Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 81
LAUGARDAGUR 26. apríl 2014 | LÍFIÐ | 49LAU
G
ARD
AG
U
R
SU
N
N
U
D
AG
U
R
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
16.00 Formleg dagskrá
útskriftartónleika tónlistar-
deildar Listaháskólans hefst
með útskriftartónleikum Björns
Pálma Pálmasonar í Salnum,
Kópavogi. Hann útskrifast með
BA-gráðu í tónsmíðum nú í vor.
Fræðsla
16.00 Gestur MÍR verður að
þessu sinni rússneska skáldkon-
an og þýðandinn Olga Marke-
lova. Upplesari ásamt henni
verður Hjalti Rögnvaldsson,
leikari og þýðandi. Aðgangur
ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir í MÍR-salnum,
Hverfisgötu 105.
Sýningar
14.00 Klaus Pfeiffer opnar
sýningu sína The Fear of Flying
í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á
Akureyri. Á sýningunni verður
Klaus Pfeiffer með mynd-
bandsverk, vatnslitamyndir og
skúlptúra.
Hönnun og tíska
14.00 Útskriftarsýning BA-
nema í hönnun, arkitektúr
og myndlist frá Listaháskóla
Íslands verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Dansleikir
14.00 Eldri borgurum boðið
upp á swing af bestu gerð í
Jónshúsi, félags- og þjónustu-
miðstöð við Strikið 6. Reynir
Sigurðsson spilar á víbrafón.
Viðburðurinn er hluti af Jazzhá-
tíð Garðabæjar.s
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
15.00 Finnur Sigurjón Svein-
bjarnarson heldur útskriftar-
tónleika sína í Kaldalóni, Hörpu
en hann úskrifast með BA-
gráðu í tónsmíðum frá tónlistar-
deild Listaháskólans nú í vor.
17.00 Vortónleikar kórs Átt-
hagafélags Strandamanna
verða haldnir í Árbæjarkirkju.
Stjórnandi er Agota Joó og
undirleikari á píanó er Vilberg
Viggósson Aðgangseyrir er
2.500 krónur og frítt fyrir 14
ára og yngri.
17.00 Tríó Richards Anderson,
hins frábæra danska bassa-
leikara með tveimur rótgrónum
Garðbæingum leikur í Hauks-
húsi, Álftanesi. Óskar Guð-
jónsson á saxófón og Matthías
Hemstock á trommur. Við-
burðurinn er hluti af Jazzhátíð
Garðabæjar.
20.00 Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari og Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanóleikari koma
fram á síðustu tónleikum vetr-
arins í tónleikaröðinni Hljóðön
í Hafnarborg. Á tónleikunum
verða frumflutt ný verk eftir
nemendur Atla Ingólfssonar í
tónsmíðum við Listaháskóla
Íslands, þá Daníel Helgason,
Hrafnkel Flóka Kaktus Einars-
son, Þorkel Nordal og Örnólf
Eldon Þórsson. Miðaverð er
2.500 krónur og miða er hægt
að nálgast á vefsíðu miði.is
20.30 Kvennakórinn tekur
sveifluna með hljómsveit
bræðra stjórnandans í Kirkju-
hvoli, safnaðarheimili Vídalíns-
kirkju. Ingibjörg Guðjónsdóttir
stjórnar en Óskar Guðjónsson
spilar á saxófón, Ómar Guðjóns-
son á gítar, Hannes Helgason á
píanó og Matthías Hemstock á
trommur. Viðburðurinn er hluti
af Jazzhátíð Garðabæjar.
Leiklist
20.30 Eldklerkurinn, leiksýning
um sr. Jón Steingrímsson sem
predikaði af svo miklum krafti
að hraunið í Skaftáreldunum
stöðvaðist við kirkjudyrnar,
verður sýnd í menningarhúsinu
Hlöðunni, Litla-Garði. Miðasala
við innganginn.
„Við stöndum fyrir svokallaðri
Vinaviku í október og erum að
kynna hana hér í Reykjavík þessa
dagana en markmiðið með henni
er að minna fólk á mikilvægi vin-
áttunnar og kærleikans,“ segir
Stefán Már Gunnlaugsson, sókn-
arprestur á Vopnafirði.
Hann er þessa dagana staddur
í Reykjavík með þrjátíu unglinga
að kynna Vinavikuna og af því til-
efni fór hópurinn í mikla kærleiks-
ferð um bæinn. „Við hittum biskup
Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur,
og sjávarútvegsráðherrann, Sigurð
Inga Jóhannsson, og buðum þeim
upp á faðmlög,“ segir Stefán Már.
Bæði voru þau himinlifandi með
faðmlögin sem unglingarnir gáfu
þeim. „Ætlunin var að bjóða Sig-
mundi Davíð upp á faðmlag en hann
var vant við látinn.“
Eftir að hafa hitt embættismenn-
ina var förinni heitið í Smáralindina
þar sem unglingarnir buðu upp á
kynningarbás og faðmlög. „Fólk
var svolítið feimið í Smáralindinni
en það minnir okkur á hversu nauð-
synleg vináttan og kærleikurinn
er,“ bætir Stefán Már við.
Í dag verður námskeið undir
nafninu Verðmæti vináttunnar
haldið í Lindakirkju og á morgun
svokölluð Vinamessa klukkan 11.00
og er henni útvarpað á Rás 1. „Við
erum fyrst og fremst bara að breiða
út þennan góða boðskap og vonumst
til þess að aðrir taki það upp eftir
okkur.“ - glp
Föðmuðu biskupinn og sjávarútvegsráðherra
Hópur unglinga frá Vopnafi rði er staddur í höfuðborginni til að breiða út kærleiksboðskap. Þeir föðmuðu bæði
sjávarútvegsráðherrann og biskupinn af því tilefni. Hópurinn breiðir út boðskapinn í Lindakirkju um helgina.
SÁTT SAMAN Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands ásamt tveimur kærleiksríkum
Vopnfirðingum. MYND/ÁRNI SVANUR DANÍELSSON