Fréttablaðið - 03.05.2014, Síða 96

Fréttablaðið - 03.05.2014, Síða 96
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 64 MEISTARAR MEISTARANNA Breiða- blikskonur tryggðu sér sigur í Meistara- keppni kvenna í fótbolta með 1-0 sigri á Stjörnunni í gær. Fjolla Shala og Jóna Kristín Hauksdóttir tóku við bikarnum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT 1. sæti KR 2. sæti FH 3. sæti Breiðablik 4. sæti Stjarnan 5. sæti Valur 6. sæti ÍBV 7. sæti Þór 8. sæti Fram 9. sæti Keflavík 10. sæti Víkingur 11. sæti Fylkir 12. sæti Fjölnir KR stendur uppi sem Íslandsmeistari í 27. skiptið í haust sam- kvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. Liðið kemur gríðarlega vel mannað til leiks eins og undanfarin ár og með valinn mann í hverju rúmi. Íslandsmeistararnir misstu öfluga menn eftir síðasta tíma- bil en hafa gert sitt til að fylla í skörðin. Tveir sterkir póstar eru farnir af miðjunni og þá er Stefán Logi Magnússon kominn aftur í markið. KR og FH gætu hæglega stungið af frekar snemma í mótinu og má reikna með tveggja turna tali í allt sumar á toppnum. Þetta eru einfaldlega liðin sem eru langbest mönnuð og standa þau framar öðrum eins og staðan er á Íslandi í dag. Baldur Sigurðsson: Þar sem breytingar hafa orðið á miðjunni mæðir meira á smalanum úr Mý- vatnssveitinni en áður. Hann hefur nú enga reynslubolta eins og Bjarna og Brynjar til að bakka sig upp heldur verður að hann algjörlega að taka völdin á miðsvæðinu. Hann fer líka létt með það enda kannski besti miðjumaður deildarinnar og að margra mati besti leikmaður síðasta tímabils. Almarr Ormarsson (Fram) Farid Zato (Víkingur Ó.) Gonzalo Balbi (KV) Ivar Furu (Molde, lán) Sindri Snær Jensson (Valur) Stefán Logi Magnúss. (Lilleström) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Gonzalo Balbi: Flestir KR-ingarnir eru þekktar stærðir en það verður gaman að fylgjast með Balbi í sumar. Þetta er leikinn miðjumaður sem fer vel með boltann og getur skorað mörk. Rúnar Kristinsson er 44 ára gamall og á sínu fimmta ári með liðið. Hann varð í fyrra fyrsti KR-þjálfarinn í hálfa öld til að skila stórum titli til KR þrjú tímabil í röð. GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (4. sæti, Bikarmeistari) - 2009 (2. sæti) - 2010 (4. sæti) - 2011 (1. sæti Bikarmeistari) - 2012 (4. sæti Bikarmeistari) - 2013 (1. sæti) Íslandsmeistarar: 26 sinnum (síðast 2013) / Bikarmeistarar: 13 (síðast 2012) ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★ KR verður Íslandsmeistari ➜ Lykilmaðurinn ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin TÖLURNAR Í FYRRA Mörk skoruð 1. sæti (2,27 í leik) Mörk á sig 3. sæti (1,23 í leik) Stig heimavelli 1. sæti (31 af 33, 94%) Stig á útivelli 2. sæti (21 af 33, 64%) HEFST 4. MAÍ SPÁ FRÉTTABLAÐSINS FÓTBOLTI Baráttan um Englandsmeistaratitilinn er áfram í fullum gangi og tvö af þremur efstu liðunum eiga leiki í dag og á morgun en topplið Liverpool spilar ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Stuðningsmenn Liverpool eru ekki þekktir fyrir að halda mikið upp á nágranna sína í Everton en munu örugglega halda með Everton-liðinu í dag þegar það tekur á móti Manchester City. City hlýtur titilinn vinni þeir síðustu þrjá leiki sína en liðið á einn leik inni á Liverpool og Chelsea. Hér fyrir neðan má sjá hvað er í gangi í evrópska fótboltanum um helgina. - óój LAUGARDAGUR West Ham - Tottenham S2 Sport 2, kl. 11.45 Stoke City - Fulham S2 Sport 5, kl. 14.00 Swansea - Southampton S2 Sport 6, kl. 14.00 Man. United - Sunderland S2 Sport 2, kl. 14.00 Aston Villa - Hull City S2 Sport 3, kl. 14.00 Newcastle - Cardiff S2 Sport 4, kl. 14.00 Barcelona - Getafe S2 Sport, kl. 14.00 Everton - Man. City S2 Sport 5, kl. 16.30 SUNNUDAGUR Arsenal - West Brom S2 Sport 2, kl. 12.30 Levante - Atletico Madrid S2 Sport3, kl. 15.00 Chelsea - Norwich S2 Sport 2, kl. 15.00 Real Madrid - Valencia S2 Sport 3, kl. 19.00 Púlarar halda með Everton SPENNAN HELDUR ÁFRAM Liverpool á ekki leik fyrr en á mánudaginn en stuðningsmennirnir halda með Everton í dag. MYND/NORDICPHOTOS/GETTYFÓTBOLTI Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu hefst á morgun þegar fimm af sex leikjum fyrstu umferðar- innar fara fram. Meðal þeirra eru tveir leikir sem verða spilað- ir á gervigrasinu í Laugardal en þeir verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport. Þetta eru leikur Fram og ÍBV klukkan 16.00 og leikur KR og Vals klukkan 20.00. Hér fyrir neðan má sjá leiki helgarinnar. - óój PEPSI-DEILD KARLA 1. UMFERÐ Fram-ÍBV Á morgun kl. 16.00 S2 Sport Keflavík-Þór Á morgun kl. 16.00 Stjarnan-Fylkir Á morgun kl. 19.15 Fjölnir-Víkingur R. Á morgun kl. 19.15 KR-Valur Á morgun kl. 20.00 S2 Sport FH-Breiðablik mánudagur kl. 19.15 S2 Sport Tvíhöfði í Laugardalnum BYRJAR Á GERVIGRASI Fram og KR spila bæði fyrstu heimaleiki sína á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Finnur Freyr Stefáns- son, þjálfari nýkrýndra Íslands- meistara KR, lék eftir afrek Sverr- is Þórs Sverrissonar frá því í fyrra með því að gera lið að meisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meist- araflokki karla. Úrslitakeppnin fór nú fram í 31. skipti og í aðeins einni af þess- um úrslitakeppnum hefur þjálfari Íslandsmeistaranna verið kom- inn yfir fertugt. Sá var Sigurður Ingimundarson þegar hann gerði Keflavík að Íslandsmeisturum í fimmta sinn vorið 2008 þá á 42. aldursári. Sigurður var þá þegar búinn að hljóta fjóra titla sem þjálfari fyrir fertugt. Nýju mennirnir í brúnni hafa átt Íslandsmeistarasviðið undan- farin ár. Íslandsmeistaraþjálfarnir 2010 (Ingi Þór Steinþórsson, Snæ- fell) og 2011 (Hrafn Kristjánsson, KR) gerðu liðin að meisturum á sínu fyrsta ári á þeim stað og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur 2013, var aðeins á sínu öðru ári með liðið og því reynslulítill eins og Finnur og Sverrir Þór. Þegar aldur þjálfaranna í úrslitakeppninni í ár er skoðaður kemur enn fremur í ljós að þrír yngstu þjálfararnir komust lengst. Einar Árni Jóhannsson (37 ára) fór með Njarðvík í oddaleik í undan- úrslitum og Finnur Freyr (30 ára) og Sverrir Þór Sverrisson (38 ára) mættust í lokaúrslitunum. Þeir voru þeir einu af átta þjálfurum í úrslitakeppninni sem voru ekki orðnir fertugir. Finnur Freyr var samt langt frá því að ógna meti Friðriks Inga Rúnarssonar, sem var aðeins á 23. aldursári þegar hann gerði Njarð- vík að Íslandsmeisturum vorið 1991. Friðrik Ingi snýr aftur í bolt- ann næsta vetur en hann tók við liði Njarðvíkur á dögunum. Nái hann titlinum í hús myndi hann um leið bæta metið á hinum endanum og verða elsti meistaraþjálfarinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Friðrik Ingi verður vissulega ekki eini þjálfarinn í deildinni sem er kominn yfir fertugt. Þeir verða nokkrir eins og í ár og finnst eins og fleirum að það sé kominn tími á að þeir eldri og reyndari fái einn- ig að fagna þeim stóra næsta vor. Hvort það tekst verður að koma í ljós. ooj@frettabladid.is Þeir ungu eru bestir Finnur Freyr Stefánsson, yngsti þjálfarinn í Dominos-deild karla, gerði KR-liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í efstu deild. Aðeins einn þjálfari yfi r fertugu hefur unnið titilinn í sögu úrslitakeppni karla 1984 til 2014. FÉKK BIKARINN Í FYRSTU TILRAUN Finnur Stefánsson fagnar hér titlinum með stuðningsmönnum KR eftir sigurinn í Röstinni í fyrrakvöld. FRÉTTBLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Aldur þjálfara Íslands- meistaraliða 1984-2014 YNGRI EN 30 ÁRA 8 (3 SPILANDI) 30 TIL 34 ÁRA 12 (8 SPILANDI) 35 TIL 39 ÁRA 12 (0) 40 ÁRA EÐA ELDRI 1 (0) YNGSTU ÞJÁLFARAR ÍSLANDS MEISTARA* 22 ÁRA - 9 MÁNAÐA - 24 DAGA Friðrik Ingi Rúnarsson Njarðvík 11. apríl 1991 27 ÁRA - 9 MÁNAÐA - 24 DAGA Friðrik Ingi Rúnarsson Grindavík 11 apríl 1996 27 ÁRA - 11 MÁNAÐA - 16 DAGA Ingi Þór Steinþórsson KR 25. apríl 2000 29 ÁRA - 3 MÁNAÐA - 9 DAGA Einar Árni Jóhannsson Njarðvík 17. apríl 2006 29 ÁRA - 10 MÁNAÐA - 1 DAGA Friðrik Ingi Rúnarsson Njarðvík 19. apríl 1998 30 ÁRA - 6 MÁNAÐA - 2 DAGA Finnur Freyr Stefánsson KR 1. maí 2014 30 ÁRA - 9 MÁNAÐA - 23 DAGA Sigurður Ingimundarson Keflavík 6. apríl 1997 * AÐEINS ÞJÁLFARAR SEM VORU EKKI AÐ SPILA MEÐ SÍNU LIÐI Í ÚRSLITAKEPPNI KARLA 1984 TIL 2014. Við hjálpum þér með garðinn Vönduð ráðgjöf og vörur sem endast bmvalla.is Fáðu ráðgjöf fagfólks til að laga draumagarðinn að þínum þörfum Úrval af vörum sem gera garðinn eins viðhaldsfrían og kostur er Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitektar (FÍLA), aðstoða þig við að gera hugmyndir þínar um fallegan garð að veruleika. Hafðu samband í síma 412 5050
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.