Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 18
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18
ÞAKIN
TJÖLDUM
Flóttamenn-
irnir gera
sér húsnæði
úr gömlum
auglýsinga-
plakötum.
Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gest-urinn, og eini starfsmað-urinn — eigandinn — var
staddur á neðri hæðinni, langt frá
herbergi sex. Það sem hafði trufl-
að mig svona mikið, fyrsta daginn í
Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem
ég hafði mætt, brotabrot af þeirri
milljón flóttamanna frá Sýrlandi,
nú í Líbanon, þessu litla fjögurra
milljóna manna landi. Og hinum
megin við hæðina, í austri, lá Sýr-
land; þaðan bárust lágstemmdar
drunur inn í herbergið mitt. Þar
geisar stríð.
Þrjár milljónir manna hafa nú
þegar flúið Sýrland síðan borgara-
stríðið hófst fyrir þremur árum.
Að minnsta kosti fimm milljónir
eru á vergangi innan landsins, en
fyrir tveimur árum var íbúatalan
22 milljónir. Þetta ástand er ekki
í lagi. Og það lagast ekkert. Allir
sem ég hitti sögðu að þetta ástand
muni vara í tíu, jafnvel fimmtán ár.
Eins og borgarastríðið í Líbanon,
sem nú er lokið fyrir löngu.
Eftir fimmtán ár verður Najwa,
litla nýfædda stelpan sem ég hitti
með bróður hennar og mömmu
fyrsta kvöldið, að fara í mennta-
skóla. Staðreyndin er bara sú
að hér í Beqaa-dalnum er engin
framtíð, engin skólaganga, ekkert.
Og pabbinn? Einn af 206 þúsund
sem misst hafa lífið, eða kannski
einn af 130 þúsund sem hafa horf-
ið, mun aldrei sjá eða hitta dóttur
sína.
Þetta jafngildir íslenskri þjóð, sem
hefur dáið, eða gufað upp, í Sýr-
landi á þremur árum.
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna og Rauði krossinn gera lítil
kraftaverk á hverjum degi. En það
dugar skammt; slíkur er fjöldinn.
Beqaa-dalurinn, fæðukista Líb-
anons, er allur þakinn tjöldum sýr-
lenskra flóttamanna. Einfaldri tré-
grind er klambrað saman, síðan er
plast strekkt yfir og heft fast — oft
gamlar útrunnar risaauglýsingar.
Að lokum eru lögð gömul sumar-
dekk á þakið sem farg. Framtaks-
samir setja smá steypuskán á
gólfið til að gera það þrifalegra;
moldargólf er bæði skítugt og rakt.
Þarna, á fimm komma fimm fer-
metrum, býr fólk. Heilu og hálfu
fjölskyldurnar sem eiga ekkert
nema lífið sjálft, og stundum einar
buxur eða tvenn pils til skiptanna.
Klósettum er komið upp, báru-
járnstunnum með þaki og gati í
illa steyptu gólfinu, síðan ganga
rör út út úr þeim. Rör sem ná ekki
lengra en hundrað sentímetra, þar
sem kúkur, piss og ólykt taka vel
á móti gestum og gangandi. Lík-
lega er á annað hundrað manns
um hvert klósett en aldrei sá ég
biðröð. Rennandi vatn, ekkert. En
tanka þar sem fólk getur sótt vatn
til matargerðar og þrifnaðar er að
finna með jöfnu millibili í tjaldbúð-
unum.
En þrátt fyrir allt kom það mér
mest á óvart hve fólk var hreinlegt,
æðrulaust, kurteist og stolt. Þarna
hitti ég kristna, drúsa, alavíta, sjíta
og súnnía, trúin var ekki að trufla.
Allir lögðust á árar við að hjálpa
næsta manni að koma upp tjaldi,
bústað, finna mat. Og börnin léku
sér í einhvers konar brennó, felu-
leik eða stríðsleik. Pang! Dauður.
Þarna deyrð þú í þykjustunni. Hér
heldurðu því eina sem þú átt: líf-
inu. Hér er það öruggt.
Hvernig gat þetta gerst í Sýrlandi?
Hjá þessari umburðarlyndu, vel-
menntuðu fjölmenningarþjóð. Með
Damaskus, heillandi heimsborg,
sem höfuðborg. Óskiljanlegt.
ALLT TIL
ANDSKOTANS
Í lok mars var tíst um milljónasta flóttamanninn frá Sýrlandi
sem varð kveikjan að ferðalagi ljósmyndarans Páls Stefánssonar
til Líbanons og Sýrlands. „Að láta gott af sér leiða, vekja athygli á þessum
harmleik, og jafnframt styðja við bakið á Rauða krossinum,“ segir Páll,
sem hefur starfað sem ljósmyndari í þrjátíu ár og er ritstjóri tímaritsins
Iceland Review. Hér deilir hann ferðinni í máli og myndum.
PÁLL STEFÁNSSON LJÓSMYNDARI