Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 12

Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 12
3. maí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Hatrömmustu andstæð-ingar frekari evrópskr-ar samvinnu hafa í vik-unni hert gagnrýni sína á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki afgreitt tillögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðunum. Þeir staðhæfa að hikið valdi pólitískri óvissu sem aftur veiki ríkisstjórn- ina. Á sama tíma hefur Alþingi mót- tekið áskorun ríflega fimmtíu þúsund kjósenda um að standa við þau gefnu fyrirheit að þjóðin sjálf fái að ákveða hvort viðræðunum verður framhaldið. Í áratugi hefur engin ríkisstjórn staðið andspænis því að svara skriflegum tilmælum jafn fjölmenns og litríks hóps. Þessi form- legu ti lmæli eru svo studd af miklum meiri- hluta þjóðarinn- ar í hverri skoð- anakönnuninni á fætur annarri. Helstu andstæð- ingar frekari evrópskrar samvinnu krefjast þess að ríkisstjórnin noti sterk- an þingmeirihluta til að afgreiða þetta viðamikla mál án tillits til þeirrar gjár sem það hefur mynd- að milli hennar og þjóðarinnar. Utanríkisráðherra hefur þegar svarað skýrt og ákveðið: Hann vill beita þingmeirihlutanum gegn skoðunum fimmtíu þúsund kjósenda á undirskriftarlistum og áliti tveggja þriðjuhluta kjósenda í skoðanakönnunum. Enginn dreg- ur í efa þingræðislegan rétt hans til þess. Hitt er meiri spurning hversu skynsamlegt það er. Svar formanns utanríkisnefnd- ar Alþingis ber vott um meiri yfir- vegun. Öfugt við utanríkisráð- herra hefur hann, að svo stöddu, ákveðið að gefa ekki meirihluta kjósenda langt nef. Hann telur með öðrum orðum ekki tímabært að svara lykilspurningunum þrem- ur: hvort, hvenær eða hvernig á að afgreiða tillöguna. Pólitísk óvissa og veikleiki Hér verður ekki reynt að meta hvor þessara tveggja helstu ábyrgðarmanna rík- isstjórnarflokkanna á utanríkis- málum hafi gengið fram af meiri einurð. Aftur á móti má færa að því góð og gild rök að formaður utanríkisnefndar hafi sýnt rík- ari hyggindi gagnvart þeirri nýju og óvenjulegu stöðu sem upp er komin. Vissulega er það rétt hjá fremstu andstæðingum frekari evrópskrar samvinnu að þetta mál hefur valdið pólitískri óvissu og veikt ríkisstjórnina. Það er stað- reynd sem enginn deilir um og ríkisstjórnarflokkarnir gera sér örugglega grein fyrir. Þeir þurfa á hinn bóginn að skilgreina fyrir sjálfum sér hvort það er flutn- ingur tillögunnar eða hikið við að afgreiða hana sem þessu veldur. Það mat ræður þeim úrslitum hvort svarið leysir ríkisstjórnina úr klípunni. Í því ljósi er skiljan- legt að menn vilji íhuga grein- inguna. Í hina röndina má þó taka undir það sjónarmið að ríkisstjórn- in er í eins konar biðstöðu þar til skarið er tekið af. Í raun er þó ekki flókið að svara þessari spurningu hvort orsök þrautanna liggur í tillöguflutn- ingnum eða hikinu. Ekki þarf annað en að horfa á þetta tvennt: Engir tugir þúsunda kjósenda hafa óskað eftir viðræðuslitum. Engar skoðanakannanir benda til að meirihluti þjóðarinnar styðji viðræðuslit. Tillöguflutningurinn fól í sér ásetning um að brjóta gegn skýr- um kosningaloforðum um þjóðar- atkvæði. Meðan tillagan er ekki samþykkt er það brot ekki full- framið. Hikið sem fram kemur í afstöðu formanns utanríkisnefnd- ar er því fremur fallið til að bæta stöðu ríkisstjórnarinnar. Ákafi utanríkisráðherra veikir hana að sama skapi. Hikið er bót í máli Engu er líkara en viðbrögð almennings hafi komið báðum stjórnarflokkunum í opna skjöldu. Loforðin voru þó bæði skýr og afdráttarlaus. Vera má að það hafi villt um fyrir forystumönnum stjórnarflokkanna að hörðustu and- stæðingar frekari evrópskrar sam- vinnu hafa í reynd sakað þá um að brjóta gegn ályktunum landsfund- ar og flokksþings með kosningalof- orðinu. Þær ásakanir styðjast bara ekki við sterk rök. Þingflokkum beggja stjórnar- flokkanna mátti því vera ljóst að áform um að svíkja kosningalof- orðin myndu valda ólgu. En fallast verður á að viðbrögð almennings hafi orðið sterkari og öflugri en nokkurn mann gat grunað. Trúlega þarf því að leita að dýpri skýringu en felst í tilvísun í það eitt að loforð hafi verið svikin. Í aðalatriðum hafa verið tveir skólar um leiðir til að reisa landið við. Önnur er að nota krónuna eins og fyrir hrun. Hin er að innleiða öfl- uga og gjaldgenga mynt. Augljóst er að margir vildu í byrjun gefa rík- isstjórninni svigrúm til að sýna að fyrri leiðin væri fær. Vonin um að þetta mætti takast hefur á hinn bóginn dvínað. Það hefur einfald- lega ekki tekist að halda henni lif- andi gagnvart nægjanlega mörgum. Við þær aðstæður er sá ótti í röðum kjósenda ekki óeðlilegur að það geti beinlínis skaðað hags- muni landsins að loka hinni leið- inni eins og ríkisstjórnin ætlaði að gera. Þessi beygur gæti skýrt við- bótarþunga undiröldunnar. Það er því skynsamlegt að íhuga stöðuna í víðu pólitísku og efnahagslegu sam- hengi. Dýpri skýring A lþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðar- atkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. For- maður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort við- ræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma ein- hvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkis- stjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokks- ins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkis- stjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitar- stjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna. Stjórnin hlustar ekki á fimmtung kjósenda: Við ætlum samt að svíkja Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.