Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 40

Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGGarðurinn LAUGARDAGUR 26. APRÍL 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Bryndís Hauskdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Við bjóðum heildar hönnun á görðum, hellulagnir, vegg-hleðslur, arinhleðslur og pallasmíði, auk runna- og trjá- klippinga,“ segir Kristján Vídalín Jónsson skrúðgarðyrkjumeistari. Hann rekur fyrirtækið Garðtækni, ásamt Sævari Vídalín húsasmíða- meistara. Kristján segir fagkunnáttu þurfa að koma til þegar móta á runna og tré svo vel sé og að möguleikarnir séu nánast óþrjótandi. „Fólk er oft með góðan efnivið í garðinum en kann ekki að fara með hann. Við lesum í garðinn með við- skiptavininum og útlistum eigin- leikana sem hver planta hefur upp á að bjóða. Það er hægt að gera ótrú- legustu hluti úr nánast hverju sem er,“ segir Kristján og nefnir dæmi: „Yllir er plássfrek planta sem yfir- leitt verður til ama. Við höfum getað klippt hana í einstofna tré svo fólk þekkir hana ekki fyrir sömu plöntu. Eins höfum við náð að venja hima- laja eini, sem er skriðplanta, á að vaxa upprétt. Það má temja og venja plöntur eftir kúnstarinnar reglum með kunnáttu og réttri tækni en það getur tekið mörg ár. Á nokkrum árum náðum við einnig að móta hátt og mjótt hekk úr mispli. Hekkið er 30 sentimetrar á breidd neðst og yfir 2 metrar á hæð en með réttri aðferð verður mispillinn þéttur og lauf- mikill og veitir mikið skjól.“ Meðal verka Garðtækni er úti- arinn sem Kristján segir ekki eiga sér sinn líka á Íslandi. „Þetta er fyrir þá sem vilja sitja við eldinn úti á síðkvöldum og njóta hitans. Það er tiltölulega einfalt að setja upp slíkan arin óháð stærð garðsins en þessi er stór og stað- settur þannig að hægt er að horfa í eldinn innan frá íbúðarhúsinu sjálfu,“ útskýrir Kristján. „Önnur nýjung sem ekki hefur verið útfærð áður í íslenskum garði er lýsing í glervegg kringum pall. Lýsingin skilar sér skemmtilega niður í gegnum glerið þegar skyggja fer og við smíði pallsins notuðum við einnig óhefðbundnar aðferðir en pallurinn er festur niður með spennum svo engar skrúfur sjást.“ „Til að fá enn frekari karakter í garðinn völdum við hvítan hleðslu- stein undir glervegginn og sér gerðar terrosol-hellur í kring. Þá höfðum við engin horn rétt þar sem garður- inn er lítill og þannig nýttist rýmið best.“ Hafa má beint samband í síma 896 6655. Garðtækni er einnig á Facebook. Fá tré en falleg Garðtækni tekur að sér alhliða hönnun garða. Kristján Vídalín Jónsson skrúðgarðyrkjumeistari segir möguleikana nánast óþrjótandi þegar kemur að mótun runna og trjáa í görðum ef kunnáttan er fyrir hendi. Lýsingin skilar sér fallega niður eftir glerinu þegar skyggja fer. Slík lýsing hefur ekki áður verið útfærð í íslenskum garði að sögn Kristjáns. Fá og falleg tré eru grund- vallar- regla í garðyrkju segir Kristján. Mispill sem Kristján ræktaði og klippti í hátt og mjótt hekk. Með réttri tækni við klippingu verður það afar þétt og laufmikið og veitir mikið skjól. Kristján segir hægt að venja og móta ólíklegustu plöntur ef kunn- áttan er fyrir hendi. Plantan lengst til vinstri er himalajaeinir, skriðplanta sem Kristján vandi á mörgum árum svo að hún vex upprétt. Pallurinn er girtur af með glervegg með lýsingu í handriðinu. Hleðslusteinninn og hellurnar voru sérvaldar til að spila með glerveggnum. Pallurinn er smíðaður þannig að engar skrúfur eða naglar sjást. Kristján Vídalín skrúðgarðyrkjumaður og Sævar Vídalín húsasmíðameistari við útiarininn sem þeir hlóðu. Bæði er hægt að sitja við eldinn og njóta ylsins og grilla mat í arninum. „Svona arinn hefur ekki verið gerður áður í íslenskum garði,“ segir Kristján. VÍNGERÐ ÚR RABARBARA OG BERJUM Veigar garðsins er yfirskrift nám- skeiðs sem Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir á mánudaginn. Fjallað verður um sögu, ræktun og nýtingu rabarbara og víngerð úr rabarbara hérlendis frá lokum 19. aldar og til dagsins í dag. Einnig er kennd víngerð úr berjum sem vaxa hérlendis, svo sem rifs- og sólberjum og krækiberjum, að ógleymdu fíflavíni. Þá verður fjallað um heimagerða snafsa og líkjöra, sem auðvelt er að útbúa. Lífrænt eða vistvænt ræktað og heimagert úr garðinum er og var hluti af sjálfbærni í íslensku samfélagi. Skráning á gardurinn@gardurinn. is en námskeiðið hefst klukkan 18, mánudaginn 28. apríl. Nánar á www.gardurinn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.