Fréttablaðið - 15.05.2014, Side 50

Fréttablaðið - 15.05.2014, Side 50
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 34 PEPSI-DEILDIN 2014 ÚRSLIT 1. UMFERÐAR ÍA - Fylkir 0-1 0-1 Carys Hawkins (44.). Þór/KA - Valur 1-1 1-0 Dóra María Lár us dótt ir (67.), 1-1 Helena Rós Þórólfs dótt ir (86.). Selfoss - ÍBV 1-2 1-0 Shaneka Gor don (72.), 2-0 Vesna Smilj- kovic (79.), 2-1 Guðmunda B. Óladóttir (82.). Afturelding - FH 1-3 1-0 Stein unn Sig ur jóns dótt ir (8.), 1-1 Jó hanna S. Gúst avs dótt ir (40.), 1-2 Heiða Dröfn Ant ons- dótt ir (68.), 1-3 Ana Victoria Cate (72.). Breiðablik - Stjarnan 0-1 1-0 Al dís Kara Lúðvíks dótt ir (49.). STAÐAN FH 1 1 0 0 3-1 3 ÍBV 1 1 0 0 2-1 3 Breiðablik 1 1 0 0 1-0 3 Fylkir 1 1 0 0 1-0 3 Valur 1 0 1 0 1-1 1 Þór/KA 1 0 1 0 1-1 1 Selfoss 1 1 0 1 1-2 0 ÍA 1 0 0 1 0-1 0 Stjarnan 1 0 0 1 0-1 0 Afturelding 1 0 0 1 1-3 0 SPORT HANDBOLTI Leikmenn Hauka og ÍBV fá ekki langan tíma til að jafna sig eftir leik fjögur í Vest- mannaeyjum á þriðjudagskvöldið því í kvöld spila þessi tvö bestu handboltalið landsins nefnilega hreinan úrslitaleik um Íslands- meistaratitilinn. Þetta er fyrsti oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í fjög- ur ár og aðeins sá annar á síð- ustu ellefu árum. Í nítján úrslita- keppnum karlahandboltans frá upphafi hafa úrslitin aðeins fjór- um sinnum áður ráðist í hreinum úrslitaleik. Leikurinn í kvöld er því sjaldgæf veisla fyrir íslenska handboltaáhugamenn sem láta sig örugglega ekki vanta á pallana á Ásvöllum klukkan 19.45 í kvöld. Heimavöllurinn hefur verið ósigrandi vígi í oddaleikjum síð- ustu tólf ár sem gerir verkefnið enn vandasamara fyrir Eyja- menn. Frá sögulegum sigri KA-manna í oddaleik um titilinn 10. maí 2002 hafa farið fram sextán oddaleikir í úrslitakeppni karla og þeir hafa allir unnist á heimavelli. Hauk- arnir sjálfir hafa unnið fimm þeirra á Ásvöllum, þar á meðal spennuleik við nágrannana í FH í undanúrslitaeinvígi liðanna í ár. Reynslan úr oddaleikjum er öll Haukamegin því enginn í liði ÍBV hefur tekið þátt í svona leik áður. Haukarnir tryggðu sér níunda Íslandsmeistaratitilinn sinn í oddaleik og geta nú endurtekið leikinn fjórum árum síðar. - óój Úrslitastund í kvöld Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. ÁFRAM Í STRANGRI GÆSLU Róbert Aron Hostert þarf að eiga góðan leik ætli ÍBV sér titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1995 28. MARS 1995 VALUR– KA 30-27 Fyrri hálfleikur: Jafnt (12-12) Seinni: Jafnt (11-11) Framlenging: Valur +3 (7-4). Ólafur Stefánsson, Val 8 Partrekur Jóhannesson, KA 7 Valdimar Grímsson, KA 7 Dagur Sigurðsson, Val 6 Jón Kristjánsson, Val 6 Alfreð Gíslason, KA 6 2001 5. MAÍ 2001 KA– HAUKAR 27-30 Fyrri: Haukar +4 (14-10) Seinni: KA +1 (17-16) Rúnar Sigtryggsson, Haukum 10 Halldór Jóhann Sigfússon, KA 10 Óskar Ármannsson, Haukum 7 Guðjón Valur Sigurðsson, KA 5 2002 10. MAÍ 2002 VALUR– KA 21-24 Fyrri: Valur +1 (10-9) Seinni: KA +4 (15-11) Halldór Jóhann Sigfússon, KA 8 Sigfús Sigurðsson, Val 6 Snorri Steinn Guðjónsson, Val 5 Sævar Árnason, KA 4 Jóhann G. Jóhannsson, KA 4 2009 8. MAÍ 2010 HAUKAR– VALUR 25-20 Fyrri: Haukar +1 (10-9) Seinni: Haukar +4 (15-11) Arnór Þór Gunnarsson, Val 7 Sigurbergur Sveinsson, Haukum 6 Pétur Pálsson, Haukum 4 Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum 4 Guðmundur Árni Ólafsson, Haukum 4 Sigurður Eggertsson, Val 4 ODDALEIKIRNIR Í LOKAÚRSLITUM KARLA HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 28 DAGAR Í FYRSTA LEIK HANDBOLTI Úrslitin í Olísdeild kvenna munu ráðast í oddaleik, þriðja árið í röð. Valur knúði fram oddaleik með sigur á deildar- meisturum Stjörnunnar, 23-19, í æsispennandi framlengdum leik í Vodafone-höllinni í gær. Eins og í öðrum leikjum í rimm- unni var það markvarsla og varn- arleikur sem einkenndi fyrst og fremst leikinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en Stjarnan náði undirtökunum rétt áður en flautað var til hálfleiks og hélt þeim lengst af í þeim síðari. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði svo jöfnunarmark Vals þegar 20 sekúndur voru eftir og hún skoraði svo öll fimm mörk liðs- ins í framlengingunni gegn aðeins einu marki Stjörnunnar. „Þetta var bara vilji og græðgi,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vorum staðráðnar í því að halda bara áfram og jafna leikinn. Það tókst, sem betur fer. „Við vildum fá odda- leikinn í Mýrinni.“ Anna gerði sér reyndar ekki grein fyrir því að hún hafði skor- að síðustu sex mörk Vals í leikn- um. „Var það?“ spurði hún og brosti. „Við fengum að vera fjórar saman í sókninni sem erum alltaf saman á æfingum. Ég átti bara að gera eitthvað og þetta endaði allt- af með því að ég fékk boltann. En það skiptir engu máli hver skorar mörkin,“ sagði hún. Anna sagði að liðið ætti tals- vert inni, sérstaklega í sókninni. „Við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit að undanförnu og von- andi kemur það í úrslitaleiknum, þegar þörfin verður sem mest.“ Hrafnhildur Skúladóttir lék sinn síðasta heimaleik fyrir Val í gær en hún leggur skóna á hilluna eftir tímabilið. „Hún er drottning. Hvað er hægt að segja meira? Þvílíkur leiðtogi sem er frábært að vera með í sínu liði,“ sagði Anna. -esá Alla leið þrjú ár í röð Valskonur tryggðu sér oddaleik eft ir sigur á Stjörnunni í gærkvöldi. ODDALEIKUR Hrafnhildur Skúladóttir fagnar sínum síðasta sigri á Hlíðarenda en hún hættir eftir tímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í FYRSTA SINN Í HM-SÖGUNNI taka átta þjóðir þátt í heimsmeistarakeppninni sem eiga það allar sameiginlegt að hafa orðið heimsmeistarar. Fyrir fjórum árum varð Spánn áttunda þjóðin til að vinna HM í fótbolta og spænska liðið er með á HM í Brasilíu alveg eins og hinar sjö þjóðirnar sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn í gegnum tíðina: Brasilía (1958, 1962, 1970, 1994, 2002), Ítalía (1934, 1938, 1982, 2006), Þýskaland (1954, 1974, 1990), Úrúgvæ (1930, 1950), Argentína (1978, 1986), England (1966) og Frakkland (1998). Þessar sjö þjóðir voru einnig með í Suður-Afríku 2010 sem og þegar keppnin fór fram í Japan og Suður-Kóreu árið 2002 sem var fyrsta keppnin eftir að Frakkar urðu sjöunda þjóðin til að vinna HM-gull. Heilsa ehf Bæjarflöt 1, 112 Rvk www.gulimidinn.is HUGSAÐU UM HEILSUNA Í yfir tuttugu og fimm ár, var einn miði, nú kynnum við hann, með nýju sniði. 37 TEGUNDIR VÍTAMÍNA OG FÆÐUBÓTAREFNA FÓTBOLTI Fylkir vann ÍA, 1-0, í nýliðaslagnum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á Akranesi í gærkvöld en með leiknum lauk 1. umferð deildarinar. Carys Hawk- ins skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Rut Kristjánsdóttur í netið. Flott byrjun hjá stúlkunum hennar Rögnu Lóu. - tom Fylkir vann nýliðaslaginn SIGUR Ragna Lóa fagnaði sigri með Fylkiskonum í fyrsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.