Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 6

Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 6
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Það liggur fyrir frá Samgöngustofu að Landeyjahöfn verður ekkert betri en hún er í dag þótt þar verði gerðar breytingar og byggðir nýir varnargarðar. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. STJÓRNSÝSLA „Stjórnvöld geta ekki komið í veg fyrir að Persónuvernd taki ákvörðun í tilteknum málum sem til meðferðar eru hjá stofnun- inni með því að svara ekki fyrir- spurnum hennar eða óskum um skýringar,“ segir Persónuvernd sem hefur synjað kröfu mennta- málaráðuneytisins um endurupp- töku á máli sem snerti persónu- leikapróf í framhaldsskólum. Þann 13. mars síðastliðinn tók Persónuvernd ákvörðun í máli sem hófst með erindi eins skólameist- ara í fjölbrautarskóla sem benti á að menntamálaráðuneytið hefði kynnt kröfur um að nemendur sem lykju framhaldsskólaprófi fengju prófskírteini með upplýsingum um almenna þekkingu, leikni og hæfni viðkomandi. Skólameistarinn taldi þetta verða erfitt án þess að safna viðkvæmum persónuupplýsingum. Persónuvernd sagði lög um framhaldsskóla ekki fela í sér heimild til vinnslu persónuupp- lýsinga um annað en námsmat og vitnisburð þeirra nemenda. Menntamálaráðuneytið krafðist endurupptöku. „Hér virðist vera um einhvern misskilning að ræða af hálfu stofn- unarinnar,“ segir ráðuneytið sem „gerir alvarlegar athugasemdir“ við þá greiningu sem fram kemur í forsendum úrskurðar stjórnar Persónuverndar. „Ráðuneytið hefur ekki enn þá gefið út neinar fyrirmyndir eða eyðublöð um hvað tilgreina skuli í umsögn framhaldsskóla um almenna þekkingu, leikni og hæfni á prófskírteinum nemanda. Afgreiðsla stjórnar Persónuvernd- ar byggist að þessu leyti á einhliða málflutningi skólameistarans.“ Persónuvernd hafnar því að hafa misskilið málið og ásökunum ráðu- neytisins vegna þess að ákvörðun hafi verið tekin án þess að það kæmi sjónarmiðum sínum að. Ráðuneytið hafi endurtekið feng- ið fresti til þess. - gar Stjórnvöld geta ekki hindrað ákvarðanir með því að hunsa Persónuvernd: Hafna endurupptöku skólamáls ATVINNUMÁL 150 milljónir í ungmenni Verja á um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja á 390 námsmönnum, átján ára og eldri, störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum. SVEITARSTJÓRNIR Hjálmar Hjálm- arsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði til í bæjarráði Kópavogs að mynd af honum yrði birt forsíðu heimasíðu bæjarins. „Kópavogur er eina sveitarfé- lagið sem birtir mynd af bæj- arstjóra á forsíðu. Ég tel ekki eðlilegt að heimasíða bæjarins sé vettvangur auglýsinga fyrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins,“ bókaði Hjálmar. Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri sagði enga breytingu hafa verið gerða á formi heimasíðunn- ar þegar hann tók við sem bæjar- stjóri. Tillaga Hjálmars féll á jöfnum atkvæðum því enginn greiddi atkvæði með og enginn á móti. Sjálfur er Hjálmar aðeins áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og gat því ekki greitt atkvæði. - gar Óvenjuleg krafa í bæjarráði: Vill fá mynd af sér á forsíðuna HJÁLMAR HJÁLMARSSON Tillaga áheyrnarfulltrúans fékk ekkert atkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Árni