Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 26

Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 26
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR FJARÐABYGGÐ Aðferðafræðin Hringt var í 755 manns þar til náðist í 607 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 23. apríl. Svarhlutfallið var 80,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 61,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. - bj Fjarðabyggð er sameinað sveitarfé- lag nokkurra þéttbýlisstaða á Aust- fjörðum; Neskaupstaðar, Eskifjarð- ar, Reyðarfiarðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Í sveitarfélaginu bjuggu 4.675 íbúar í upphafi árs og á kjörskrá í komandi sveitarstjórn- arkosningum verða 3.362. Fjöldi íbúa síðustu ár fór hæst upp í rúm 5.700 árið 2007, þegar framkvæmdir stóðu sem hæst við uppbyggingu álverksmiðju Alcoa á Reyðarfirði. Síðan þá hefur íbúa- fjöldi náð jafnvægi og sjást merki þess að íbúum fjölgi jafnt og þétt í Fjarðabyggð. Þrír flokkar eiga sæti í bæjar- stjórn Fjarðabyggðar. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn mynda sex manna meirihluta gegn þremur fulltrúum Fjarðalist- ans. Þessi framboð bjóða ein fram aftur og ekki eru líkur á því að nýtt framboð skerist í leikinn á síðustu metrunum. Ekki er breyting á odd- vitum framboðanna. Elvar Jónsson, Jens Garðar Helgason og Jón Björn Hákonarson leiða aftur sína lista. Meirihlutinn heldur velli Flokkarnir þrír fá allir þrjá menn kjörna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Í síð- ustu kosningum fengu Sjálfstæð- ismenn fjóra menn, Fjarðalistinn þrjá og Framsókn tvo. Fjórði maður Sjálfstæðisflokksins flyst því yfir á Framsóknarflokkinn og meirihlut- inn heldur velli samkvæmt skoð- anakönnuninni. Samkvæmt könnuninni eru öll framboðin nánast jafnstór. Fimm karlar og fjórar konur taka sæti í nýrri bæjarstjórn verði þetta niður- stöður kosninga. Lækkun skulda gengið vel Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur að mörgu leyti gengið vel í Fjarðabyggð. Skuldir sveitarfélags- ins voru miklar í upphafi kjörtíma- bilsins og einhentu flokkarnir sér í sameiningu við að ná niður skuld- um. Meirihluti og minnihluti hafa unnið saman að því markmiði og árangurinn eftir því. Í byrjun árs 2014 hefur skuldaviðmið Fjarða- byggðar komist niður í 167% en árið 2011 var skuldaviðmiðið rúm- lega 220%. Allir flokkar hafa lagst á eitt við lækkun skulda. Lykilþátturinn hafi verið pólitískur stöðugleiki í bæjarstjórn þar sem minnihlutinn hafi ekki staðið á móti þessu verk- efni heldur þvert á móti lagt sín lóð á vogarskálarnar. Vegstæði og strætó Þótt samvinna allra flokka hafi að mestu gengið vel eru oddvitar allra framboða á því að um tvennt hafi ekki ríkt eining í bæjarstjórn. Það fyrra varðar almenningssamgöng- ur innan sveitarfélagsins og gjald- skrá þess efnis. Minnihlutinn lagði ríka áherslu á að allt sveitarfélagið væri eitt gjaldsvæði. Raunin er sú að íbúar greiða ólíkt gjald eftir því hvar þeir búa innan sveitarfélags- ins. Flokkarnir tókust á hvað þetta varðar og vildi minnihlutinn meina að þarna væri um grófa mismunun að ræða eftir búsetu. Þessari gagn- rýni hafnaði meirihlutinn á sínum tíma og benti á það mikla framfara- skref að hafa komið á almennings- samgöngum innan sveitarfélagsins. Það síðara sem oddvitar eru sam- mála um að hafi ekki verið samein- ing um, er vegalagning við nýjan átta deilda leikskóla í Neskaupstað. Minnihlutinn lagði áherslu á að færa veginn niður fyrir leikskólann þannig að hann myndi ekki liggja milli leikskóla og grunnskóla. Málið væri í senn öryggismál og skólamál þar sem meiri samlegð gæfist með því að hafa ekki veg á milli bygg- inganna. Meirihlutinn taldi ekki vera fjármagn til þess að færa veginn niður fyrir leikskólann og einnig að pláss væri ekki til staðar. Skuldalækkun stóra málið Að mati Jens Garðars Helgasonar, oddvita Sjálfstæðismanna, verður áframhaldandi aðhald í rekstri og lækkun skulda stóra málið í kom- andi kosningum. „Mikill árangur hefur náðst í lækkun skulda og það verkefni mun halda áfram á næsta kjörtímabili. Nú hefur kannski gef- ist ákveðið svigrúm til gjaldlækk- ana og framkvæmda á vegum sveit- arfélagsins. Þegar bæjarsjóður er ekki ofhaldinn af peningum eru hlutir sem sitja á hakanum. Viðhald vega er til að mynda verkefni sem þarf að einhenda sér í.