Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 96

Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 96
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT Vita bæklingurinn 2014 fylgir blaðinu í dag Ólafur náði frábærum árangri á sjö og hálfu tímabili sem þjálfari liðsins. Ólafur er að hætta með liðið aðeins tveimur vikum fyrir Íslandsmótið og mun taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni í fótbolta. Ólafur Helgi Kristjánsson Fráfarandi þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla „Óli er frábær þjálfari. Hann er gríðarlega erfiður andstæðingur í þjálfuninni og fljótur að lesa leikinn. Breiðabliksliðið undir hans stjórn er alltaf vel skipulagt og það er erfitt að spila á móti þeim. Hann er líka fróður maður, hann veit hina ótrúlegustu hluti og er mjög vel lesinn.“ Heimir Guðjónsson, andstæðingur og gamall liðsfélagi „Óli er fyrst og fremst góð og vönduð manneskja og hefur kennt gömlum manni eins og mér mikið á stuttum tíma. Hann er reyndar alltaf að reyna að vera betur klæddur en ég, en hann á erfitt með að sætta sig við að það mun seint tak- ast hjá honum.“ Gunnleifur Gunnleifsson, leikmaður Breiðabliks „Óli er yndislegur og ljúfur maður með frábæran húmor. Hann er traust- ur, heiðarlegur og metnaðarfullur sem gerir miklar kröfur á sjálfan sig. Hann er mjög ákveðinn en það sem mér finnst lýsa honum best er að hann er ljúfasta frekjudolla sem þekki.“ Aldís Arthurs- dóttir, sambýlis- kona Ólafs. NÆRMYND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.