Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 4

Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 4
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 1,3 MILLJÓNIR gesta komu í tónlistarhúsið Hörpu í fyrra. milljörðum króna nam netverslun Ís- lendinga á síðasta ári. 3 8,4 MILLJARÐA afgangi skilaði Reykjavíkurborg árið 2013. 8,4 13 sinnum hefur Ókeypis mynda- sögudagurinn verið haldinn í versluninni Nexus. styrk frá mennta- og menningar- málaráðuneyti fá Forritarar fram- tíðarinnar. Skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum. 2 milljóna króna 84 þúsund refir voru drepnir á Íslandi frá 1995 til 2012. Kostnaðurinn við veiðarnar var um 1,6 milljarðar reiknað á verðlagi ársins í ár. STJÓRNSÝSLA Stjórnmálaflokkar og stjórnmálasamtök hafa enn ekki óskað eftir því við forsætis- ráðuneytið að fá afrit af kjör- skrárstofnum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga eins og tíðkast hefur í áratugi. Eins og fram hefur komið telur Persónuvernd vafa leika á að heimilt sé að afhenda slíkum aðil- um kjörskrárstofna sem flokkarn- ir hafa notað í starfi sínu. „Berist slíkt erindi verður við afgreiðslu þess af hálfu stjórnvalda tekin afstaða til álitaefna sem uppi eru varðandi afhendingu umræddra gagna,“ segir í svari forsætisráðu- neytisins við fyrirspurn Frétta- blaðsins. - gar Enginn beðið um kjörskrár: Taka afstöðu ef beiðnin kemur SKÓLAMÁL Vegna mikillar andstöðu á Fáskrúðsfirði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hætt við fyrirhugað- an samrekstur leik- og grunnskóla bæjarins. Ætlunin var að gera til- raun í eitt ár á meðan leikskóla- stjórinn er í leyfi. Foreldrafélag leikskólans og starfsmenn beggja skólanna mót- mæltu, auk þess sem athugasemdir bárust frá Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda í leikskólum. Spara átti 3,3 milljónir með sam- rekstrinum. „Mikil andstaða for- eldra og starfsfólks bæði leik- og grunnskóla er hins vegar til staðar og ótti við skerta þjónustu,“ bókaði fræðslunefnd Fjarðabyggðar. - gar Vildu spara 3,3 milljónir: Samrekstur út úr myndinni LEIÐRÉTT Rangt var farið með kostnaðinn við gerð Kárahnjúkavirkjunar í töflu sem fylgdi frétt í Fréttablaðinu í gær. Rétt upphæð var 2,3 milljarðar dollara, eins og fram kom í texta greinarinnar. 27.04.2014 ➜ 2.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is ALÞINGI „Krafan er einföld og hún er mjög skýr. Hún gengur út á það að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og það verði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram eða ekki,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, formað- ur Já Ísland, við afhendingu undir- skriftarlista til Alþingis í gær. Þar var skorað á þingmenn að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls skrifuðu 53.555 kosninga- bærir einstaklingar undir áskor- unina, eða 22,1 prósent atkvæðis- bærra manna. Árið 2010 skoruðu alls 56.089 manns á forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfest- ingar. Jón Steindór sagði í ávarpi sínu að söfnunin hefði staðið yfir í 63 daga, sem væri táknrænt þar sem 63 þingmenn sætu á Alþingi. Jón sagði enn fremur að ekki væri hægt að gera miklar málamiðlanir á kröfunni líkt og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði boðað. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, veitti áskoruninni viðtöku ásamt þingflokksformönnum allra flokka. „Ég held að það sé öllum lands- mönnum ljóst að þessi slitatillaga er mjög slæm og það er gríðarlega mikil andstaða við hana. Það er best fyrir alla stjórnmálaflokka að koma þessu máli upp úr skotgröfum og leggja það einfaldlega í dóm þjóð- arinnar í atkvæðagreiðslu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformað- ur Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Steindór sagði aðspurður að hann teldi fullvíst að undirskriftirn- ar myndu hafa áhrif á áform ríkis- stjórnarinnar í þessu máli. Söfnun- in hefði þegar haft áhrif á meðferð málsins og tímann sem farið hefði í afgreiðslu þess. „Þetta hefur síðan vakið viðbrögð á Austurvelli, það eru búnir að vera samstöðu- og mótmælafundir og við höldum því áfram á morgun ásamt því að það er kannski nýtt stjórnmálaafl í mótun. Allt eru þetta afleiðingar af þess- ari ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram þessa þingsályktunar- tillögu með þessum hætti og vinnu- brögðin í kringum hana.