Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 46
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 30
Trend á Twitter Rifrildi Solange og Jay Z gerir allt vitlaust í netheimum
Lil Mil
@_MelVersace 13.
maí
#WhatJayZSa-
idToSolange
Solange: Þessi
lyfta er ekki að
fara neitt.
Jay Z: Ekki
ferillinn
þinn heldur.
Lisa-Lee Sol-
omons
@LisaLeeSolomon1
14. maí
„Solange: Hættu
að kalla mig
systur Beyonce!“
„JayZ: Ókei,
frænka Blue Ivy.“
#WhatJayZSa-
idToSolange
• A P O L L O •
@IvanVos1 14. maí
Þú ert okkur til
skammar, þú ert
ekki einu sinni
fræg
#WhatJayZSa-
idToSolange
#JusticeFor-
Solange
Patrick Arali
Mugabi
@tricpmg 14. maí
„Varirnar mínar
eru stærri en
ferillinn þinn!“
#WhatJayZSa-
idToSolange
Mike Kelton
@mikekelton 13. maí
#WhatJayZSa-
idToSolange
Gerum allt
vitlaust í þessari
lyftu til að blása
lífi í ferilinn þinn
aftur.
Allt fór á flug í netheimum þegar TMZ birti myndband af rifrildi
rapparans Jay Z og Solange Knowles, litlu systur Beyoncé,
eiginkonu Jay Z. Twitter lét ekki á sér standa og kassamerkið
#WhatJayZSaidToSolange fædd-
ist. Færslur merktar því eru fullar af
vangaveltum um hvað Jay Z sagði
við Solange til að gera hana svona
brjálaða – allt í gamansömum
tón samt sem áður.
„Verkefnið snýst um að fullnýta
bleikjuna en um 43 prósentum
fisksins er fargað í dag,“ segir
Halldóra Ársælsdóttir en hún
vinnur að áhugaverðu
verkefni í Háskól-
anum í Reykja-
vík ásamt systur
sinni Guðbjörgu
Erlu Á rsæls -
dóttur, Hrannari
Guðmundssyni,
Bergi Ástráðssyni,
Snorra Níelssyni
og Birki Helgasyni.
„Við þekktum
aðeins inn á fisk-
eldi og höfum séð vannýtingu á
bleikjunni,“ segir Halldóra en
systurnar sáu sér þá tækifæri í
vannýtingunni. „Við fáum sem sagt
afskornu dálkana, hryggjarsúlu
bleikjunnar, tökum kjötið og búum
til bleikju-paté úr því,“ segir Hall-
dóra. Hópurinn er strax kominn
af stað með verkefnið
og hefur nú þegar
framleitt nokkrar
frumgerðir patés-
ins. Hönnuðurinn
Helga Dögg Ólafs-
dóttir hannaði
umbúðirnar.
„Núna erum við
að skoða réttu hrá-
efnin og hvert besta
framleiðsluferlið sé
upp á endingartíma og þvíumlíkt,“
segir Guðbjörg Erla en stefnt er að
því að koma patéinu á almennan
markað eftir átta mánuði ef allt
gengur eftir.
„Við erum að vinna uppskrift-
ina með kokkum og matvæla-
fræðingi og erum búin að finna
skemmtilega leið til þess að reykja
bleikjuna. Við viljum að þetta sé
hágæðavara,“ bætir Halldóra við.
Verkefnið er hluti af þverfaglegum
nýsköpunaráfanga í HR en sjálf
lærir Halldóra sálfræði, Guðbjörg
viðskiptafræði og strákarnir fjór-
ir verkfræði en einn þeirra, Birkir
Helgason, hafði kynnt sér svipaða
starfsemi í Noregi.
„Það eru dæmi um svona fram-
leiðslu í Noregi þar sem menn
vinna mikið með lax en þeir eru
komnir á það stig að aukaafurð-
irnar eru farnar að skila meiri
tekjum en flökin sem upphaf-
lega voru seld,“ segir Birkir.
„Draumurinn er að geta fullnýtt
fiskinn eftir tíu eða tuttugu ár,“
segir Guðbjörg. „Þá væri kannski
hægt að nýta hann í framleiðslu
snyrtivara eða olía. Það er hægt
að skapa fullt af raunverulegum
verðmætum úr þessu hráefni sem
er ekki nýtt.“ baldvin@frettabladid.is
Tækifæri í bleikjunni
Nemendur í Háskólanum í Reykjavík vinna nú að því að framleiða paté úr þeim
hluta bleikjunnar sem yfi rleitt er fargað en það er um helmingshluti fi sksins.
SKAPANDI FRUMKVÖÐLAR Nemendurnir hafa stórar hugmyndir um fiskeldi.
Veit á vandaða lausn
MIKIÐ ÚRVAL AUKAHLUTA •
Grill og aukahlutir fást einnig í Búsáhöld, Kringlunni og Líf & list, Smáralind.
Fastus kynnir byltingarkennt borðgrill
F
A
S
TU
S
_F
_1
4.
04
.1
4
• Innbyggð vifta sem tryggir kolum súrefni
• Tilbúið til matreiðslu eftir 3-4 mínútur
• Tvöfaldur veggur - kemur í veg fyrir að ytra byrði hitni
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Hægt að færa grillið til eftir þörfum þegar það er í notkun
• Fitan lekur ekki á kolin
• Auðvelt að þrífa - hægt að taka alveg í sundur
• Má fara í uppþvottavél
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Grillpönnur Tangir Penslar
Nú hitnar í kolunum
án reyks með Lotus kolagrilli
LÍFIÐ