Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 26.04.2014, Qupperneq 32
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Margir hafa komið að máli við mig … reyndar ekki til að biðja mig að gerast odd-viti Framsóknarflokksins í Reykjavík, enda færi það líklega aldrei vel, en svo ég segi nú alveg satt og rétt frá, þá eru það í rauninni aðeins tveir sem hafa komið að máli við mig, en tveir eru þó alltaf tveir, og þeir höfðu báðir hina sömu ósk fram að færa: „Er nú ekki kominn tími til að skrifa um Herúlakenninguna?“ Og jú, hér er þá kominn tími til að skrifa um Herúlakenninguna, enda er hún ein hin skemmtilegasta af alltof fáum „alternatív“ kenningum um íslenska sögu. Slíkar kenn- ingar ganga í berhögg við viðtekna sögu- lega vitund og þekkingu, og eru oftast meir og minna úr lausu lofti gripnar, en geta þó – þegar best lætur – varpað nýju og frumlegu ljósi á það sem við teljum okkur vita um fortíðina. Norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl var sérfræðingur í slíkum „alternatívum“ söguskýringum um tengsl og uppruna þjóða í fornöld, og þótt kenn- ingar Heyerdahls hafi flestallar (svo ég viti til) reynst fleipur eitt, þá voru þær skemmtilegar og hugkvæmar og sýndu hvernig hugsa mátti hlutina upp á nýtt. Og Herúlakenningin er eða var slík „alternatív“ söguskýring um uppruna Íslendinga. Því er sjálfsagt að láta það eftir mönnunum tveimur að fara hér fáeinum orðum um Herúlakenninguna, en að einhverju leyti hlýt ég að styðjast við mjög stytta útgáfu af fyrri skrifum mínum um efnið í Sögunni allri frá því fyrir sjö árum. Það var Barði Guðmundsson, sagn- fræðingur, þjóðskjalavörður og um tíma alþingismaður, sem setti fram Herúla- kenninguna. Hann fjallaði um hana stutt- lega í ýmsum skrifum sínum gegnum árin en síðan birtist hún í öllu sínu veldi í bók- inni Uppruni Íslendinga sem kom út 1959, tveimur árum eftir andlát Barða. Kenn- ingin átti að skýra það sem Barða fannst dular fullt við uppruna íslensku þjóð arinnar og átti sér einkum tvær meginrætur. Fluttu álfur á enda Í fyrsta lagi varð ekki betur séð af rit- uðum heimildum um landnám Íslands en að landið hefði verið numið á ótrúlega skömmum tíma. Landnámsmenn frá Nor- egi komu hingað að (næstum) ónumdu landi um 870 og á sárafáum áratugum byggðist landið allt, samkvæmt skrifum Ara fróða og félaga hans. Sumum, og þar á meðal Barða, fannst hraðanum svipa meira til skipulagðra þjóðflutninga en hægfara landnáms búandkarla og vík- ingahöfðingja á eigin vegum. Og var ekki mögulegt að landnáminu hefði svipað til þjóðflutninga einfaldlega af því að um þjóðflutninga hafi verið að ræða? Í sjálfu sér var ekkert því til fyrirstöðu. Alvanalegt var um það leyti sem mið aldir leystu fornöldina af hólmi að þjóðir og ætt- bálkar tækju sig upp með allt sitt hafur- task og flyttu sig jafnvel álfur á enda. Germanskir þjóðflokkar stunduðu þetta til dæmis mjög og nægir þá að minna á Vandala, sem þustu á tæpum þrjátíu árum í upphafi fimmtu aldar frá heimahögum sínum í Póllandi, sem nú heitir, og fóru um Frakkland og Spán áður en þeir enduðu í Túnis þar sem þeir gerðust kóngar í hinu forna rómverska skattlandi Afríku. Gat verið að í vesturfjörðum Noregs hefði á áttundu öld búið sérstakur ættbálkur eða þjóð, sem hefði tekið sig upp í heilu lagi og flust út í eyju þá sem Garðar Svavarsson og Hrafna-Flóki höfðu þá nýlega fundið í Atlantshafinu? En svo hafi snjóað fljótt yfir þá fortíð af einhverjum ástæðum svo Ari fróði og félagar hefðu ekkert um þá þjóð vitað, þegar þeir fóru að festa söguna á kálfskinn þremur öldum síðar, og raun- veruleg ástæða landnámsins því gleymst. Herúlar hirðskáld Húna Í öðru lagi fannst Barða og skoðana- bræðrum hans að sitthvað væri svo ólíkt með samfélagi landnámsmanna á Íslandi annars vegar og hins vegar samfélagi þeirra sem eftir urðu í Noregi að það yrði varla skýrt nema þannig að um tvær aðskildar þjóðir væri að ræða. Hér nefndi Barði margt til sögu, en í stuttri blaða- grein má aðeins nefna sitthvað úr þeim lögum sem landnámsmenn á Íslandi settu sér, að staða kvenna hefði verið öll önnur en í Noregi, dálæti á svínum hefði verið mikið á Íslandi en ekki í Noregi og birtist meðal annars í fjölda Saurbæja á Íslandi – og svo síðast en ekki síst að sagna- og kvæðahefð sú sem fljótlega reis hér á landi hefði ekki átt sér neina hliðstæðu í Noregi eftir að landnámsmenn hurfu á braut. Þegar Barði fór að svip- ast um í forn- um heimildum eftir þjóð sem kynni að hafa búið í vestur- fjörðum Noregs en svo stokkið í heilu lagi burt þaðan og ti l Íslands, þá fann ha nn reynda r fljótlega eina þjóð sem honum fannst koma mjög sterklega til álita. Það voru Herúlar. Heimildir