Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 20

Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 20
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Ósköpin byrjuðu í borginni Daraa, við jórdönsku landamærin, þann 15. mars 2011, þegar 15 börn á aldrinum níu til fimmtán ára og öll úr sömu fjölskyldunni krotuðu níð um stjórnina á skólavegginn sinn. Þau voru handtekin og þremur dögum seinna söfnuð- ust 3.000 manns saman til að óska eftir því að þau yrðu látin laus. Þau gerðu jafnframt kröfu um umbætur á stjórnarfari Sýrlands, og að tekið yrði á spillingu í landinu. Örygg- issveitir tóku af hörku á mótmælendum og skutu fjóra til bana. Arabíska vorið breytist í fimbulvetur. Í fjörutíu og fjögur ár, síðan 1970, hefur al- Assad-fjölskyldan stjórnað landinu með stuðn- ingi Ba‘ath-flokksins. Fyrst var það Hafez al- Assad sem stjórnaði landinu í 30 ár, frá 1970 til dauðadags árið 2000, þegar sonurinn, breskmenntaði augnlæknirinn Bashar Hafez al-Assad, tók við forsetaembættinu. Fjölskyld- an er alavítar, trúarbrögð milli gyðingdóms og súnnímúslíma sem aðeins 11 prósent þjóðar- innar tilheyra, og þeir hafa stjórnað og ráðið öllu undanfarna hálfa öld þrátt fyrir að þrír af hverjum fjórum Sýrlendingum séu súnnímús- límar og einn af hverjum tíu kristinnar trúar, auk drúsa og örfárra gyðinga. Eins og staðan er í dag er stríðið í pattstöðu. Enginn er með yfirhöndina. Stjórnin heldur 40 prósentum landsins, 60 prósentum íbúanna, og mismunandi hópar uppreisnarmanna halda héraði og héraði og hafa barist hver við annan af mikilli heift, rétt eins og við stjórnarher- inn. Rússar hafa verið helstu bandamenn ríkis- stjórnarinnar ásamt Hizbollah-samtökunum í Líbanon en Sádar, Bandaríkjamenn og Flóa- ríkin hafa verið öflugustu bandamenn upp- reisnarmanna. Allir stríðsaðilar hafa framið voðaverk, stríðs- glæpi á óbreyttum borgurum, og notað jafn- vel til þess efnavopn. Síðast, nú fyrir tveim- ur vikum í Kafr Zita, þorpi 200 km norður af Damaskus sem uppreisnarmenn halda. Stjórnin var fljót að kenna uppreisnarmönn- um um ódæðið en gat ekki útskýrt hvern- ig ríkisfjölmiðlar gátu varað vinveitt þorp í nágrenninu við yfirvofandi efnavopnaárás, með sólarhrings fyrirvara. Í rúminu, síðasta kvöldið í dalnum, hugsaði ég um allt það fólk sem ég hafði hitt, endur- skoðandann, vínbóndann og manninn hennar, ljóðskáldið og ljósmyndarann án myndavéla. Þær hurfu þegar húsið hans sprakk í Aleppo. Öll börnin, sem hafa alla framtíðina fyrir sér, en samt sem áður enga framtíð. Konuna með fimm börn en engan maka. Kraftmikla mann- inn sem ásamt tíu ára dóttur sinni, laskaðri á fæti eftir stríðið, brenna saman jörð og leir og búa til múrsteina til að útbúa skjól fyrir vini og vandamenn. Svíar hafa sýnt manndóm og mannúð og veitt 26 þúsund Sýrlendingum hæli á síðustu tveim- ur árum. Hvenær kemur að okkur? Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varan- legt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan. Úr herbergisglugganum ljómaði austurhim- inninn. Herbergi sex skalf. Sprenging. Hel- vítis stríð. ÞETTA LAGAST EKKERT „Allir sem ég hitti sögðu að þetta ástand muni vara í tíu, jafnvel fimmtán ár. Eins og borgarastríðið í Líbanon, sem nú er lokið fyrir löngu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.