“ Um skipulag við nýjan átta deilda leikskóla í Neskaupstað segir Jens Garðar að forgangsmálið hafi verið það að koma á átta deilda leikskóla. Ekki hafi verið svigrúm innan fjárhagsramma að færa veg- inn. Elvar Jónsson, oddviti minni- hlutans í Fjarðalistanum, segist vona að kosningabaráttan muni snúast um félags-, fræðslu- og hús- næðismál. „Fjarðalistinn er félags- hyggjuafl, óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Við viljum tryggja félagslegt réttlæti. Úrræða er þörf í félagsmálum almennt í sveitarfé- laginu.“ Elvar segir það lykilatriði að íbúum sveitarfélagsins sé ekki mismunað. „Afstaða Fjarðalistans er skýr í þeim efnum. Allir íbúar sveitarfélagsins eiga að sitja við sama borð þegar kemur að gjald- töku fyrir almenningssamgöngur. Kjósendur sem eru ósáttir hljóta að horfa til þess að tryggja þeim fulltrúum aukið vægi í bæjar- stjórn sem hafa talað skýrt í þess- um efnum.“ Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins, telur að árangur meirihlutans hvað varð- ar lækkun skulda á kjörtímabilinu verði kjósendum ofarlega í huga þegar gengið er að kjörborðinu. „Stóra málið verður áfram- haldandi aðhald í rekstri sveitar- félagsins. Bæjarsjóður stendur orðið ágætlega en áframhaldandi aðhalds er þörf. Öryggi vegfar- enda á leið milli þéttbýlisstaða innan sveitarfélagsins verður eitt af stóru málunum, svokallaður Suðurfjarðarvegur er stórhættu- legur og úrbóta er þörf.“ Framboðin jafnstór í Fjarðabyggð Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks heldur velli í Fjarðabyggð samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Mikill árangur í lækkun skulda. Almenningssamgöngur og vegstæði við nýjan leikskóla í Neskaupstað eru helstu ágreiningsefni. Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Framboðin þrjú sem bjóða fram í Fjarðabyggð fengju þrjá bæjarfulltrúa hvert yrði gengið til kosninga nú sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni frá því sem nú er á kostnað Sjálf- stæðisflokksins, en Fjarðalistinn myndi halda sínum hlut samkvæmt könnuninni. Samkvæmt könnuninni tapar Sjálfstæðis- flokkurinn talsverðu fylgi frá kosning- unum 2010 þegar 40,3 prósent greiddu honum atkvæði. Flokkurinn nýtur engu að síður mests fylgis af framboðunum þremur, og fengi 32,5 prósent atkvæða. Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist lítillega, og fengi hann 31,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni. Fjarðalistinn tapar fylgi, og fengi 28,7 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Aðrir flokkar hafa ekki boðað fram- boð í Fjarðabyggð, og því vekur athygli að 7,1 prósent þátttakenda í könnun Fréttablaðsins segist ætla að kjósa annan flokk. Frjálsir með Framsókn Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðalistinn FRAMBOÐSLISTAR Í FJARÐABYGGÐ D SjálfstæðisflokkurinnB Framsóknarflokkurinn 1. sæti Elvar Jónsson skólameistari í Nes- kaupstað 2. sæti Eydís Ás- björnsdóttir hársnyrti- meistari á Eskifirði 3. sæti Esther Ösp Gunnarsdóttir kynningarstjóri á Reyðarfirði 4. sæti Einar Már Sigurðarson skólastj. og fyrrv. alþ.m. í Neskaup- stað og á Fáskrúðsfirði 1. sæti Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Norð- firði 2. sæti Eiður Ragnars- son viðskiptafullrúi, Reyðarfirði 3. sæti Pálína Margeirsdóttir verslunarmaður, Reyðarfirði 4. sæti Hulda Sigrún Guðmunds- dóttir skólaliði, Fáskrúðsfirði 1. sæti Jens Garðar Helgason bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Fiskimiða. 2. sæti Valdimar O. Hermannsson bæjar- fulltrúi og rekstrarstjóri HSA. 3. sæti Kristín Gestsdóttir ráðgjafi innkaupa hjá Alcoa Fjarðaáli. 4. sæti Dýrunn Pála Skaftadóttir stöðvarstjóri Olís. L Fjarðarlistinn Páll Björgvin Guðmundsson, sem ráðinn var bæjarstjóri Fjarðabyggðar eftir sveitar- stjórnarkosningar 2010, hefur hug á að halda áfram störfum fyrir sveitarfélagið. „Sé um það almenn sátt innan nýrrar bæjarstjórnar er ég jákvæður fyrir því að sinna áfram starfi bæjarstjóra. Samskiptin við núverandi bæjarstjórn, bæði meiri- og minnihluta, hafa verið góð og árangur í rekstri og í verkefnum á vettvangi sveitarfélags- ins verið mikill,“ segir Páll Björgvin. ➜ Páll vonast eftir endurráðningu Kosningar árið 2010 28,4% 40,6% 31,1% 31,7% 32,5% 28,7% vik mö rk 3 ,9% 3,8% 3,9 % Könnun 12. mars 2014 Fjöldi bæjarfulltrúa ➜ Ef gengið yrði til kosninga nú myndu bæjarfulltrúarnir skiptast jafnt PÁLL BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður FYLGI FLOKKANNA Í DAG 3.362 á kjörskrá ÁRIÐ 2010 4.641 bjuggu í Fjarðabyggð Í DAG 4.675 búa í Fjarðabyggð ÁRIÐ 2010 230% Skuldaviðmið ÁRIÐ 2014 170% Skuldaviðmið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.