ranglæti þegar
barn kemur undir við óheppilegar
aðstæður, „Það sem þeir kannski
átta sig ekki á er að margar
mæður upplifa það líka. Okkur
líður ekkert eins og við höfum
val. Eiga feður að geta fríað
sig ábyrgð á barni og meðlags-
greiðslum ef þeir vilja að móð-
irin fari í fóstureyðingu? Þetta
eru spurningar sem hver og einn
verður að svara fyrir sig. Þetta er
ekkert einfalt eða auðvelt, en það
er lífið ekki heldur – og á ekkert
að vera það.“
Með gullpálmann í höndunum
Hlédís og Sveindís búa í litlu húsi
á Akranesi en Hlédís segir að leik-
skólinn þar hugsi sérstaklega vel
um dóttur sína, „Ég vona bara að
hún verði hamingjusöm og ég held
að það sé það sem allir foreldrar
óski sér. Ég get ekki komið orðum
að því hvað mér finnst ég vera lán-
söm. Mér fannst ég vera send með
hana til heljar en svo á ég barn sem
var að koma úr skíðaferðalagi. Ég
get ekki kvartað.“
Hlédís er þakklát fyrir þann
stuðning sem hún hefur fengið
en líka fyrir þá ást sem hún ber
til Sveindísar. „Sveindísi skort-
ir nákvæmlega ekki neitt. Hún á
dásamlegt tengslanet en mig lang-
ar samt til að samfélagið geti orðið
betra. Ég held að svona hunsun sé
ekki til þess fallin að auka ham-
ingju samfélagsins.“ Hún og dóttir
hennar eru báðar með sama keppn-
isskapið. „Mér þótti bara vænna og
vænna um kúluna eftir því sem bar-
áttan varð meiri og ég hertist upp.
Mér leið eins og ég væri að berjast
fyrir henni frá upphafi. Það þyrfti
ekki að virkja Kárahnjúka ef það
væri hægt að virkja foreldrahorm-
ónið. Þetta er sterkasta afl sem er
til. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að
hafa fengið þá tilfinningu því ég
held að hún sé ekki sjálfgefin og sér-
staklega ekki í þessari stöðu,“ segir
Hlédís að lokum.
Berst af krafti fyrir dóttur sína
Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að
vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu.
➜ 29 faðernismál fóru fyrir
dóm á landinu árið 2013.
Ekki hafði tekist að leysa þau
mál hjá sýslumanni.
SAMRÝNDAR MÆÐGUR
Hlédís er þakklát fyrir dóttur
sína í dag og þann stuðning
sem þær mæðgur hafa fengið.
MYND/ÚR EINKASAFNI
➜ Faðernismál sem af-
greidd voru hjá Sýslu-
manni í Reykjavík:
Í þessum tilfellum eru foreldrar ekki
í sambúð og faðir þarf þá að skrifa
undir faðernisviðurkenningu hjá
sýslumanni. Móður er samkvæmt
lögum skylt að feðra barn.
Snærós
Sindradóttir
snaeros@frettabladid.is
309
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
239
175
258
129