Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 31
 | FÓLK | 3 ÁRANGUR Í verkefnavinnu leggjast allir á eitt við að ná tilætluðum árangri. Verkefni – og í stærra sam-hengi verkefnaskrá og verkefnastofnar – geta falist í að endurskipuleggja tíma sinn, skrifa skáldsögu, móta stefnu eða gera viðskiptaáætlun, ráðast í kynningarátak, semja um mikilvæga hagsmuni, hanna Boeing Dreamliner eða Airbus A300, bregðast við samkeppni, byggja Hof og Hörpu, gera kvik- mynd, halda menningarhátíð, kortleggja genamengi mannsins, lenda ökutæki á Mars eða greina grunneðli veraldar hjá Evrópsku kjarnorkurannsóknarstofnuninni (CERN). Verkefnastjórnun má kenna með verkefnum í þágu samfélags! Dagskrá: 16.00 Stutt kynning 16.05 Verkefnið: Óskalistinn (Hef ég efni á honum?) Óska- listinn er nýr námsleikur sem hjálpar ungu fólki að skilja mikil- vægi þess að setja sér fjárhags- leg markmið og keppa að þeim. MASTER OF PROJECT MANAGEMENT (MPM) HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK KYNNIR Verkefnastjórnun er lykillinn í árangursríkum og nútímalegum fyrirtækjarekstri, faglegri vísinda iðkun og ábyrgri stjórnsýslu. Opið er fyrir umsóknir um í MPM-nám til 5. júní næstkomandi. Sjá www.hr.is/mpm. Sagan spannar tveggja mánaða tímabil þar sem freistingar og óvæntir viðburðir verða á vegi þátttakenda. 16.30 Verkefnið: Barnaspítali Hringsins (Fræðslumyndband) Gert var nýtt fræðslumyndband um Barnaspítala Hringsins fyrir foreldra og börn um það hvernig er að koma til aðgerðar á spítal- anum. Myndbandið verður notað sem grunnur að frekari mynd- bandagerð fyrir spítalann í fram- tíðinni. 16.55 Verkefnið: www.icbguru.com Ár hvert þreyta tugþúsundir einstaklinga um allan heim D-vottunarpróf Int- ernational Project Management Association (IPMA) sem byggir á efni hugtakalykils IPMA Inter- national Eye of Compentence 3 (ICB3). Vefsíðan www.icbguru. com kynnir efnið á lifandi máta. 17.20 Hlé 17.45 Verkefnið: Stefnumótun fyrir Film in Iceland Film in Ice- land er verkefni á vegum atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis- ins og er rekið sem verkefni hjá Íslandsstofu. Verkefnið gengur út á að markaðssetja Ísland sem vænlegan tökustað fyrir kvik- myndir. Gerð var sóknaráætlun fyrir verkefnið Film in Iceland. 18.10 Verkefnið: Sumarátak SAMAN hópsins 2014 SAMAN hópurinn er grasrótarhreyfing aðila sem vinna að forvörnum fyrir börn og unglinga. Verkefnið fólst í að skipuleggja átak með áherslu á samveru fjölskyldna til forvarna. 18.35 Verkefnið: Þorir þú að vera fatlaður? Viðburður á sumardaginn fyrsta síðastliðinn til styrktar Reykjadal sem eru sumarbúðir fyrir fötluð börn alls staðar að af landinu. Fyrir- tæki kepptu í hjólastólaspretti og hjólastólahandbolta. Kynnar voru Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, Sigurbjörn Árni Arngríms- son og Adolf Ingi Erlingsson. 19.00 Lok Áhugafólk um stjórnun, verkefna- stjórnun og beitingu hennar á ólíkar tegundir verkefna ætti að líta inn. Ráðstefnan er tækifæri til að fá innsýn inn í viðfangsefni nemenda á fyrra námsári í MPM- námi við Háskólann í Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin á með- an húsrúm leyfir. Látum gott af okkur leiða! Í ÞÁGU SAMFÉLAGS Nemendur í MPM-námi vinna að verkefni í þágu samfélags. VERKEFNI Í ÞÁGU SAMFÉLAGS! Í Háskólanum í Reykjavík í dag. Meistaranám í verkefna stjórnun (MPM-nám) við Háskólann í Reykjavík kynnir nokkur verk- efni sem unnin hafa verið á vor- misserinu. Kynningin verður í dag, þriðju- daginn 6. maí, kl. 16.00 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og er öllum opin! Ráðstefnu- stjóri er Páll Jensson prófessor. MASTER OF PROJECT MANAGEMENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.