Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 64

Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 64
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 20144 Hin fræga stórverslun John Lewis, sem er til húsa við Oxford-stræti í Lundúnum, fagnar 150 ára afmæli sínu þessa dagana. Gestir verslunarinnar fá að upplifa hvernig búðin leit út 2. maí 1864 á sýningu sem sett hefur verið upp. Á sýning- unni er einnig sagt frá því hvernig seinni heimsstyrjöldin breytti verslunar háttum og hefði getað breytt framtíðaráformum fyrirtækisins en verslunin skemmdist í sprengjuárás. Þá má sjá gömul vörumerki eins og Silver Cross-barnavagna, Dualit-, Hoover- og Kenwood-heimilistæki ásamt fleira skemmtilegu. Einnig verður opnaður garður á þaki byggingarinnar sem þekktir hönnuðir hafa hannað. Fyrirtækið, sem þénaði 4 milljarða punda á síðasta ári, er að láta gera nýjar sjón- varpsauglýsingar sem tengjast afmælinu. John Lewis byrjaði við Oxford-stræti en rekur nú 41 verslun á Bretlandseyjum. Um 91 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Afmælið verður notað til að kynna sögu fyrirtækisins og hvernig það hefur þróast. John Lewis 150 ára Margt skemmtilegt verður gert í tilefni afmælisins. MYND/AFP HEILSUSAMLEGA KÖBEN Kaupmannahöfn lendir oft og iðulega á topplista yfir heilsu- samlegustu höfuðborgir veraldar. Þar hefur loftmengun dvínað til muna á síðasta áratug og mark- mið stjórnvalda að Kaupmanna- höfn verði fyrsta höfuðborg heimsins sem verður algjörlega laus við koltvísýring í andrúms- lofti árið 2025. Í dag fer helmingur borgarbúa til vinnu og skóla á reiðhjólum og liggja yfir 400 kílómetrar af skemmtilegum hjólabrautum um alla borg. Reiðhjól eru því kjörinn og dásamlegur ferðamáti þegar farið er um höfuðborg Danaveldis. Fjölfarnasta hjólaleið heims liggur um Dronning Louises-brúna, með yfir 36 þús- und hjólreiðamenn á dag. Önnur fjölfarin hjólaleið er yfir Löngubrú, sem liggur yfir innri höfnina og tengir eyjuna Amager við miðbæ Kaupmannahafnar. Þar er jafnan krökkt af hjólreiðafólki og hvarvetna lifandi og skemmtilegt mannlíf. Þá hefur ný og spenn- andi hjóla- og göngubrú verið byggð yfir höfnina sem tengir hafnarsvæðið við íbúðahverfið Fisketorvet. ÍSLENSKIR STRAUMAR Í STÓRA EPLINU Veitingastaðinn SKÁL á Canal Street í New York er vert að heimsækja, þó ekki sé nema til að upplifa norræna og heimilislega strauma í stóra Eplinu. Staðurinn er íslenskur en eigandinn, Óli Björn, býður upp á ljúffengan mat, eldaðan á norræna vísu. Innréttingarnar á staðnum eru hannaðar af þeim Róshildi Jóns- dóttur og Snæbirni Stefánssyni vöruhönnuðum, sem saman vinna undir merkinu Hugdetta. Nánar á www.skalnyc.com Ef heimþráin er alveg að fara með ferðalanginn væri næsta stopp BÚÐIN í Greenpoint Brooklyn. Þar er hægt að drekka íslenskan bjór og kaupa íslenska hönnun. Rut Hermannsdóttir, einn eigenda Búðarinnar, býður einnig upp á dýrasta kaffibollann í NYC. Nánar á www.budin.is SKÁL, íslenskur staður á Canal Street. EX PO • w w w .e xp o. is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka á: 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS Frí þráðlaus internet - tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.