Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 35

Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 35
Daglegt álag á fæturna, svo sem það að ganga á háhæl-uðum skóm og ganga mikið, getur haft í för með sér sprungur á hælum, harða húð eða þurra fætur. „Þurr eða hrjúf húð myndast vegna skorts á raka í efsta lagi yfirhúðarinnar. Því er mikilvægt fyrir húðina að fá raka til að við- halda mýkt sinni og teygjanleika,“ segir Magðalena S. Kristjánsdóttir, vörumerkja stjóri hjá Halldóri Jóns- syni, sem flytur inn Scholl-fótavör- urnar. „Þegar eitthvað í umhverfi okkar truflar það að húðin fái nægan raka getur það valdið því að hún þornar. Þykk og hörð húð myndast við stöðugt álag, svo sem nudd eða núning, sem húðin verð- ur fyrir í langan tíma. Sprungur á hælum myndast þegar þurr og hörð húð verður fyrir álagi því hún er ekki eins teygjanleg og mjúk og venjuleg húð.“ Scholl býður upp á ýmis fóta- krem við þessum vandamálum. „Kremin eru ýmist til að mýkja húðina og gefa henni raka eða fjar- lægja harða húð sem getur valdið sársauka og óþægindum.“ KREM TIL AÐ MÝKJA FÆTURNA HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Álag á fæturna getur haft í för með sér harða húð og þurra og sprungna hæla. Scholl-fótakremin geta lagað ýmiss konar húðvandamál. Þau mýkja húðina og gefa henni raka ásamt því að fjarlægja harða húð sem getur valdið óþægindum. SCHOLL RAKAGEF- ANDI KREM SEM VIÐHELDUR MÝKT OG RAKA Í HÚÐINNI Rakagefandi krem sem smýgur djúpt inn í húðina svo að fæturnir verða mjúkir og vel nærðir. Raka- stig fótanna hækkar um áttatíu prósent og helst þannig í sólar- hring. SCHOLL-KORNA- KREM SEM FJAR- LÆGIR HRJÚFA HÚÐ Kornakrem fjarlægir þurra og dauða húð og gefur húðinni raka. Kremið inniheldur náttúruleg vikurkorn og ávaxtasýrur sem fjarlæga hrjúfa og harða húð fljótt og vel. Kremið gerir fæturna mjúka og slétta og hjálpar til við endur- nýjun húðarinnar. HÆLAKREM Á SPRUNGNA HÆLA Hælakremið lagar og bætir hrjúfa og sprungna hæla þannig að munur er sjáanlegur á aðeins þremur dögum. Húðin á hælunum verður slétt og sveigjanleg á aðeins einni viku. Kremið inniheldur karbamíð sem hjálpar húðinni að endurnýja sig og hindrar myndun nýrra sprunginna hæla á sem náttúrulegastan hátt. STIFTI Á SPRUNGNA HÆLA Stifti fyrir sprungna hæla er einföld og áhrifarík lausn gegn sprungnum hælum. Mýkir og endur- heimtir mjúka og slétta hæla frá fyrsta degi. Auðvelt er að bera á hælinn án þess að klístrast. Sýni- legur árangur á aðeins viku. Hægt að nota stiftið til að fyrirbyggja myndun á sprungnum hælum og til að viðhalda þeim mjúkum og sléttum. BUBBI Í TRYGGVASKÁLA Bubbi Morthens verður með tónleika í Tryggvaskála á Selfossi í kvöld kl. 20.30. Bubbi mætir með hljómsveit með sér en hann hefur ekki áður leikið í Tryggva- skála. Búast má við góðu kvöldi þar sem Bubbi mun fara á kostum. SCHOLL-KREM SEM MÝKIR HART SKINN Mýkjandi krem fyrir hart skinn, tilvalið til að fjarlægja stór svæði af þykkri harðri húð. Kremið inniheldur salisýlsýru sem brýtur niður og fjarlægir dauðar húðfrumur og mjólkursýru sem gefur húðinni raka og mýkir hana. HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. FÁST NÚ Í APÓTEKUM BREYTT ÚTLIT Á A+ VÖRUNUM SUMARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Vertu vinur á Facebook Skoðið laxdal.is/ Yfirhafnir Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.