Fréttablaðið - 03.05.2014, Síða 48
| ATVINNA |
Saman náum við árangri
Samskip eru flutningafyrirtæki með starfsstöðvar víða um heim. Starfsfólk Samskipa býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf og
heildarlausnir á sviði flutninga og flutningatengdrar þjónustu. Við höfum á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks sem vinnur ávallt með
frumkvæði, samheldni og þekkingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf og tækifæri til starfsþróunar. Öryggis- og
heilbrigðis mál starfsfólks eru í fyrirrúmi og bjóðum við upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu.
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí nk.
Umsóknir skulu fylltar út á www.hagvangur.is
Nánari upplýsingar veita:
Elísabet Sverrisdóttir, elisabet@hagvangur.is
Kristín Guðmundsdóttir, kristin@hagvangur.is
SAMSKIP ÓSKA EFTIR AÐ RÁÐA ÞJÓNUSTULUNDAÐ
STARFSFÓLK Í VÖRUMIÐSTÖÐ
Sérfræðingur í tollamiðlun
Verksvið
• Tollskýrslugerð
• Samskipti við tollayfirvöld
• Umsjón með birgðahaldi og skýrslugerð til viðskiptavina
• Móttaka viðskiptavina
• Skráning í birgðakerfi
• Utanumhald og frágangur skjala
Menntunar- og hæfniþættir
• Menntun á sviði viðskipta- eða flutningafræði er kostur
• Stúdentspróf og tollmiðlaranám skilyrði
• Reynsla af starfi í tollamiðlun
• Góð almenn tölvukunnátta og marktæk reynsla af
skrifstofustörfum
• Mjög góð kunnátta í ensku, töluðu og rituðu máli
Æskilegir eiginleikar
• Góð greiningarhæfni
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Vandvirkni og næmi fyrir smáatriðum
• Reglusemi og góð ástundun
• Fáguð framkoma
Þjónustufulltrúi
Verksvið
• Dagleg samskipti og þjónusta við viðskiptavini
vörumiðstöðvar
• Umsjón með móttökum og afhendingum til viðskiptavina
• Skráning i birgðakerfi
• Tollskýrslugerð
• Viðhalda jákvæðum og góðum tengslum við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniþættir
• Stúdentspróf
• Góð almenn tölvukunnátta og marktæk reynsla af
skrifstofustörfum
• Mjög góð kunnátta í ensku, töluðu og rituðu máli
Æskilegir eiginleikar
• Góð greiningarhæfni
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Vandvirkni og næmi fyrir smáatriðum
• Reglusemi og góð ástundun
• Fáguð framkoma
Starfskraftur óskast
Á fastar vaktir, kvöld og helgar. Ekki yngri en 20 ára.
Upplýsingar á staðnum á sunnudag og mánudag.
Blómabúðin Dögg - Bæjarhrauni 26 - Hafnarfirði.
www.gardabaer.is
STÖRF HJÁ GARÐABÆ
Sjálandsskóli
• umsjónarkennarar
• kennsluráðgjafi í tölvu- og
upplýsingatækni (afleysing)
Leikskólinn Akrar
• leikskólakennari
Flataskóli
• deildarstjóri við leikskóladeild (afleysing)
• leik- og grunnskólakennarar við
leikskóladeild
Garðaskóli
• aðstoðarskólastjóri
Nánari upplýsingar á vef Garðabæjar,
www.gardabaer.is
Umsók
nir á
umsok
n.foodc
o.is
Við viljum ráða veitingastjóra í dagvinnu til að sjá um rekstur American
Style við Tryggvagötu.
Starfslýsing: Leiða daglegt starf, bera ábyrgð á starfsfólki og sjá um rekstur.
Kröfur: Stúdentspróf eða iðnmenntun. Sjálfstæði, metnaður, öguð vinnubrögð
og hæfni í samskiptum. Reynsla af svipuðu starfi er kostur. Umsækjandi þarf að
vera 30 ára eða eldri og í góðu líkamlegu formi.
Upplýsingar veitir Herwig á hs@foodco.is.
VEITINGA
STJÓRI
Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu
3. maí 2014 LAUGARDAGUR8