Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 43
Mannauðsráðgjafi
Ertu að leita að starfi þar sem hæfileikar þínir fá notið sín?
Velferðarsvið óskar eftir að ráða öflugan mannauðsráðgjafa til starfa í mannauðsþjónustu sviðsins. Við bjóðum uppá
fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi, þar sem hæfileikar starfsmanna fá notið sín. Við bjóðum uppá
þátttöku í þróun starfsumhverfis og verkefna. Við leitum að starfsmanni í fullt starf sem getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Skipulagning og stefnumótun símenntunar
og starfsþróunar.
• Ráðgjöf við stjórnendur og fræðslufulltrúa vegna
símenntunar og starfsþróunar.
• Ráðgjöf og kennsla varðandi starfsþróunarsamtöl og
gerð símenntunaráætlana.
• Stuðningur, ráðgjöf og fræðsla til stjórnenda varðandi
mannauðstengd málefni.
• Stuðningur, eftirfylgd og ráðgjöf vegna
vinnustaðagreininga.
• Umsjón og áætlanagerð í mannréttindamálum er
varða mannauðsmál.
• Þátttaka í vinnuhópum á sviði starfsmannamála bæði
innan sviðs og borgarkerfis.
• Ýmis önnur verkefni sem lúta að því að gera starfsstaði
velferðarsviðs að eftirsóknarverðum vinnustöðum.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á
sviði mannauðsmála.
• Þekking og reynsla á sviði mannauðsmála æskileg.
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Lóa Birna Birgisdóttir
starfsmannastjóri, í síma 411-9024 eða með því að senda
fyrirspurnir á loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endur-
spegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og
hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.
Velferðarsvið
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk.
Embassy clerk
The Embassy of Japan seeks capable,
responsible, and flexible clerk (Secretary).
Basic conditions for application
• University degree
• Good knowledge of Iceland
• Language skills in Icelandic and English
• Good computer command
• Star t of work in May 2014 and
contract renewal every 2 years
CV should be sent to the following address
until 14 May.
Laugavegur 182, 105 Reykjavik
Tel. 510-8600, Fax. 510-8605
e-mail. japan@rk.mofa.go.jp
Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir
sölufulltrúum á Íslandi, Noregi og Danmörku.
Um er að ræða sölu- og kynningastarf fyrir fjöldan
allan af ýmis konar ritum sem fyrirtækið gefur út,
sjá heimasíðuna www.sagaz.is
Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Reynsla af sölu- og kynningarmálum æskileg en ekki
skilyrði. Árangurstengd þóknun í verktakaumhverfi.
Umsóknir skulu sendar á netfangið:
umsokn@sagaz.is fyrir 9. maí nk.
Sölufulltrúi
kopavogur.is
Kópavogsbær
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
· Kennari í dönsku í Kársnesskóla
· Kennari í ensku í Kársnesskóla
· Kennari á yngsta stig í Kársnesskóla
· Sérkennari í námsver Kópavogsskóla
· Umsjónarkennarar í Salaskóla
· Námsráðgjafi í Salaskóla
· Leikskólakennari á leikskólann Dal
· Sjúkraliði í dagþjálfun fyrir minnissjúka
· Starfsfólk á hæfingarstöð fyrir fatlaða
· Þroskaþjálfi á hæfingarstöð
Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á
vef Kópavogsbæjar
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Vakin er athygli á að öll laus störf hjá bænum
eru auglýst www.kopavogur.is
| ATVINNA | LAUGARDAGUR 3. maí 2014 3