Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 2

Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 2
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 SKIPULAG „Við viljum að forsvars- menn framboðanna allra lýsi því yfir að þeir muni ekki hrófla við flugvellinum, hvorki neyðarbraut- inni né öðrum brautum, fyrr en komin er niðurstaða um hvað eigi að verða um þá starfsemi sem nú fer fram og myndi þurfa að fara annað, þar á meðal sjúkraflugið og neyðarbrautin.“ Þetta segir Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna Hjartað í Vatnsmýrinni sem í gær fullyrtu á fundi með fréttamönn- um að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur virti ekki samkomu- lag um sáttaferli flugvallarins sem samið var um í Hörpu í lok októ- ber 2013. „Meirihlutinn hefur hafið árás á flugvöllinn á þrennum vígstöðv- um samtímis. Hann fer fram með offorsi og virðir ekki það sáttaferli sem málið var sett í með stofnun sérstakrar sáttanefndar borgar- innar, ríkisins og Icelandair Group. Nefndin átti að fullkanna alla val- kosti fyrir innanlandsflug til og frá Reykjavík. Skilningurinn á bak við samkomulagið var að ekki yrði hróflað við vellinum á meðan,“ segir Friðrik. Hann getur þess að í fyrsta lagi virðist sem borgin ætli að leyfa strax byggingar á Hlíðarendasvæð- inu þótt það liggi ljóst fyrir að það verði ekki gert nema neyðarbraut- inni verði lokað. „Í öðru lagi hafa eigendur Flug- garða nýlega fengið tilkynningu um að niðurrif flugskýla og flugskóla á svæðinu hefjist strax árið 2015 og verði án bóta. Niðurrifið rífur hjarta kennslu og almannaflugs upp með rótum og enginn annar staður er í boði fyrir starfsemina.“ Í þriðja lagi hafi borgin sam- þykkt skipulag og tilkynnt um byggð sem rísa á á neyðarbraut flugvallarins við Skerjafjörð. Frið- rik segir byggðina munu eyðileggja neyðarbrautina og hafa alvarleg áhrif á flugsamgöngur til borgar- innar í verstu veðrum. Í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurborg frá því í gær segir að borgin hafi virt samkomulag við innanríkisráðuneytið og Ice- landair um innanlandsflug í einu og öllu. Nýtt deiliskipulag fyrir flugvöllinn sé í fullu samræmi við samkomulagið. Raunar hafi verið kveðið á um fjölmörg atriði þess í samkomulaginu. Jafnframt er fullyrt að uppbygg- ingaráform Valsmanna á Hlíðar- enda séu í fullu samræmi við sam- komulagið. Bent er á að Isavia hafi það verk- efni með höndum að finna framtíð- arstaðsetningu fyrir æfinga- og kennsluflug. Formenn Hjartans í Vatns- mýri benda á að rúmlega 69 þús- und Íslendingar hafi skrifað undir áskorun til meirihluta borgar- stjórnar og Alþingis um að tryggja flugstarfsemi í Vatnsmýri til fram- tíðar. Þá vilji 80 prósent lands- manna og 71 prósent íbúa í Reykja- vík að völlurinn verði áfram í Vatnsmýri. ibs@frettabladid.is Segja sáttaferli um flugvöllinn ekki virt Formenn Hjartans í Vatnsmýri segja ráðist á Reykjavíkurflugvöll á þrennum víg- stöðvum. Vilja yfirlýsingu frá framboðum um að ekki verði hróflað við Reykja- víkurflugvelli fyrr en niðurstaða er fengin um starfsemina sem nú fer fram. Á NEYÐAR- BRAUT REYKJA- VÍKURFLUG- VALLAR Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meiri- hluta borgar- innar fara fram með offorsi. SKOÐUN 12 PÓLITÍSK ÓVISSA OG VEIKLEIKI 12 Þorsteinn Pálsson um andstæðinga evrópskrar samvinnu og pólitíska óvissu. FINNUR FREYR STEFÁNSSON fagnaði innilega í leikslok þegar íslandsmeistaratitillinn var í höfn. „Við erum fokking Íslandsmeist- arar,“ sagði hann af því tilefni við Guðjón Guðmundsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports. GHASEM MOHAMADI fór í mótmælasvelti til að mót- mæla sinnuleysi íslenskra stjórnvalda í sinn garð. Vildi hann frekar deyja á Íslandi en vera fluttur til baka til Afganistans. ➜ SVEINBJÖRG BIRNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR er nýr oddviti Framsóknarflokks eftir ævintýralegt brölt við að setja saman lista. Fjórar konur skipa efstu sætin. Sveinbjörg er mikil tungumálakona. KRISTJÁN JÓHANNSSON, for- maður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, var mikið í fréttum vik- unnar. Verkfall vofði yfir og drög að lögum á verkfall komin fram. Ekkert varð þó af verkfalli og því frestað til 22. þessa mánaðar. BRYNJAR DAGUR STEFÁNSSON sigraði í Ísland Got Talent með eftirminnilegum danssporum. Áhorfend- ur vissu ekki hvort sumar hreyfingar hans væru úr þessum heimi eða öðrum. Brynjar Dagur er 10 millj- ónum króna ríkari. MATUR FRÁ ÖLLUM HEIMSHORNUM 16 Samtökin SUMAR, Samtök um matseld annarra ríkja, bjóða til alþjóðlegrar matarhátíðar á KEXi hosteli um helgina. MEIRIHLUTI FALLINN Í ÍSA- FJARÐARBÆ 32 Meirihluti Framsóknarfl okks og Sjálfstæðisfl okks er fallinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins. VILJUM VIÐ VERA HERÚLAR? 