Fréttablaðið - 03.05.2014, Síða 26
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Erfiðar heimilisaðstæður höfðu einkennt sambúð hjónanna í Kötlufelli 11 um nokkurt skeið þegar árið 1981 gekk í garð. Eiginmaðurinn
drakk stíft og börnin tvö, fimm
og sex ára, upplifðu óregluna nær
daglega í janúarmánuði þetta
örlagaríka ár. Konan skemmti sér
einnig talsvert og sagði vinkon-
um sínum að ef eiginmaðurinn
færi ekki að drekka, myndi hún
kaupa flösku fyrir hann sjálf,
svo hann færi að drekka, til þess
að hún kæmist út til að skemmta
sér. Linda Hilmarsdóttir, 14 ára
barnfóstra, var því nær dagleg-
ur gestur á heimili hjónanna og
gætti barnanna.
Morðhótun og bensín á svölunum
Sunnudaginn 25. september 1981
hélt drykkja mannsins áfram í
hádeginu. Hann kastaði af sér
þvagi í eldhúsvaskinn og ataði
íbúðina út. Hjónin rifust vegna
ástandsins og varð barnfóstran
vör við að konan hótaði manninum
lífláti ef hann færi ekki í meðferð.
Tveimur dögum áður hafði heim-
ilisbíllinn orðið bensínlaus í næstu
götu og hafði eiginmaðurinn náð í
bensín á brúsa til að setja á bílinn.
Þegar hann hugðist setja bensín-
ið á bílinn hafði bílinn verið fjar-
lægður af lögreglunni. Að lokum
endaði bensínbrúsinn á svölum
íbúðarinnar.
Kveikti hann í sér
út frá reykingum?
Síðdegis þennan sama sunnudag
hélt konan með börnin í næsta
hús því hún vildi lofa þeim að
horfa á Stundina okkar í lit.
Þremur korterum síðar þegar
hún sneri aftur heim til sín var
íbúðin orðin full af reyk. Hún fór
upp á næstu hæð og bað um hjálp
því kviknað væri í íbúð sinni og
eiginmaðurinn inni. Hún gaf þá
skýringu að þegar hún hafi yfir-
gefið íbúðina hefði maðurinn
setið á rúmstokknum talsvert
ölvaður með logandi vindling í
hendi. Taldi hún líklegt að hann
hefði kveikt í sér út frá reyking-
unum. Slökkviliðið kom fljótlega
á staðinn, slökkti eldinn, og fann
þar manninn látinn í eldhúsinu.
Úrskurðuð í gæsluvarðhald
Rannsóknarlögreglan tók við
rannsókn málsins og í fyrstu voru
eldsupptök ókunn. Þegar hald-
inn var fundur með aðstandend-
um hins látna, seinna um kvöld-
ið, kom í ljós að hann hafði aldrei
reykt. Þá vöknuðu grunsemdir
um að eitthvað saknæmt kynni að
hafa átt sér stað. Konan neitaði
aðild að málinu en þremur dögum
eftir brunann fór rannsóknarlög-
reglan fram á gæsluvarðhald yfir
henni þar sem framburður vitna
og gögn málsins bentu til þess
að hún ætti aðild að brunanum. Í
þinghaldinu neitaði hún ásökunun-
um og sagðist vera saklaus. Þrátt
fyrir það var hún úrskurðuð í
gæsluvarðhald og tveimur dögum
síðar játaði hún að hafa kveikt í
manninum þar sem hann lá sof-
andi í hjónarúminu. Hún notaði til
þess bensínbrúsann á svölunum
og nýtti tækifærið meðan börnin
biðu hennar á stigaganginum.
Reyndi að eitra fyrir manninn
Konan sagði rannsóknarlögregl-
unni frá ofdrykkju mannsins
og aðspurð um ástæðuna, svar-
aði hún því til að hún væri hrif-
in af öðrum manni sem hún hefði
kynnst nokkrum árum áður. Hefði
komið til tals milli þeirra hvort
hægt væri að fyrirkoma eigin-
manninum og í eitt skipti hefði
konan sett asetón út í áfengis-
blöndu hans í þeim tilgangi að
eitra fyrir hann. Tilraunin mis-
heppnaðist en konan sagðist eftir
þetta hafa verið ákveðin í að bana
eiginmanni sínum.
16 ára dómur í Sakadómi
Reykjavíkur
Í dómnum yfir konunni kemur
fram að þau hjónin hafi verið í
Hvítasunnusöfnuðinum og hafi
skilnaðir ekki fengist auðveldlega
þar. Þrátt fyrir erfiðar heimilis-
aðstæður og mikla drykkju eigin-
mannsins þóttu engar refsilækk-
unarástæður koma til greina í
Sakadómi Reykjavíkur. Því var
konan dæmd til 16 ára fangelsis-
vistar. Hæstiréttur mildaði dóminn
í 14 ár. Í Íslenskum ástríðuglæpum
á Stöð 2 á sunnudagskvöld verður
fjallað um mál hjónanna og rætt
við barnfóstru þeirra, rannsókn-
arlögreglumann og önnur vitni.
Að auki verður rætti við Sigþrúði
Guðmundsdóttur, framkvæmda-
stýru Kvennaathvarfsins, en málið
í Kötlufelli árið 1981 var ein ástæða
þess að athvarfið var stofnað.
Rúmið sem brann í Breiðholti
Í september árið 1981 kvað Sakadómur Reykjavíkur upp 16 ára fangelsisdóm yfir 27 ára tveggja barna móður
úr Breiðholti. Það er einn þyngsti dómur sem kona hefur fengið á Íslandi. Konan hafði hugsað um það í nokk-
urn tíma að fyrirkoma manni sínum og þegar hún lét loks verða af því var verknaðurinn miskunnarlaus.
24. janúar 1981
Mikil drykkja á
heimili hjónanna
í Kötlufelli.
25. janúar 1981
Maðurinn ferst í
eldsvoða í Kötlufelli
í Breiðholti.
Eldsupptök ókunn.
27. janúar 1981
Verulegt misræmi í
framburði konunnar
annars vegar og vitna.
28. janúar 1981
Farið fram á gæslu-
varðhald yfir konunni.
Hún neitar sök.
30. janúar 1981
Konan játar að
hafa banað eigin-
manni sínum.
23. september 1981
Konan dæmd í 16 ára
fangelsi í Sakadómi
Reykjavíkur.
14. mars 1983
Konan dæmd
í 14 ára fangelsi
í Hæstarétti.