Fréttablaðið - 26.04.2014, Qupperneq 38
FÓLK|HELGIN
Andrésar andarleikarnar voru settir á miðvikudaginn á Akureyri og lýkur í dag, laugardag. Um 750
keppendur á aldrinum 6-15 ára taka þátt
en leikarnir voru fyrst haldnir árið 1976.
Meðal fjölmargra gesta á leikunum þetta
árið er hinn 82 ára gamli Bjarni Einars-
son en þetta eru 36. leikarnir sem hann
sækir. Bjarni missti af fyrstu Andrésar
andarleikunum og eitt árið féllu þeir
niður vegna snjóleysis.
Bjarni segir margt hafa breyst á þess-
um tæplega 40 árum sem hann hefur
sótt leikana. „Raunar hefur nánast allt
breyst á þessum tíma. Skíðabúnaðurinn
er allt annar í dag, framkvæmd móta og
tímataka á þeim með allt öðrum hætti
og svo mætti lengi telja. Gleði og ánægja
þátttakenda er þó alltaf sú sama.“ Bjarni
og eiginkona hans, Sesselja Jóna Guð-
mundsdóttir, eiga níu barnabörn og
hafa þau öll stundað skíðaíþróttina
ásamt börnum þeirra hjóna. „Það er
alltaf jafn gaman að koma á Andrésar
andarleikana ár eftir ár og fylgjast með
börnunum. Öll barnabörnin okkar hafa
komist á verðlaunapall á leikunum og í
ár keppir eitt þeirra sem er mjög sterkur
skíðamaður. Hér áður fyrr gat stundum
verið erfitt að fylgja þeim öllum eftir
enda kepptu þau í ólíkum aldurshópum
en við hjónin reynum okkar besta.“
Sjálfur byrjaði Bjarni að skíða árið
1946 og hefur því stundað íþróttina í
tæp 70 ár. „Þetta er búinn að vera langur
tími en ég sé ekki eftir honum. Ég og
félagar mínir í Ármanni byggðum til
dæmis skála í Bláfjöllum sem við nefnd-
um Himnaríki. Þessi tími hefur verið
mikið ævintýri.“
Hjónin mættu til Akureyrar á þriðju-
daginn og dvelja þar allan tímann á
meðan leikarnir standa yfir. „Krakkarnir
kepptu á fimmtudag, föstudag og svo í
dag. Leikarnir snúast þó ekki bara um
keppni, til dæmis eru haldnar kvöld-
vökur og verðlaun eru veitt eftir hvern
keppnisdag. Það er frábær stemning í
bænum þessa daga.“
SKÍÐAFJÖLSKYLDA Hjónin Bjarni Einarsson og Sesselja Guðmundsdóttir ásamt tveimur barnabörnum sínum á Akureyri.
MYND/AUÐUNN
GLEÐI Í BREKKUNNI
Um 750 keppendur taka
þátt í ár.
MYND/PEDRÓMYNDIR
SKÍÐIN ERU LÍFIÐ
ÚTIVERA Bjarni Einarsson hefur mætt á alla Andrésar andarleikana utan þá
fyrstu. Leikunum líkur í dag og Bjarni er auðvitað mættur til Akureyrar.
TÓLF KÖKUR
75 g smjör
1 dl mjólk
2 egg
1 1/2 l strásykur
2 1/2 dl hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
100 g möndlu-
massi
3/4 tsk. kardi-
mommudropar
1 1/2 dl bláber, fersk
eða frosin
Bræðið smjör í potti
og bætið síðan
mjólkinni saman
við. Hrærið egg og
sykur þar til blandan
verður létt og ljós. Þá
er hveiti og lyftidufti
bætt í og loks smjör-
og mjólkurblönd-
unni ásamt kardi-
mommu dropum.
Rífið möndlumass-
ann niður með
rifjárni og blandið
saman við bláberin.
Hrærið síðan út í
deigið með sleif.
Setjið deigið í tólf
múffuform og bakið
við 200°C í 15 mín-
útur. Fallegt er að
strá flórsykri yfir
kökurnar en það er
ekki nauðsynlegt.
EINFALDAR BLÁBERJAMÚFFUR
Ef gesti ber að garði um helgina er ágætt að eiga bláberjamúffur til að bjóða
upp á. Kökurnar er mjög einfalt að gera og þær geymast ágætlega. Hins vegar
eru þær auðvitað bestar glænýjar. Hægt er að nota fryst eða ný bláber.
NÝBAKAÐAR Múffur eru sérlega góðar með kaffinu, einkum nýbakaðar.
Allt sem þú þarft ...
* Skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup, júl–sept 2013.
íbúa höfuðborgar-
svæðisins á aldrinum
25–54 ára lesa Frétta-
blaðið á degi hverjum.*
Það eru nokkurn veginn þeir sömu og koma
til með að horfa á Eurovision á RÚV í vor.
70%