36 Illugi Jökulsson heldur áfram að rekja sögu Herúla og þeirrar kenningar að þessi dularfulla þjóð hafi endað hér á Íslandi. STJÓRNMÁL Nýtt frjálslynt stjórn- málaafl á Íslandi hefur boðað komu sína með opnun heimasíðu á netfanginu viðreisnin.is. Þar gefst fólki kostur á að skrá sig styðji það undirbúning og stofnun slíks afls. Ábyrgðarmenn síðunnar eru Benedikt Jóhannesson, Ellisif Tinna Víðisdóttir og Hanna Katr- ín Friðriksson. Benedikt sagði í samtali við Fréttablaðið að ólíklegt væri að það hefði áhrif á stofnun þessa nýja afls ef ríkisstjórnin ákvæði að draga til baka þingsályktun- artillöguna um að draga til baka umsókn í Evrópusambandið, en hann var meðal þeirra sem afhentu Alþingi undirskriftir gegn ályktuninni í gær. „Hann [flokkurinn] er ekki bara tengdur þessu eina máli, ýmislegt fleira hefur komið til og það er kannski þannig að það er virkileg þörf fyrir framboð sem er svona frjálslynt og hefur þessi almennu stefnumál um frelsi á markaði, haftalaust þjóðfélag og ég held að við munum uppfylla þá þörf að minnsta kosti að stórum hluta,“ sagði Benedikt. - fbj Nýr hægrisinnaður flokkur opnar skráningarsíðu fyrir stuðningsmenn: Boða stofnun frjálslynds afls FLOKKUR Nýr flokkur verður ekki eins máls flokkur segir Benedikt Jóhannes- son. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Réttlátt samfélag Vel skilgreindur réttur allra til góðrar menntunar og heilbrigðisþjónustu og gróska í menningarlífi. Lífskjör á Íslandi svipuð og í nágrannalöndum. Jafnvægi Stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Verðmætasköpun með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda nú og til framtíðar. Hallalaus fjárlög og skuldir ríkisins lækkaðar. Viðskiptafrelsi Markaðslausnir þar sem við á, gjaldeyrishöft felld niður, engar samkeppnishindranir. Frelsi, jafnrétti, lýðræði og jafn atkvæðisréttur fyrir alla. Vestræn samvinna Samninga- viðræðum við Evrópusambandið lokið með hagstæðasta hætti fyrir Íslendinga og samningur borinn undir þjóðina. ➜ Markmið aflsins: SKOÐUN 12 STRÆTÓLÖG Í STRÆTÓ 52 Áshildur Haraldsdóttir býður í tónleikaferðalag. FJÖGURRA STJÖRNU BARNASÝNINGAR 53 Gagnrýni um sýningar á Fetta bretta og Óður og Flexa reyna að fl júga . LAY LOW HITAR UPP FYRIR TÚR 56 Tónleikar á Café Rosenberg í kvöld. M YN D /H JA RT AÐ Í VA TN SM ÝR I 69.782 Íslendingar skrifuðu undir áskorun til borgarstjórnar og Alþingis um að halda fl ugvellinum í Vatnsmýrinni. UNDIRSKRIFTIR AFHENTAR 4 Forsvarsmenn Já Ísland afh entu forseta Alþingis tæplega 54 þúsund undirskrift ir gegn þingsálykt- unartillögu um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu. VILL GÖNG Í STAÐ LANDEYJAHAFNAR 6 Meirihluti Framsóknarfl okks og Sjálfstæðis- fl okks er fallinn samkvæmt könnun Frétta- blaðsins. ÁTÖKIN Í ÚKRAÍNU HARÐNA 8 Úkraínustjórn segir fj ölda uppreisnarmanna hafa fallið í átökum við her landsins í austan- verðri Úkraínu. Tvær þyrlur stjórnarhersins voru skotnar niður. KERFIÐ ÚRRÆÐALAUST 10 Faðir konu sem var ein í íbúð við Iðufell í Breiðholti þar sem eldur kom upp segir kerfi ð úrræðalaust gagnvart geðsjúkum. FRÉTTIR 2➜10 HELGIN 16➜42 SPORT 64 MENNING 52➜57 FIMM Í FRÉTTUM NÝR ODDVITI OG MÓTMÆLASVELTI SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Þegar þú vilt gæði MÆTTI Í GEGNSÆJUM BOL 58 Leikarinn Corey Feldman stal senunni þegar iHeartRadio-tónlistarverðlaunin voru veitt. FRUMFLYTUR LAG MEÐ MALTNESKRI EUROVISION- STJÖRNU 61 Valgeir Magnússon er umboðsmaður söng- konunnar Chiara Siracusa. ÁSGEIR TRAUSTI TIL BANDARÍKJANNA 62 Fer í sitt fyrsta tónleikaferðalag eft ir að hann samdi við Columbia. LÍFIÐ 56➜70 ÞEIR UNGU SKILA TITLUNUM 64 Aðeins einn af 33 Íslandsmeistaraþjálfurum í körfubolta karla frá 1984 hefur verið yfi r fertugu. KR VERÐUR MEISTARI 64 Íþróttadeild Fréttablaðsins og Vísis spáir KR sigri í Pepsi-deild karla í sumar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.