Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 51
| ATVINNA |
Sérnámsstaða í heimilislækningum
laus til umsóknar
Við Heilbrigðisstofnun Suðurlands er laus til umsóknar
ein staða sérnámslæknis í heimilislækningum við heilsu-
gæsluna á Selfossi. Umsóknarfrestur er til 30. maí n.k.
og er reiknað með að námsstaðan sé til þriggja ára.
Aðalstarfsstöð verður heilsugæslan á Selfossi og verður
námið byggt á marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum
en einnig er gert er ráð fyrir samstarfi við kennslustjóra
sérnáms í heimilislækningum varðandi fræðilegt nám sem
fer fram í reglulegu hópstarfi í Reykjavík. Til greina kemur að
taka hluta af náminu erlendis í samráði við kennslustjóra.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands
og fjármálaráðherra.
Upplýsingar um stöðuna veita Arnar Þór Guðmundsson
yfirlæknir og kennslustjóri heilsugæslunni Selfossi í síma
4805100 eða á netfangi arnar@hsu.is og Óskar Reykdalsson,
framkvæmdastjóri lækninga í síma 868-1488 eða á netfangi:
oskar@hsu.is
Umsóknum ásamt staðfestum upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf sendist á viðeigandi eyðublöðum
til Óskars Reykdalssonar, framkvæmdastjóra lækninga.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu
heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi.
Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20.000 íbúa á Suðurlands-
undirlendinu.
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi
með 28 legu- og dagdeildarrúm og 40 hjúkrunarrúm.
Stofnunin sinnir ennfremur heilbrigðisþjónustu á Litla Hrauni.
Alls eru um 226 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands
SÖLUFULLTRÚI Á NORÐURLANDI
Áhugasamir vinsamlega sæki um starfið á heimasíðu félagsins, www.ss.is fyrir 12. maí
nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Þórðarson, deildarstjóri söludeildar, í
síma 575 6000.
Sláturfélag Suðurlands er 107 ára öflugt og framsækið matvælafyrirtæki
með starfsstöðvar í Reykjavík, á Selfossi og á Hvolsvelli. Hjá félaginu
starfa um 300 starfsmenn.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess, www.ss.is.
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sölufulltrúa sem fyrst, um er að ræða
100% starf.
STARFSLÝSING
• Söluheimsóknir til viðskiptavina
• Áfyllingar í verslunum
• Öflun og viðhald viðskiptasambanda
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Reynsla úr sambærilegu starfi kostur
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulögð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta
• Reglusemi, heiðarleiki og stundvísi
LAUGARDAGUR 3. maí 2014 11