Fréttablaðið - 03.05.2014, Qupperneq 93
LAUGARDAGUR 3. maí 2014 | MENNING | 61
Leikkonan Keira Knightley er
búin að landa hlutverki í stór-
mynd Baltasars Kormáks, Ever-
est. Á meðal leikara í myndinni
eru til að mynda Josh Brolin og
Jake Gyllenhaal en Keira leikur
eiginkonu Jasons Clarke sem
túlkar fjallgöngukappann Rob
Hall.
Myndin er meðal annars tekin
upp í Pinewood Studios, í Eng-
landi, Nepal og ítölsku Ölpun-
um en hún er byggð á bókinni
Into Thin Air eftir rithöfundinn
og fjallagarpinn Jon Krakauer.
Segir hún frá hörmungaratburð-
um sem áttu sér stað á Everest-
fjalli árið 1996 þar sem átta fjall-
göngumenn fórust. - lkg
Gengur til liðs
við Baltasar
GÓÐ LEIKKONA Keira vinnur fyrir
Baltasar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FJÖLSKYLDUFÓLK Styttist í brúðkaup.
Raunveruleikastjarnan Kim
Kard ashian og rapparinn Kanye
West ganga í það heilaga í París
þann 24. maí. Samkvæmt heim-
ildum tímaritsins Us Weekly
ætlar parið að reyna að eignast
annað barn strax eftir brúðkaup-
ið en fyrir eiga þau dótturina
North, tíu mánaða.
„Kim vill verða ólétt strax eftir
brúðkaupið. Hún vill að stutt sé á
milli barnanna,“ segir heimildar-
maður tímaritsins.
Kim og Kanye trúlofuðu sig
í október á síðasta ári og hafa
verið að þeysast um Parísarborg
að undanförnu að undirbúa brúð-
kaupið.
Skötuhjúin eru hins vegar ekki
búin að segja neinum gestum
hvar brúðkaupið verður haldið og
vita systur raunveruleikastjörn-
unnar, Khloe og Kourtney, það
ekki einu sinni. - lkg
Þráir annað
barn
VINNA VEL SAMAN Hér eru Valgeir og Chiara í
Þýskalandi síðasta sumar. MYND/ÚR EINKASAFNI
„Við Chiara erum búin að vera að vinna
saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða
lagið sem við gerum saman,“ segir Val-
geir Magnússon, umboðsmaður maltnesku
Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa.
Hann frumflytur nýtt lag, sem heitir
Mermaid in Love, ásamt stjörnunni á Euro
Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag.
Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið
ásamt Valgeiri.
„Samstarf okkar kom til þannig að ég
var að túra með Heru Björk á milli tónlist-
arhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum
og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri
þjónustu en flestir og sá að ég var dug-
legur að passa upp á hlutina. Einn daginn
kom hún til mín og spurði hvort ég væri til
í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var
ekki sannfærður um að það gæti gengið
upp.
„Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því
ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp
þar sem Ísland og Malta eru hvort á sínum
endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta
er allt að vinna í gegnum netið. Nú erum
við búin að taka upp fjögur lög saman, sem
við gerum þannig að við Öggi erum á Face-
Time í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum
hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við
sendan sönginn og Öggi klárar málið.“
Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love,
segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum.
„Hugmyndina fékk ég þegar við vorum
að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar.
Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi
hittumst svo nokkrum vikum síðar, töl-
uðum aðeins um hugmyndina og hann kom
strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við
þetta ekkert fyrr en fyrir tveimur vikum.
Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbú-
stað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við
erum að ákveða hvað við gerum við.“ - lkg
Frumfl ytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu
Valgeir Magnússon er umboðsmaður söngkonunnar Chiara Siracusa.
Byrjar í dag 3. maí kl. 10:00
í plássi Sparkz Kringlunni.
Vörur frá öllum verslunum NTC á ótrúlegu verði.
Einstök sýnishorn frá fjölda merkja til sölu.
Þú vilt ekki missa af þessu!
NTC
www.ntc.is