Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 31
7ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2014
HINDBER
Hindber eru af rósaætt og hafa verið þekkt frá
ómunatíð. Talið er að þau
séu upprunnin í Austur-
Asíu en hafi borist þaðan
með þjóðflokkum yfir
Beringssund til Ameríku. Það
má lesa um hindber í grískri
goðafræði. Þar kemur fram
að berin voru eitt sinn hvít.
Gríski guðinn Seifur sendi
eina af þjónustustúlkum
sínum til að ná í ber en
hún stakk sig á þyrni og
blóð draup úr fingri hennar
á hvítu berin, þau urðu
rauð af blóðinu og hafa
verið það allar götur síðan.
Gamlar heimildir herma
að mikið hafi verið ræktað
af hindberjum á Krít. Á
miðöldum voru hindber
notuð til lækninga, bæði
berin og laufin og eru enn.
Evrópumenn fluttu
hindberjarunna með sér til
Ameríku en þar voru fyrir
svört hindber. Árið 1771
var hafist handa við að
rækta hindber í stórum stíl í
Virginíu í Bandaríkjunum.
Nú eru þekkt yfir 40 kvæmi
af hindberjum, rauðum,
svörtum og fjólubláum.
Hindber hafa verið
ræktuð á norðlægum
slóðum lengi. Norðmenn
eru brautryðjendur í ræktun
hindberja og jarðarberja á
norðurslóðum. Þeir hafa
öldum saman nýtt sér villt
ber en smám saman hófu
þeir útiræktun á harðgerðum
yrkjum. Hindberja- og
jarðarberjaræktun hefur
aukist verulega undanfarin
ár með nýrri ræktunartækni.
Mest hefur verið ræktað
í sunnanverðum Noregi
og þar hefur mjög góður
árangur náðst.
Árið 2009 fóru
Norðmenn af stað
með verkefni sem þeir
nefndu Atlantberry, en
þátttakendur í því eru
Íslendingar, Færeyingar og
Grænlendingar. Markmiðið
með verkefninu var að auka
berjarækt á norðlægum
slóðum og nýta þá reynslu
sem Norðmenn höfðu
aflað sér í berjarækt. Megin
áherslan var á ræktun
hindberja og jarðarberja
í köldum plastskýlum.
Fyrir Íslands hönd tóku
garðyrkjustöðvarnar Kvistar,
Engi og Dalsgarður þátt
í verkefninu. Þá kom
Landbúnaðarháskóli Íslands
að því.
Þegar verkefnið hófst var
mjög lítið um berjarækt á
Íslandi, fár stöðvar rætkuðu
jarðarber og sendu á
markað. Nú hefur reynsla
Norðmanna heldur betur
skilað sér hingað til lands því
hér eru íslensk jarðarber og
hindber á markaði frá apríl/
maí og fram á haust.
Hindber eru eins holl
eins og þau eru falleg. Berin
eru rík af C- vítamíni og
andoxunarefnum. Í þeim er
einnig dálítið af K-vítamíni.
Þau eru mjög trefjarík.
Hindber eru best fersk t.d.
með rjóma eða ís. Þá eru þau
góð í salatið, í sósur, sultu,
saft og í þeyting. Einnig eru
þau góð í bökur.
Hindber geymast í allt að
8 daga í kælir en eru þó farin
að “leka” eftir 5 - 6 daga.
Kjörhiti er 4 - 8 °C. Auðvelt
er að lausfrysta hindberin,
þau geymast vel í frysti.
Berin eru ýmist fryst þurr
eða í sykurlegi; þíðið þau
hægt eftir frystingu. Mjög
gott er að setja fryst hindber
í þeyting.
Holl og falleg
Við byrjuðum berjarækt árið 2010 en fyrstu hindberin sendum við á markað 2011“, segir Hólmfríður
Geirsdóttir garðyrkjubóndi á Kvistum í
Reykholti í Biskupstungum. Hún lauk
námi við Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1982
og hefur starfað við garðyrkju síðan. „Við
settum garðyrkjustöðina á fót árið 2000 og
fluttum hingað í Reykholt. „ Í byrjun vorum
við eingöngu með skógarplöntur. Í dag
eru ræktaðar skógarplöntur og stálpaðar
sumarbústaðaplöntur ásamt hindberjum
og jarðarberjum“, segir Hólmfríður. Hún
og maður hennar Steinar Jenssen, sem er
rafvélavirki, vinna saman við garðyrkjuna en
Hólmfríður segir að þetta henti mjög vel því
hún sjái um ræktunina og hann allt viðhald
og uppbyggingu.
Hindberin á Kvistum eru ræktuð í glerhúsi.
Uppskeran er frá maí og fram í október.
Hólmfríður segir að hindberin séu viðkvæm
og fara verði sérstaklega varlega þegar þau
eru tínd af plöntunni. „Við leggjum mikla
áherslu á hreinlætið og þeir sem tína þvo sér
vel og rækilega og svo notum við handspritt.
Berin eru svo tínd bein ofan í öskjur.
Jarðarberin eru ræktuð í plastsýlum.
Notuð er yrkið Elsanta sem gefur af sér sæt
og bragðmikil ber. Innan tveggja klst. eru
berin komin inn á kæligeymslu.
Garðyrkjustöðin Kvistar hefur verið
með í verkefninu Atlantberry frá upphafi.
Ræktendur komu hingað til lands árið 2009
frá Noregi. „Norðmenn eru langt komnir í
ræktun hindberja á norðlægum slóðum og
þeir hafa miðlað okkur af dýrmætri reynslu
sinni og árangurinn er góður, við höfum lent
í áföllum en það er bara til að læra af “, segir
Hólmfríður.
Hindber eru ræktuð í 1800 fermetrum og
jarðarber í 1000 fermetrum.
Vistvæn ræktun er á Kvistum og þar
eru bíflugur notaðar við frjóvgun
plantna og notaðar eru lífrænar varnir.
Garðyrkjustöðin Kvistar er með
heimasölu á plöntum og berjum.
Garðyrkjustöðin Kvistar í
Reykholti í Biskupstungum
Hólmfríður Geirsdóttir „Í dag eru ræktaðar skógarplöntur og stálpaðar sumarbústaðaplöntur ásamt hindberjum og jarðarberjum.”
Norðmenn eru
langt komnir
í ræktun
hindberja á
norðlægum
slóðum og
þeir hafa
miðlað okkur
af dýrmætri
reynslu ...
Antipasti salatdiskur
grand salat
3-4 íslenskir tómatar, vel þroskaðir
1-2 íslenskar paprikur, ferskar eða grillaðar
2 – 3 harðsoðin egg
½ höfðingi, dala-brie eða annar ostur
hráskinka eða annað kjötálegg í sneiðum
grænar eða svartar ólífur
½ knippi fersk basilika
nýmalaður pipar
sjávarsalt
Salatið rifið sundur í
blöð, þvegið og þerrað
og síðan er blöðunum
raðað á stóran, kringlóttan
disk eða fat. Tómatarnir
skornir í báta, paprikurnar
í ræmur og eggin í báta.
Osturinn í bita. Öllu
raðað ofan á salatblöðin
og basilikuknippi sett í
miðjuna. Kryddað með
pipar og sjávarsalti og
berið fram með nógu af
góðu brauði, annað hvort
sem forréttur eða léttur
aðalréttur.
Nanna Rögnvaldardóttir