Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 4
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 5.324 Íslendingar báru nafnið Jón í árs- lok 2013. 4.920 báru þá nafnið Guðrún. Þessir 10.244 einstaklingar eiga fyrsta sætið yfir algengustu eigin- nöfn víst næstu árin. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku KJARAMÁL Að öllu óbreyttu sam- þykkir Alþingi í dag lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair. Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi þar að lútandi í gærkvöldi. Málið var tekið á dagkrá þings- ins með afbrigðum og fær flýtimeð- ferð. Samkvæmt frumvarpinu eru allar verkfallsaðgerðir flugmanna bannaðar frá og með deginum í dag. Flugmenn og viðsemjendur þeirra fá frest til 1. júlí til að ná samning- um. Takist samningar ekki verður deilan sett í gerðardóm. „Verkfallið hefur haft margfeldis- áhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það sé búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til lands- ins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það kemur mun færra fólk en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálf- sögðu erum við uggandi yfir fram- haldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Ís la nds h a fi ákveðið að setja lög á verkfall- ið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og ótt- ast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frank- furt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambæri- legum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjara- deila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þor- steinn Örn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinn- ar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráð- stefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu mikl- ir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi, ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krón- um á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrif- in eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrir- tækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað báts- ferðir þess á þriðjudaginn. Meðal- fjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag. freyr@frettabladid.is/johanna@frettabladid.is Lög sett á verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair Sett verða lög á verkfall flugmanna hjá Icelandair í dag og deilan sett í gerðardóm semjist ekki fyrir 1. júní. Verkfallið hefur sett strik í reikninginn hjá fjölmörgum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar. Aðsókn í Bláa lónið hefur dregist saman um hátt í 25 prósent og óvissa er um hvort stórar ráðstefnur verði haldnar. BLÁA LÓNIÐ Aðsókn í Bláa lónið hefur dreg- ist saman um 22 til 25 prósent þá daga sem hafa verið hvað verstir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ÞORSTEINN ÖRN GUÐMUNDSSON SKIPULAGSMÁL Vinnuhópur um framtíðarskipulag í Gufunesi legg- ur til opna hugmyndasamkeppni meðal fagaðila um svæðið. Minnisblað vinnuhópsins var tekið fyrir í skipulagsráði í gær en fæst ekki afhent fyrr en borgarráð hefur afgreitt það í dag. Í tilkynningu er haft eftir Ingu Rut Gylfadóttur, verkefnisstjóra hópsins, að mikilvægt sé að fá hugmyndir og skýrar forsend- ur frá sem flestum aðilum, hags- munaaðilum, íbúum og öðrum áhugasömum svo skipulagið og framtíðarnotkun svæðisins verði sem best. Fulltrúar starfshópsins kynna málið í nýrri félagsmiðstöð í Spönginni á laugardag. „Nokkur uppbygging hefur átt sér stað en ótal möguleikar eru til aukinnar eða breyttrar nýtingar í framtíðinni,“ segir tilkynning- unni. Hópurinn sem meðal annars á að meta möguleika á uppbygg- ingu ylstrandar í Gufunesi og smíði brúar út í Viðey, á að skila af sér fyrir 1. október 2014. - gar Vinnuhópur um framtíðarskipulag leitar til almennings um hugmyndir: Telja ótal möguleika í Gufunesi Í GUFUNESI Samtals 1,3 ferkílómetra svæði er til skoðunar í Gufunesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINSÆLASTA TÍSTIÐ Hvatning Hug- leiks Dagssonar til Pollapönks rétt áður en þeir stigu á svið. MYND/VODAFONE UPPLÝSINGATÆKNI Slegið var með í færslum undir merkinu #12stig á Twitter þegar aðalkeppni Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram á laugardag. Fram kemur á vef Vodafone að birt hafi verið 16.036 slík „tíst“, en 3.364 hafi tekið þátt í umræðunni. „Miðað við tölfræði síðasta árs, sem var metár í Eurovision- umræðunni, fjölgaði tístum um 35 prósent milli ára og þátttakend- um um heil 83 prósent,“ segir þar. Þá gátu 571.817 notendur séð tíst merkt #12stig, sem er 68 prósenta aukning milli ára. - óká 35% aukning var á milli ára: Eurovision-tíst slógu hér met STJÓRNMÁL Frumvarp til leiðrétt- ingar verðtryggðra fasteigna- lána gildir ekki um fasteigna- lán í erlendri mynt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur um hvort skuldaleiðréttingarað- gerðirnar taki til húsnæðislána í erlendri mynt. Hins vegar er hægt að nota þau úrræði sem felast í séreignar- sparnaðarleiðinni til að greiða inn á höfuðstól lána sem tekin eru til að kaupa íbúðarhúsnæði, óháð því í hvaða gjaldmiðli lánin eru. - jme Tekur ekki til erlendra lána: Hægt að greiða inn á öll lán SAMFÉLAGSMÁL Hagkaup og Bónus hafa gefið 25 milljónir króna til kaupa á aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala. Aðgerðarþjarki er vélmenni sem notað er við skurðaðgerðir, sérstaklega þvagfæraskurðlækn- ingar og aðgerðir á grindarhols- líffærum kvenna. „Við teljum það samfélagslega skyldu okkar að styðja við verk- efni sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.- sáp Fyrirtæki styrkja lækna: Nýr þjarki til Landspítalans Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÆTA VESTANLANDS næstu daga, þó gæti sést aðeins til sólar milli smáskúra í dag og á morgun en á laugardag fer að rigna. Austan til verður hins vegar bjart í dag og á morgun en dregur fyrir sólu á laugardag. 4° 5 m/s 6° 6 m/s 8° 7 m/s 8° 8 m/s Fremur hægur vindur. Strekkingur allra syðst annars fremur hægur vindur. Gildistími korta er um hádegi 21° 28° 12° 17° 25° 11° 12° 16° 16° 24° 19° 23° 22° 22° 21° 18° 20° 14° 13° 6 m/s 11° 6 m/s 11° 5 m/s 8° 4 m/s 9° 6 m/s 6° 6 m/s 5° 6 m/s 9° 8° 7° 6° 9° 7° 11° 8° 10° 8° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.