Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 2
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Benni, skiptir sköpun sköpum? „Af hverju í ósköpunum?“ Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm, Benedikt Hermann Hermannsson, fjallar um fyrirbærið sköpun í meistaraverkefni sínu við Listaháskóla Íslands. SAMFÉLAGSMÁL Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í sam- förum sé dreift í gegnum sam- skiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sér- staklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Sam- skiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Mynd- in af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“ Björn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstak- lingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkr- ar dreifingar enn sem komið er. snaeros@frettabladid.is Vinsælt að mynda bólfélaga án leyfis Símaforritið Snapchat er orðið vinsælt til dreifingar á grófu myndefni af einstak- lingum sem ekki vita að verið er að taka mynd af þeim. Dæmi eru um að heilu vinahóparnir stundi að dreifa myndum af bólfélögum sínum sín á milli. EFNIÐ OPIÐ ÖLLUM Það getur haft mjög neikvæð sálræn áhrif á þá sem verða fyrir því að myndum eða myndböndum af þeim við þessar viðkvæmu aðstæður er dreift. Dreifingin brýtur gegn friðhelgi einkalífs. Dreifing mynda sem teknar eru án samþykkis brýtur gegn friðhelgi einka- lífs. „Þetta fellur algjörlega undir 229. grein almennra hegningarlaga en hver sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, getur átt yfir höfði sér eins árs fangelsi,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður. Hún segir málið verða mun alvarlegra þegar um ólögráða einstaklinga er að ræða. „Þá er hreinlega um að ræða dreifingu barnakláms og við því getur verið tveggja ára fangelsi.“ Dreifing myndanna getur varðað við lög NÁTTÚRA Laxaseiði ryðjast til sjávar þessa dagana, óvenjusnemma vegna hlýinda þetta vorið. Þetta sýna rannsóknir Veiðimálastofnunar á göngum laxaseiða í nokkrum ám hér á landi. Rannsóknir standa meðal annars yfir í Kálfá, sem er þverá Þjórsár, og eru liður í mati á stofnstærð laxa á vatnasvæðinu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá. Gönguseiðagildra til veiða á seiðum var sett niður þann 7. maí og komu laxagönguseiði í gildruna strax fyrsta sólarhringinn. Í fyrra var mun kaldara vor og hófst gangan þá ekki fyrr en 18. maí, en göngu- þroski seiðanna er háður vatnshita þannig að göng- ur hefjast fyrr þegar hlýtt er í veðri. Í frétt Veiðimálastofnunar segir að út frá heimt- um í veiði og talningu á löxum með fiskteljara í Kálfá eru fundnar heimtur úr sjó og veiðihlutfall sem síðan er hægt að nota til að reikna stofnstærð laxa í Kálfá og Þjórsá. Göngutími laxaseiða úr Kálfá er svipaður og rannsóknir í Elliðaánum hafa sýnt, eða á tímabilinu 11.-23. maí. Á norðanverðu landinu eru laxaseiðin seinna á ferðinni. - shá Rannsóknir sýna að hlýtt vor skilar snemmteknum seiðagöngum í Kálfá: Laxaseiði ganga snemma í sjó ALÞINGI Þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi beiðni til Eyglóar Harðardóttur félags- málaráðherra um að skila skýrslu þar sem fram kemur tæmandi listi yfir leiðir öryrkja til þess að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu og skyldur þeirra samfara því. Í beiðninni segir að almenn- ir borgarar séu oft óvissir um hvernig þeir geti leitað rétt- ar síns hjá hinu opinbera, og að samkvæmt skýrslu umboðsmanns Alþingis árið 2012 á stjórn- sýslan það til að koma í veg fyrir að borgararnir fái skorið úr um réttindi sín. Meðal þess sem koma þar fram í skýrsl- unni er hver veitir öryrkjum aðstoð við að sækja rétt sinn innan stjórn- sýslunnar og hver úrskurðar um réttindi og skyldur öryrkja sem sækja rétt sinn innan stjórnsýsl- unnar. Einnig skal skýrslan fjalla um hvenær heimilt er að kæra úrskurði til æðra stjórnvalds. Meðal þeirra þingmanna sem lögðu fram beiðnina voru Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Brynhild- ur Pétursdóttir, Elsa Lára Arnar- dóttir og Össur Skarphéðinsson undir beiðnina. - kóh Þingmenn vilja skýrslu um það hvernig leita á réttar síns hjá hinu opinbera: Biðja um leiðarvísi fyrir öryrkja EYGLÓ HARÐARDÓTTIR VIÐ KÁLFÁ Strax á fyrsta degi, 7. maí, skiluðu gönguseiði sér í gildruna. MYND/MAGNÚS JÓHANNSSON DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir tilraun til fjársvika. Annar þeirra fékk tíu mánaða dóm, þar af átta mánuði skilorðsbundna. Hinn hlaut fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Í öðru tilvikinu unnu menn- irnir saman að því að svíkja fé út úr tryggingafélagi en í hinu var annar maðurinn einn á ferð. Sá sem var ákærður fyrir bæði brot- in var sá er hlaut lengri dóm. Sex ár liðu frá því brotin voru framin þar til dómur gekk. - ktd Tveir dæmdir í fjársvikamáli: Höfðu fé af tryggingafélagi LÖGGÆSLA Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu er að taka í notk- un nokkur glæný lögreglureið- hjól. Lögreglan ætlar að sinna löggæslu hjólandi í miðborginni í sumar. Lögreglan hefur lengi haft reiðhjól til afnota, en notkun þeirra hefur verið takmörkuð af ýmsum ástæðum. Á síðasta ári fóru tveir ungir lögreglumenn á sérstakt nám- skeið í reiðhjólalöggæslu. Þeir verða áfram á lögreglu- reiðhjólum í sumar, en enn fleiri lögreglumenn bætast nú í þennan hóp. - jme Lögreglan fær glæný hjól: Lögreglumenn hjóla í borginni BARÁTTUÓP Úkraínsk kona hrópar baráttuslagorð er hún og fleiri úkraínskir aðskilnaðarsinnar flykktust út á götur Lugansk eftir að boðað var til atkvæða- greiðslu um sjálfstæði þjóðarinnar fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÚKRAÍNA Rúmlega 56 prósent Úkraínumanna segja sig vera stuðnings- menn Evrópusambandsins fremur en Rússlands samkvæmt könnun CNN en 19 prósent Úkraínumanna segjast vera hliðholl Rússlandi. Um 67 prósent segjast sátt við refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rúss- landi. Þátttakendur voru beðnir að lýsa bæði Barack Obama Banda- ríkjaforseta og Vladimír Pútín Rússlandsforseta með einu orði. Flestir lýstu Pútín sem sterkum leiðtoga meðan Obama var lýst sem vinaleg- um leiðtoga. - kóh Um 19 prósent Úkraínumanna segjast hliðholl Rússlandi: Fleiri hliðhollir ESB en Rússum KJARAMÁL Í samantekt sem Sam- tök atvinnulífsins hafa gert kemur fram að meðalmánaðarlaun flug- freyja í maí, að vaktaálagi með- töldu, nam 314 þúsund krónum. Að viðbættu svonefndu hand- bókargjaldi, eftirlitsálagi, aksturs- greiðslum, sölulaunum og hlunn- indum voru regluleg laun þeirra 457 þúsund krónur á mánuði. Þegar yfirvinnugreiðslur bætt- ust við námu heildarlaun flug- freyja 547 þúsund krónum á mán- uði. - jme Flugfreyjur á leið í verkföll: Með 550 þús- und á mánuði SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Prostor markísur og aukahlut ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.