Johnsen, fyrr- verandi alþingismaður og áhuga- maður um samgöngur milli lands og Eyja, hélt borgarafund í gær- kvöld á Kaffi Kró í Vestmannaeyj- um, um samgöngumál. Á fundinum kom hann með tillögu að skjótri og markvissri lausn í samgöngumálum eyjarskeggja. „Óvænta tillagan er sú að það eigi að hætta við smíði nýs skips sem sigla á milli lands og Eyja, leggja Landeyjahöfn af og einhenda sér í það verkefni að gera jarðgöng milli lands og Eyja á fjórum árum. Það er hægt,“ sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er miklu ódýrari kostur, mun spara milljarða á um þrjátíu árum og óvissan er úti,“ segir Árni. „Hvernig heldur þú að það yrði ef Ártúnsbrekkan yrði lokuð átta tíma á dag varanlega?“ spyr Árni og telur þessa hugmynd sína þá einu sem myndi tryggja ódýrar og varanleg- ar samgöngur milli lands og Eyja. „Það liggur fyrir frá Samgöngu- stofu að Landeyjahöfn verður ekk- ert betri en hún er í dag þótt þar verði gerðar breytingar og byggðir nýir varnargarðar. Mér er sagt hjá Samgöngustofu að þar beri mönn- um ekki saman um það hvort eigi að hanna skipið og smíða það eða smíða líkan og prufa það við aðstæður sem eru í Landeyjahöfn. Þetta nýja skip mun kosta um sex milljarða auk rekstrarkostnaðar, bæði á ferju og höfnum. Jarðgöngin munu afskrif- ast á endanum og kosta um 20 til 25 milljarða samkvæmt mínum heim- ildum.“ Hugmyndir um göng milli lands og Eyja eru alls ekki nýjar af nál- inni og hafa skotið upp kollinum með vissu millibili síðustu ár. Árni bar upp þingsályktunartillögu um göng milli lands Eyja, fyrst árið 1987. Þessi óvænta hugmynd Árna hefur áður verið viðruð. Í lok árs 2003 var haldinn fundur hjá áhuga- félagi í Vestmannaeyjum sem kall- ast Ægisdyr. Þar komu einmitt fram þær hugmyndir að framlag ríkis- ins sem fer í rekstur Herjólfs færi í göngin í staðinn. Þann 6. apríl 2003 birtist aðsend grein Árna Johnsen í Morgun- blaðinu um samgöngur milli lands og Eyja. Þar sagði hann: „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að næsta skref í stórbættum samgöngum milli lands og Eyja verður annað- hvort ferjuhöfn á Bakkafjöru eða jarðgöng, en hvort tveggja er fýsi- legt kostnaðarlega.“ sveinn@frettabladid.is Árni Johnsen vill loka Landeyjahöfn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, vill hætta við smíði nýrrar ferju fyrir Eyjamenn og loka Landeyjahöfn. „Göng ódýrasti kosturinn í stöðunni,“ segir Árni. VILL GÖNG Hugmyndir um jarðgöng til Vestmannaeyja eru ekki nýjar af nálinni, en Árni Johnsen talaði fyrir þeim á fundi í Eyjum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Hvernig verður stangveiðin í sumar ? Ársfundur Veiðimálastofnunar 2014 Verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2014 í sal Veiðimálastofnunar 3. hæð á Keldnaholti (Árleyni 22) Dagskrá: 14:00 Fundur settur Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar Sigurður Guðjónsson 14:20 Staða Atlantshafslaxins hér á landi og annars staðar Guðni Guðbergsson 14:40 Kaffihlé 15:10 Framleiðsla í íslenskum ám Jón S. Ólafsson 15:30 Áhrif hita á smádýr í ferskvatni, rannsóknir í Hengladölum Elísabet R. Hannesdóttir Allt áhugafólk velkomið UMHVERFISMÁL Bæjarráð Hvera- gerðisbæjar fordæmir að Heil- brigðiseftirlit Suðurlands(HES) skuli gefa jákvæða umsögn um tímabundna undanþágu frá hertum ákvæðum um styrk brennisteins- vetnis í andrúmslofti. Undanþág- an var samþykkt 22. apríl. Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 30. apríl síðastliðinn var umsögnin rædd og eftirfarandi fært til bókar: „Bæjarráð Hveragerðisbæjar furðar sig á því að forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur skuli ekki fyrir löngu hafa nýtt sér þær lausn- ir til mengunarvarna sem vitað er að virka og hafa verið nýttar ann- ars staðar. Vonandi mun tilrauna- verkefni um niðurdælingu gefa góða raun en á meðan eru íbúar austustu byggða höfuðborgarsvæðisins og íbúar fyrir austan fjall leiksoppar tilraunaverkefnis sem heitir Hellis- heiðarvirkjun en berlega hefur komið í ljós að þar var farið af stað meira af kappi en forsjá.“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri Hveragerðisbæjar, undrast málavexti. „Okkur finnst mjög sér- kennilegt að eftirlitsstofnun, sem á að gæta þess að aðstæður fólks og umhverfi sé eins og best verð- ur á kosið, fari fram með þessum hætti. Okkur finnst freklega verið að ganga á rétt íbúa ef undanþága verður veitt frá reglugerðinni sem sett var, ekki bara hér heldur einn- ig á höfuðborgarsvæðinu. Það er óskiljanlegt að rekstraraðili Orku- veitunnar, sem er Reykjavíkurborg, skuli ekki bera hag íbúa sinna betur fyrir brjósti en þetta.“ - gar Bæjarráð Hveragerðisbæjar harðort í garð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna brennisteinsmengunar: Íbúar sagðir leiksoppar tilraunaverkefnis BRENNISTEINN Mengun frá Hellis- heiðarvirkjun má tímabundið vera yfir viðmiðunarmörkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFGANISTAN, AP Allt að tvö þúsund manns er saknað í þorpinu Hobo Barak í norðaustanverðu Afgan- istan, en aurskriða féll á þorpið í gær. Um þrjú hundruð hús grófust undir skriðunni, en það er um það bil þriðjungur allra húsa þar. Þorpið er afar afskekkt og biðu menn í ofvæni eftir búnaði og aðstoð við að leita í rústunum að fólki, sem enn kynni að vera á lífi. „Við höfum ekki nóg af skófl- um. Við þurfum fleiri vélar,“ segir Shal Waliullah Adeeb, ríkisstjóri í Badakhshan-héraði. - gb Aurskriða í Afganistan: Tvö þúsund manns saknað SÝRLAND, AP Samkomulag tókst milli Sýrlandsstjórnar og uppreisn- armanna um tveggja sólarhringa vopnahlé í borginni Homs, svo hundruð uppreisnarmanna gætu komist óáreittir út úr borginni. Sýrlandsstjórn nær þar með völdum í Homs á ný, en þar var lengi vel höfuðvígi uppreisnarinnar gegn Bashar al Assad forseta og stjórn hans. Stórir hlutar borgarinnar eru rústir einar eftir hörð átök og linnulitlar sprengjuárásir stjórnar- hersins síðustu misserin. - gb Vopnahlé í Homs: Uppreisnarher fer frá Homs 1. Hvað heitir borgarstjórinn í Tor- onto, sem nú er kominn í meðferð? 2. Hvers konar verksmiðju vill Hval- fjarðarsveit fá á Grundartanga? 3. Hve mikið fór kostnaðurinn við gerð Kárahnjúkavirkjunar fram úr áætlun? SVÖR: UPPREISNARMENN Í HOMS Eitt höfuð- vígi uppreisnarinnar fallið. FRÉTTABLAÐIÐ/APA ILLUGI GUNNARSSON MENNTAMÁLARÁÐHERRA Menntamálaráðuneytið telur Persónuvernd hafa tekið ákvörðun í framhaldsskólamáli án þess að kynna sér það til hlítar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Rob Ford. 2. Sólarkísilverksmiðju. 3. 50 prósent.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.