Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 80
MEISTARAPRÓF Í LÖGFRÆÐI
ÁN GRUNNNÁMS Í LÖGUM (ML)
LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
Kynningarfundur 28. apríl 2014
Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á meistaranám í lögfræði fyrir einstaklinga sem
hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum en lögfræði. Námið er 120 einingar og skal að
lágmarki vera tvö ár en ljúka skal námi eigi síðar en fjórum árum eftir að það hefst.
Kynningarfundur um námið verður haldinn mánudaginn 28. apríl nk. kl. 12:00
í dómsal lagadeildar að Menntavegi 1, Reykjavík.
Allir velkomnir.
hr.is/ld/meistaranam
„Í náminu er lögð áhersla á raunhæf
verkefni ásamt fræðilegri umfjöllun
sem veitir hvatningu til að takast
á við ný og krefjandi verkefni.“
Auður Hrefna Guðmundsdóttir
B.Ed-próf í kennslufræðum 2004
ML frá lagadeild HR 2013
Sérfræðingur í fræðsludeild Landsbankans
MÆTTAR Kristlaug og Vilborg. FLOTTAR SAMAN Erla Tinna og Íris.
BROSTU TIL LJÓSMYNDARA Ásdís Eva
Ólafsdóttir og Auður Albertsdóttir.
SKEMMTILEGT Einar, Aðalheiður og
Dana.
BROSMILD Vala Jónsdóttir, Júlía og
Egill.
VEL KLÆDD Edda Sif Eyjólfsdóttir og
Ívar Örn Hauksson.
FJÖLBREYTT OG
FERSKT
Fjölmenni dreif
að til að berja
útskriftarlínur fata-
hönnunarnema
við LHÍ augum
í Hafnarhúsinu
á sumardaginn
fyrsta.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Fatahönnuðir
framtíðarinnar
létu ljós sitt skína
Útskrift arsýning fatahönnunarnema við Listaháskóla
Íslands fór fram með pompi og prakt á sumar-
daginn fyrsta í Hafnarhúsinu. Troðfullt var á sýning-
unni enda forvitnilegt að sjá hvað fatahönnuðir
framtíðarinnar hafa upp á að bjóða. Hægt verður
að skoða fatalínurnar sem voru á tískupallinum á
Útskrift arsýningu LHÍ sem hefst í dag.
Það er leikur einn að töfra fram
falleg listaverk með því eingöngu
að nota málningarlímband, striga
og liti. Þessi aðferð er einnig mjög
hentug þegar leyfa á krökkum að
skapa eitthvað sérstakt.
1 Kaupið striga, málningarlímband
og liti.
2 Límið málningarlímbandið á strig-
ann eins og þið viljið hafa það.
Hægt er að líma tilviljanakennd-
ar línur eða jafnvel orð eins og
„Heima“, „Ást“ eða „Velkomin“.
3 Málið eins og vindurinn í öllum
regnbogans litum.
4 Leyfið málningunni að þorna.
5 Takið málningarlímbandið af og
njótið.
* Fengið af síðunni http://diymo.
wordpress.com/
Lumar þú á einföldu og skemmti-
legu verkefni sem hægt er að fram-
kvæma sjálfur? Sendu það endilega
til okkar á netfangið.
liljakatrin@frettabladid.is
Föndraðu í frítímanum
Einföld og stílhrein listaverk.
ÆÐISLEGT Hægt er að leika sér
endalaust með málningarlímbandið.
LÍFIÐ
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR