Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 22

Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 22
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Sif Guðmundsdóttir notar meðal annars notaðar afrísk-ar perlur í skartgripina sína og keðjur sem hafa vísun í nor- ræna goðafræði. Hún er menntuð í bæði hárkollugerð og sem graf- ískur hönnuður. „Við skartgripa- gerðina blanda ég saman þessum tveimur starfsgreinum. Ég nýti mér kunnáttu og þekkingu við hand- verk úr hárkollugerðinni og nýti grafísku hönnunina og þá hönn- unarhugsun sem ég hef öðlast þar við uppbyggingu skartsins og fagurfræði þess. Áhugi minn á sagnfræði, miðaldalistum, leikhúsi, þrívídd, fagurfræði og handverki dró mig að þessari skartgripagerð og það að grúska í hinum ýmsu menningarkimum heimsins og skoða hvernig hefðir, uppruni og þróun tengjast ímynd og tísku dagsins í dag.“ SÁL GANABÚA Í SKARTINU Það er mikil saga á bak við hönnun Sifjar og nöfn skartsins. Hún hannar undir tveimur merkjum, Hiba og Ivaldi. „Hiba er afrískt stúlkunafn sem merkir gjöf. Mér fannst því tilvalið að nota það nafn þar sem skartgripir eru oft keyptir sem gjöf fyrir ástvini og nákomna. Skartgripirnir hjá Hiba eru gerðir úr gler- og skrautsteinaperlum og málmunum sterling silfri, mess- ing, brons og kopar. Stóran hluta af skartgripalínunni má nota bæði sem hálsfesti og armband. Ég nota mikið hvítar hjarta- perlur sem voru og eru vinsælar í Afríku og hafa verið notaðar þar sem gjaldmiðill. Það er áhugavert að pæla í mismunandi verðgildis- mati í þessu samhengi. Afríku- menn seldu Vesturlandabúum gull, fílabein og skrautsteina fyrir glerperlurnar. Þeir trúa að þær búi yfir dular- og verndarkrafti og eru notaðar sem verndargripir gegn sníkjudýrum og sýklum. Perlurnar sem ég nota eru not- aðar og koma frá Gana. Þar er hefðin sú að endurnýta skart og búa til nýja skartgripi úr gömlum. Þegar perlurnar eru svo seldar til næsta manns fær viðkomandi alltaf pínulítið af sál Ganabúa með þeim. Ég er sjálf eiginlega alltaf með glerperlurnar á mér, mér finnst mjög notalegt að fá þessa afrísku vernd,“ segir Sif og brosir. EINS OG HRINGABRYNJUR Hitt merki Sifjar, Ivaldi, er undir áhrifum norrænnar goðafræði. Skartgripirnir eru gerðir úr málmum og eru keðjumynstrin sem einkenna þá handfléttuð, hver hringur fyrir sig er ofinn inn í keðjuna, snúinn og lokaður. „Ívaldi er gamalt norrænt nafn úr goða- fræði. Það voru Ívaldasynir sem gerðu hina gylltu hárkollu Sifjar, konu Þórs, þegar Loki klippti á henni hárið. Keðjurnar tengjast fornmenningu Evrópubúa og voru notaðar í hringabrynjur. Keðjum- unstrin eru handunnin og byggjast á margra alda gamalli aðferð við fléttun málmhringja sem mynda mynstur.“ Málmarnir sem Sif notar meðal annarra í skartgripina sína eru níóbín og títan. „Þetta eru mjög hreinir málmar sem henta þeim sem hafa málmofnæmi. Það er skemmtilegt við þessa málma að ég get litað þá með rafskauts- tækni til að fá alla liti regnbogans á málminn, án allra aukaefna.“ Sif verður með hönnun sína í þriðja sinn á Handverki og hönnun sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í því og skartið mitt hefur vakið athygli.“ ■ liljabjork@365.is PERLUR OG KEÐJUR SKART Sif Guðmundsdóttir sýnir skartgripi sína á Handverki og hönnun sem hefst í Ráðhúsinu í dag. Hún hannar undir merkjunum Hiba og Ivaldi. HANNAR FALLEGT SKART Sif hannar fallega skartgripi undir merkjunum Hiba og Ivaldi og ber þá gjarnan sjálf. MYND/DANÍEL IVALDI Ivaldi-skartið er hannað undir áhrifum frá norrænni goðafræði. Sjá fleiri myndir á 5000 KR. DAGAR Í FLASH • Kjólar • skokkar • toppar • mussur á 5000 kr. • Ótrúlegt úrval Lífstíls og decor vefverslun www.facebook.is/kolkaiceland Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is P R EN TU N .IS / w w w .g e n g u rve l.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.