Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 30
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30
➜ Ástarsaga
Telja má mjög sennilegt að
Megas hafi haft harmleikinn í
Rauðhólum í huga þegar hann
samdi lagið Ástarsögu sem var
eitt laga plötunnar Loftmyndar
sem kom út árið 1987:
Við héldum af stað eftir
Hringbraut
það var hlýtt og glampandi sól
og allir búnir sínu besta skarti
i borginni sem mig ó1
liljuhvít var höndin hennar
sem hélt ég svo þétt um
og útúr borginni flýttum við för
og framhjá Árbænum.
Rétt fyrir utan Reykjavík
við Rauðhóla gerðum við töf
og hún renndi þar sjónum sínum
hún sá þar var nýtekin gröf
hún fleygði sér í fang mér
ég fann hún skalf eins og strá
ég óttast sagði hún: ástin mín
ég óttast það sem ég sá.
Hún fleygði sér felmtri slegin
í fang mitt og sagði milt:
ég hrœðist svo að þú hafir
í hyggju að gera mér illt
þú átt kollgátuna kvað ég við
nú er komin þín hinsta stund
í gröfinni atarna sem gróf ég í nótt
verður gott að fá sér blund
Vendipunktur varð í lífi Halldóru Ástvalds-dóttur árið 1972. Þá kynntist hún ungum manni, Einari. Hall-dóra og Einar opin-
beruðu trúlofunina ári síðar og
1974 komu þau sér fyrir í íbúð
við Njálsgötu. Vorið 1976 leigðu
þau íbúðina út, héldu á vit ævin-
týranna, og fluttust til Svíþjóðar.
Sumarið 1977 komu Halldóra og
Einar í sumarfrí hingað til lands.
Faðir Halldóru varð var við að
ekki væri allt með felldu í sam-
búð unga fólksins. Móðir hennar
sagði fyrir dómi að Halldóra hefði
verið búin að fá nóg af Einari og
hafi ákveðið að slíta trúlofun-
inni skömmu eftir heimkomuna.
Einar hélt því einn aftur til Sví-
þjóðar. Þegar hann áttaði sig á því
að Halldóra kæmi ekki aftur út
til sín ók hann bifreið þeirra frá
Svíþjóð til Bergen og tók sér far
með bílferjunni Smyrli til Seyðis-
fjarðar laugardaginn 13. ágúst
1977. Þegar Halldóra frétti að
Einar væri væntanlegur til lands-
ins sótti að henni mikill kvíði og
hún gisti hjá vinkonu sinni. Þegar
Einar kom til Reykjavíkur daginn
eftir sótti hann stíft að Halldóru
og vildi ræða um sambandsslitin.
Halldóra hafði ráðið sig til vinnu í
Nesti við Háaleitisbraut og mætti
Einar þangað. Þar spurði hann
hana hvenær vinnu lyki og svar-
aði hún að það væri um klukkan
23.30 en bætti við: „Já, en þú sefur
ekki hjá mér í nótt.“ Einar gisti því
hjá foreldrum sínum um nóttina.
Næsta dag fyrir hádegi tók hann
rússneskan riffil, sem hann átti
geymdan í skáp í íbúð foreldra
sinna, og kom honum fyrir í bifreið
sinni ásamt pakka með skotum. Í
bifreiðinni hafði Einar meðferðis
talsvert af fatnaði sem Halldóra
átti og með þetta fór hann upp á
Vatnsendahæð og fleygði því þar
í lækjarfarveg. Eftir að því var
lokið keyrði Einar niður í Austur-
ver og sótti Halldóru í vinnuna.
Halldóra settist upp í bílinn og var
stefnan tekin út úr bænum og upp
í Rauðhóla. Þar reyndi Einar að
ræða við Halldóru um sambandið
en hún vildi lítið um það tala.
Einar fór út úr bílnum, tók riffil-
inn upp og hleypti af fjórum skot-
um á Halldóru. Eftir voðaverkið
tók hann rakvélarblað sem hann
hafði meðferðis og skar sig á púls.
Að auki tók hann riffilinn, beindi
honum að brjósti sér og hleypti af.
Þegar lögregla og sjúkralið komu
á vettvang var Halldóra látin og
Einar særður við hlið hennar.
Einar lifði af og í yfirheyrslu um
kvöldið sagðist hann hafa tekið
riffilinn og hlaðið hann með þeim
ásetningi að svipta Halldóru lífi.
Hann hafi fengið Halldóru í öku-
ferðina til að ræða við hana en gert
sér ljóst að það væri ekki til neins
og því ætlað að drepa þau bæði.
Í Sakadómi Reykjavíkur taldist
Einar sakhæfur og var dæmdur í 16
ára fangelsi. Hæstiréttur mildaði
dóminn um tvö ár og því hlaut hann
á endanum 14 ára fangelsisdóm.
Saga Halldóru verður umfjöll-
unarefni fyrsta þáttar af Íslensk-
um ástríðuglæpum á Stöð 2 annað
kvöld klukkan 21.25. Hún var 22
ára þegar hún lést. Dauði hennar
hafði mikil áhrif á fjölskyldu henn-
ar og vini. Ásdís, systir Halldóru,
verður viðmælandi í þættinum og
hún segir mikilvægt að saga henn-
ar sé sögð. Hún segir að þrátt fyrir
að 37 ár séu síðan harmleikurinn
átti sér stað eigi sagan vel við í dag
því kúgun, ofríki og hótanir eigi að
taka alvarlega.
Harmleikur í Rauðhólum
Sumarið 1972 tókust ástir með tveimur 17 ára íslenskum unglingum. Trúlofunin var opinberuð
tæpu ári síðar. Eftir því sem á leið fór fjölskylda konunnar að verða vör við ofríki mannsins en
endalok sambandsins gat enginn séð fyrir. Þessi saga verður sögð á Stöð 2 annað kvöld.
Á VETTVANGI Lögreglumenn rannsaka Peugeot-bifreiðina sem Halldóra Ástvaldsdóttir var myrt í á afleggjaranum að Rauðhólum. Myndin birtist í Dagblaðinu.
1972
Halldóra og
Einar kynnast.
1973
Trúlofunin
opinberuð.
1976
Flytja saman
til Svíþjóðar.
1977 | JÚLÍ
Einar og Halldóra
koma saman
til Íslands í
heimsókn.
1977 | 31. JÚLÍ
Einar fer einn
til Svíþjóðar.
1977 | 13. ÁGÚST
Einar kemur til
Seyðisfjarðar
með Smyrli frá
Bergen.
1977 | 15. ÁGÚST
Einar banar
Halldóru með
rússneskum riffli
í Rauðhólum. HALLDÓRA OG EINAR