um Herúla eru af skornum skammti en sam- kvæmt þeirri mynd sem menn púsl- uðu saman á 19. og framan af 20. öld, þá átti saga þeirra að vera sú að þeir hafi búið sunnarlega á Norðurlöndum þar til á annarri öld eftir Krist en stór hluti þjóð- arinnar hafi þá lagst í ferðalög og haldið suður fyrir Eystrasalt. Þar hafi Her- úlar lent í slagtogi með mun fjölmenn- ari germanskri þjóð, Gotum, sem einnig hafi komið frá Norðurlöndum, og saman hafi þjóðirnar herjað á lönd Rómverja á Balkan skaga með prýðisárangri til að byrja með. Eftir að hafa tapað mikilli fólk- orrustu gegn Rómarkeisaranum Kládí- usi II. árið 269 hörfuðu Gotar og Herúlar í norðvestur og bjuggu í um það bil öld í suður hluta hinnar núverandi Úkraínu. Þegar hinir herskáu Húnar komu svo æðandi austan að og lögðu undir sig þetta landsvæði, þá klofnaði þjóð Gota í tvennt, hluti þeirra lagði á flótta vestur á bóg- inn en aðrir urðu undirsátar og málaliðar Húna. Og sú varð líka raunin um Herúla, þeir fylgdu Húnum sem tryggir þjónar í nokkra áratugi og verður ekki vart við annað en þeir hafi verið hinir ánægðustu með sinn hlut. Í einni heimild segir að Herúlar hafi verið hirðskáld Húna og í því sambandi benda stuðningsmenn Herúla- kenningar á að hin ævafornu Eddukvæði sem hvergi varðveittust nema á Íslandi beri Húnum reyndar alls ekki illa söguna, ólíkt flestöllum öðrum gömlum evrópskum heimildum. Það gæti þá bent til þess að Herúlar hafi flutt með sér sín fornu kvæði alla leið til Íslands. Örlög Herúla- kenningarinnar ráðast Svo mikið er víst að ekki bar á mót- spyrnu Her- úla við Húna, og þeir voru til dæmis í liði Húna í hinni frægu orrustu við Chalons í Frakklandi árið 451 þegar litlu munaði að Atli Húna kóngur næði undir sig miklum lendum í Vestur-Evrópu. Aðeins fáeinum árum seinna hrundi veldi Húna hins vegar snögglega við fráfall Atla og þá komu Herúlar sér upp svolitlu konungs- ríki inni í miðri Evrópu, nokkurn veginn þar sem nú mætast Slóvakía og Ungverja- land. Ekki varð það stöndugt ríki og um 508 féll síðasti kóngur þess í orrustu við hina germönsku Langbarða. En jafnframt var herúlska málaliða víða að finna í herflokkum á þessum róstusömu tímum og til dæmis er haft fyrir satt að hann hafi verið herúlskur í aðra ættina, germanski herforinginn Ódóaker, sá sem setti af síðasta keisarann í vesturhluta Rómaveldis árið 476 og batt þar með enda á samfellda sögu þess mikla heimsveldis. En hvað gerðist svo? Hvernig gat Barða Guðmundssyni dottið í hug að þjóð, sem hvarf í raun úr evrópskum heimildum rétt um árið 500, og var þá stödd í miðri Evrópu, hefði svo birst tæpum þrjú hundruð árum seinna, komin á knörrum sínum austan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit? Frá því vinnst ekki tími til að segja nú og aldrei þessu vant verður því framhald á greininni eftir viku þegar örlög Herúla- kenningarinnar ráðast! FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson var spurður í Bónus um daginn, og síðan á Face- book, hvenær hann ætlaði að skrifa um Herúlakenn- inguna. Ekki seinna en núna! Sumum, og þar á meðal Barða, fannst hraðanum [á landnámi Íslands] svipa meira til skipu- lagðra þjóðflutn- inga en hægfara landnáms búandkarla og víkinga- höfðingja á eigin veg- um.“ ERU ÍSLENDINGAR HERÚLAR? Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 Reykjavíkurborg auglýsir hér með ef tir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2014. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veit t fyrir eit t handrit . Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Davíð Stefánsson formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdót tir t ilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Bjarni Bjarnason tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfurét tur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekker t þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2014 Utanáskrif t : Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t . Signýjar Pálsdót tur, skrifstofustjóra menningarmála Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2 . hæð, 101 Reykjavík. Bjarki Karlsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2012. Aðrir sem át tu handrit í keppninni eru beðnir að vit ja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2014. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. SÝNIST YKKUR ÓDÓAKER LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA ÍSLENSKUR? Ódóaker neyðir Rómarkeisarann Rómúlus Ágústúlus til að lúta sér. Hann setti Rómúlus þennan af sem keisara og gerðist sjálfur konungur yfir Ítalíu í staðinn. Sögu hins eiginlega Rómaveldis var lokið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.