Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 32
8 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2014GEYMIÐ BLAÐIÐ Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir búa á Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þangað fluttu þau frá Vestmannaeyjum árið 2008, þegar þau keyptu gróðrarstöðina. Einar var sjómaður í Eyjum, en hann hafði lengi dreymt um að búa í sveit. Þau hjónin stefndu að því að fara út í hefðbundinn búskap og höfðu leitað lengi að bújörð. Þegar þeim bauðst að kaupa Sólbyrgi ákváðu þau að gerast garðyrkjubændur. Staðurinn heillaði þau og garðyrkjustöðin, sem er á um 10 hektara landi, er vel í sveit sett og stutt í skóla fyrir börnin. Einar lauk prófi frá Garðyrkjuskólanum stuttu eftir að þau hjón fluttu á Sólbyrgi. Þegar hann tók við stöðinni voru þar nær eingöngu ræktaðar gulrætur. Hann nýtti sér þekkingu sýna á ræktun og hóf mikla uppbyggingu og breytingar í samræmi við nýjustu kröfur í ylrækt. Nú eru aðallega ræktuð jarðarber á Sólbyrgi, en einnig kirsuberjatómatar, salat, kryddjurtir og er þar nokkur útirækt. Jarðarberjaræktin hófst af krafti á Sólbyrgi árið 2013. Einar segir skilyrði til að rækta jarðarber mjög góða og þakkar það vatninu, sem hann segir að sé margfalt betra en þekkist hjá ræktendum erlendis. Hann vill einnig þakka vatninu það hversu einstaklega bragðgóð íslensku jarðarberin eru. Húsin eru hituð upp með jarðvarma, hunangsflugur frjóvga plönturnar og lífrænar varnir eru notaðar. Einar segist líta svo á að íslenska garðyrkjan sé sú umhverfisvænsta í heimi því hún skilji ekki eftir sig kolefnisspor. Þau séu orðin æði mörg þegar grænmeti og ber séu komin hingað til lands frá suðlægum löndum. Á Sólbyrgi eru jarðarberin tínd beint ofan í öskjurnar og bændur þar leggja mikla áherslu á að gæta fyllsta hreinlætis og nota hanska við berjatínsluna. Jarðarberin eru komin á markaðinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þau eru tínd. Nú eru aðallega ræktuð jarðarber á Sólbyrgi, en einnig kirsuberja- tómatar, salat, kryddjurtir og er þar nokkur útirækt. Sölufélag garðyrkjumanna kynnir nú nýju tómatvörurnar sínar með því að stilla þeim fram í sérstökum stöndum og gera þær þannig enn aðgengilegri fyrir neytendur. JARÐARBER Sólbyrgi Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði Kristjana Jónsdóttir og Einar Pálsson Þegar þeim bauðst að kaupa Sólbyrgi ákváðu þau að gerast garðyrkjubændur. Fylltir konfekttómatar með mozzarella 1 askja konfekt tómatar 1 poki litlar mozzarellakúlur Gróft sjávarsalt og svartur pipar (ef þið ætlið að steikja tómatana) 2 greinar rósmarin Olivuolía Skerið tómatana í tvennt og kjarnhreinsið þá. Setjið mozzarellaostinn inn í miðjuna og stingið tannstöngli í gegnum tómatinn. Kryddið með salti og pipar. Einnig er hægt að léttsteikja tómatana á pönnu upp úr olíu með smá rósmarin á. Þá bráðnar osturinn smá og það kemur skemmtilegt bragð að rósmarininu. Hrefna Sætran C - vítamín þruma 2 paprikur (rauðar, gular eða appelsínugular) 1 handfylli kirsubjerjatómatar ½ gúrka safi úr ½ sítrónu 0,3 lítrar kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel Margrét Leifsdóttir Íslenskir fylltir grillsveppir eru ómótstæðilega góðir. Frábærir með grillmatnum. Gott er að grilla sveppina í álbakkanum á vel heitu grilli í 3 - 5 mínútur. Svo getur verið gott að strá smá salti yfir þegar búið er að grilla. Ennfremur er hægt að hita sveppina í ofni (180°C) eða smörsteykja þá á pönnu. Það er okkur mikil ánægja að kynna fyrir ykkur nýja og endurbætta heimasíðu okkar, islenskt.is. Á heimasíðunni er mikill fróðleikur um garðyrkjubændur og býli þeirra og að sjálfsögðu um íslenskt grænmeti. Einnig eru þar úrvalsuppskriftir eftir listakokka og fallegar myndir af öllum réttum til að auðvelda eldamennskuna. Þá er þar einnig að finna ýmsar greinar um lífsstíl og heilsu. Síðuna er hægt að skoða jafnt í tölvu, spjaldtölvu og farsíma. Yfir 26 þúsund hafa gerst vinir okkar á facebook og það er mikið ánægjuefni að vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og stuðingsmenn. Sjón er sögu ríkari. Islenskt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.