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður þingflokks sjálfstæðis- manna, sagði mikilvægt að ræða efnislega um hvað felist í því að ganga í Evrópusambandið í þessu til- liti. „Ef við ætlum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er það auðvit- að gert af því að við viljum ganga inn í Evrópusambandið.“ Hann sagði öll viðbrögð almenn- ings, líkt og undirskriftalistann, koma inn í umræðu um þetta mál hjá ríkisstjórnarflokkunum. Aðspurð- ur um hvort næðist að klára þessa umræðu fyrir þinglok sagði Guð- laugur Þór það hæpið. „Það er ansi knappur tími núna en það breytir því ekki að við verðum að taka þessa umræðu. En það segir sig sjálft að það er erfitt að koma því við að klára þetta núna ef menn ætluðu sér það,“ sagði Guðlaugur. Benedikt Jóhannesson, formað- ur félagsins Sjálfstæðir Evrópu- menn og einn forvígismanna nýs hægrisinnaðs stjórnmálaafls sem er í bígerð, sagði mörgum innan meirihlutans hafa komið á óvart þessi miklu viðbrögð almennings við þingsályktunartillögunni. „Mér hefur heyrst að þeir vilji taka til- lit til hans, það á náttúrulega ekki við um alla, en mjög marga,“ sagði Benedikt. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra svaraði ekki ítrekuð- um óskum Fréttablaðsins um viðtal vegna málsins í gær. Í samtali við RÚV sagði hann: „Ég sjálfur hef ekki trú á að und- irskriftalistinn sem slíkur geri það að verkum að tillagan verði dregin til baka. En ég hef alltaf sagt að ef það er hægt að finna leið til þess að hlusta á þá sem hafa skrifað undir listann eða þá sem hafa tjáð sig um þetta mál og um leið að ná fram á einhvern hátt markmiðum stjórn- valda þá hef ég ekki útilokað breyt- ingar á málinu. En málið verður ekki dregið til baka, það er alveg ljóst.“ Hann sagði ennfremur, í samtali við RÚV: „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkis- stjórnin nær að sjálfsögðu sínu fram um að sækja ekki um aðild að Evr- ópusambandinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, vegna málsins í gær. fanney@frettabladid.is Telja víst að undirskriftir muni hafa áhrif á þingmenn Forsvarsmenn Já Ísland afhentu Alþingi tæplega 54 þúsund undirskriftir gegn þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist opinn fyrir hugmyndum svo fremi sem ríkisstjórnin nái því fram að ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu. ÁSKORUN Alls skrifuðu 22,1 prósent kosningabærra manna undir áskorunina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 53.555 kosningabærir Íslendingar skrifuðu undir áskorun um að stjórnvöld hætti við að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka. Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGARVEÐRIÐ Vætusamt á S- og V-landi í dag en síðan má búast við að úrkoma falli í öllum landshlutum á morgun. Hiti 4-12 stig næstu daga og mildast V-lands. Fremur hæg SA-læg átt N- og A-lands en heldur stífari með S-ströndinni. 5° 8 m/s 8° 9 m/s 8° 11 m/s 7° 18 m/s Víða hæg breyti- leg , en 5-12m/s SV-land. Fremur hæg N- lands en allhvass við S- ströndina. Gildistími korta er um hádegi 19° 22° 14° 15° 17° 11° 10° 12° 12° 23° 14° 19° 22° 22° 22° 13° 13° 15° 5° 9 m/s 6° 6 m/s 7° 5 m/s 8° 9 m/s 8° 5 m/s 9° 5 m/s 2° 7 m/s 10° 9° 7° 7° 7° 7° 5° 5° 8° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.