Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 94
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62 Tengdaforeldrar mínir eru bændur í Skagafirði. Það er leiðindavenja hjá fólki að tala um hjón í búskap sem bónd- ann og konu hans en tengdamóðir mín er engu síðri bóndi en maður hennar. Hún hefur gengið með sex börn, fjögur þeirra samhliða því að reka meðalstórt kúabú með tilheyrandi vinnuhörku. ÞAÐ var ákveðin opinberun fyrir borg- arstúlkuna mig að blandast óvænt í búskap tengdaforeldranna. Ég tek þátt í heimaslátrun og verkun á haustin og virðing mín fyrir matnum sem ég læt ofan í mig, úr frystikistunni, hefur margfaldast. Virðing mín fyrir tengdamóður minni er líka marg- föld. Bændur fara nefnilega aldrei í frí. Við frestuðum borðhaldi á gamlárskvöld því ein kýrin var að bera og heimilisfólk þurfti að vera til staðar. Og á hverjum morgni rumska ég við tengdafjölskyld- una þegar þau halda út í myrkrið að mjólka, sama hvaða dagur er og sama hvernig viðrar. TENGDAMÓÐIR mín, og aðrar konur í búskap, eru mér sérstaklega ofarlega í huga núna þegar ég er að ganga með mitt fyrsta barn. Ég fékk minn skammt af ógleði, sem var þó ekkert til að tala um. Ég held ekki út matarboð ef gestirnir eru þaulsætn- ir án þess að taka smá kríu í myrku horni. Og blessuð grindin leyfir ekki hvaða háskaglennur og voðafettur sem er. Allt þetta hafa konur í búskap, bændur, gengið í gegnum á meðan þær hafa haldið úti búi af miklum myndugleika. NÚ er sauðburður að hefjast í sveitum landsins. Konur hafa í gegnum ald- irnar tekið þátt af festu enda ekkert annað í boði þegar maður er bóndi. Þú hættir ekki við sauðburð þó að það sé von á barni. Þær hafa haldið sér vak- andi í gegnum heilu næturnar í fjár- húsunum. Verið á hækjum sér óhóflega lengi og umgengist illa lyktandi blóð, slím og saur úr skepnunum. Allt þetta án þess að kvarta og án þess að taka sér kríu. Bændur með barni, þið eigið alla mína virðingu. Skuldlaust. Með ógleði í sauðburði BAKÞANKAR Snærós Sindradóttir THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2DÍSL. TAL RIO 2 3DÍSL. TAL HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 3 - 6 - 9 KL. 3 - 5.45 KL. 3.30 KL. 3.45 - 6 - 8 - 10 KL. 8 - 10.15 THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D THE AMAZING SPIDERMAN 2 3DLÚXUS THE AMAZING SPIDERMAN 2 2D RIO 2 2D ÍSL. TAL RIO 2 3D ÍSL. TAL OCULUS HARRÝ OG HEIMIR KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 2 - 5 - 8 - 10.50 KL. 2 - 5 - 8 - 10.50 KL. 2 - 8 - 10.50 KL. 1 - 3.15 - 5.45 KL.1 KL. 10.20 KL. 4 - 6 - 8 Miðasala á: EINVÍGIÐ Í AMAZON -H.S., MBL -B.O., DV TOPPMYNDIN Í USA! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SPARBÍÓ EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILM KEFLAVÍK CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY WASHINGTON POST PORTLAND OREGONIAN TOTAL FILM EMPIRE LOS ANGELES TIMESCHICAGO SUN TIMES THE OTHER WOMEN 5, 8, 10:20 SPIDERMAN 2 3D 2, 7, 10 A HAUNTED HOUSE 2 10 RIO 2 2D 2, 4:30 HARRY OG HEIMIR 2, 4, 6, 8 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755% “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Allir borga barnaverð „Þetta er í raun fyrsti Bandaríkja- túrinn hans eftir að hann gerði samninginn við Columbia Records,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er á leið í tónleikaferð til Bandaríkjanna. Hann heldur af stað til Bandaríkjanna 10. júní næstkom- andi og kemur fram í Minneapolis þann 11. júní en þá tekur við tíu daga túr um Bandaríkin og kemur hann meðal annars fram í New York, Chicago, Philadelphia og fleiri borgum. „Við byrjum á mjög flott- um stað í Minneapolis sem heitir Fine Line Music Café og er um 650 manna staður, það er einn stærsti staðurinn sem hann kemur fram á,“ bætir María Rut við. Fyrir utan Bandaríkjaferðina er Ásgeir bókaður á fjölda tónleika um heim allan í sumar og kemur meðal annars fram á hátíðinni Splendour in the Grass í Ástralíu í júlí og á Fuji Rock Festival í Japan, einnig í júlí. - glp Ásgeir Trausti til Bandaríkjanna Fer í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna eft ir að hann samdi við Columbia. TIL BANDARÍKJANNA Ásgeir Trausti á annasamt sumar fyrir höndum. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.