Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 42
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 26 Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykja- víkur verður opnuð í dag klukkan 16. Að vanda er sýningin fjölbreytt og skemmtileg og meðal þess sem hægt er að kynna sér eru fylgihlutir úr hrein- dýraleðri, púðar, munir úr tré, handspunnið band, íslenskar barnavörur og barnafatnaður, íslenskt salt, handgerðir skart- og listgripir, fjölbreytt fatahönnun, skór, leir- munir og margt fleira. Auk þess verður á sýn- ingunni sérstök kynn- ing á hugmyndafræði MAKE by Þorpið og þeirri þjónustu við skapandi fólk sem verið er að byggja upp á Austurlandi. Sköp- unarmiðstöðin á Stöðvarfirði, Þorpssmiðjan á Egils- stöðum og Ullarvinnsla frú Láru á Seyðisfirði munu kynna þjónustu sína og eigin vörulínur. ➜ Hægt er að skoða kynningu á öllum þátt- takendum í maí á vef- síðunni handverkog- honnun.is/radhusid. „Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálít- ið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutn- ingi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholts- kirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Krist- jánsson verður í hlutverki guð- spjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stef- ánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kór- stjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusar- passíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeist- arar. Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórn- um okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tón- verkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal ann- ars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl. „Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Matth- eusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettu- kórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síð- ustu tvö sumur hef ég verið í Finn- mörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af disk- um eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“ gun@frettabladid.is Mattheusarpassían lík himnaríki á jörð Í tilefni 50 ára starfsafmælis Jóns Stefánssonar organista fl ytur Kór Langholts- kirkju, kammersveit og Gradualekór Mattheusarpassíuna eft ir Bach 17. maí. KÓRINN Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn. FORMAÐUR KÓRS LANG- HOLTSKIRKJU Ingvar Jón Bates segir forréttindi að taka þátt í flutningi Matth- eusarpassíunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Handverk og hönnun í Ráðhúsinu HANDVERK Verk eftir Láru Gunnarsdóttur á sýningunni Handverk og hönnun sem verður opnuð í dag. www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju w.lyfja.is Nanogen Hárvörur 20% afsláttur Gildir út maí Auka hárvöxt, þykkja og gefa fyllingu. Trefjar hylja skallabletti. Aukin vellíðan og meira sjálfsöryggi með góðri hárumhirðu. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.