Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 15. maí 2014 | SKOÐUN | 19 Það er fráleitt að halda því fram að fiskeldi muni skaða lífríki og ímynd Íslands eins og formaður NASF heldur fram í Fréttablaðinu 6. maí. Skattgreiðendur munu að sjálfsögðu ekki taka á sig skuldbindingar hlutafélaga eins og fullyrt er. Fiskeldismenn hlustuðu á sérfræðinga á málþingi NASF í vetur og varnaðar- orð þeirra um að fara fram með gát og varúð, læra af reynslu annarra ríkja sem lengra eru komin í eldinu og koma í veg fyrir að eldið fari inn á villi- götur. Drög að frumvarpi ríkisstjórnar- innar eru til mikilla bóta á núgild- andi lögum: einföldun í stjórnsýsl- unni, skilvirkara eftirlit en einnig að herða á kröfum og auka skyldur fyrirtækjanna. Drög að lagabreyt- ingu gera ráð fyrir 30% eiginfjár- mögnun, tryggingum, burð- arþolsrannsóknum og fleiri kröfum, t.d. um búnað sem eykur öryggi. Hjá félaginu fór fram stefnumótun- arvinna sem var auglýst og kynnt ráðuneytum og stjórnsýslunni í janúar 2013. Tekið er á skipulags- málum í drögum að nýjum lögum en einnig í vinnu við skipulagningu Ísafjarðar- djúps og Arnarfjarðar. Fyr- irtækin í fiskeldi hafa með sér samstarf um hvernig fiskeldi í sjó verður best komið fyrir til að koma í veg fyrir árekstra. Ekkert öngþveiti er til staðar eins og haldið er fram. Utan netlagna fara íslensk stjórn- völd með umráðaréttinn en ekki eig- endur sjávarjarða eða veiðiréttar- eigendur. Fiskeldi skaðar ekki aðra matvælaframleiðslu né veiðar, enda mjög umhverfisvæn grein miðað við aðra ræktun hráefnis til matvæla, t.d. kjöts. Frasa-vísindi Formaðurinn velur frasa-vís- indi sem henta honum þegar hann fjallar um náttúruvá og um þúsund- ir háskóla og vísindastofnanir. Rétt er að vísindamenn og stóru eldis- fyrirtækin í heiminum leita öll að betri lausnum sem minnka áhrif- in frá fiskeldi, hvort sem um er að ræða úrgang eða leiðir til að koma í veg fyrir hugsanlegar slepping- ar og erfðablöndun við villta laxa- stofna. Laxastofninn sem nú er í eldi á Íslandi er mun betri en sá sem notaður var á 9. áratugnum. Hann er kynbættur fyrir síðbúnum kynþroska sem minnkar áhættu á erfðablöndun. Formaðurinn skalar upp hrein ósannindi sem hann hefur áður fleygt fram í blaðagrein. Jón Örn Pálsson fjallaði um slíkan málflutn- ing í Morgunblaðinu, 25. janúar sl., sjá lf.is. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum er rekstrarleyfi í Patreksfirði fyrir 1.500 tonna eldi og fyrirhuguð er stækkun leyfis í 3.000 tonn en ekki 25.000 tonn eins og kom fram hjá formanni NASF. Fullyrðing formannsins um úrgang stenst einfaldlega ekki. Magnið er rangt og niðurstaðan einnig. Skólp frá fjórum mönnum jafn- gildir úrgangi frá einu tonni af laxi. Þá jafngildir úrgangur frá 3.000 tonna eldi 12.000 manna byggð. Í starfsleyfi fiskeldisfyrirtækja eru sett takmörk á losun úrgangs frá fiskeldi. Náttúruvá – Formaður NASF á villigötum Íslenskur sagna- arfur á ekki marg- ar þekktari eða skemmtilegri sögupersónur en þá Gísla, Eirík og Helga, bræðurna á Bakka í Svarf- aðardal. Þeir voru svo skemmtilega vitgrannir að þeir hafa orðið aðhlát- ursefni margra kynslóða. Eitt fáránlegasta uppátæki þeirra var er þeir reistu sér baðstofu og höfðu hana gluggalausa til þess að hún yrði hlýrri á vetrum. En þá vantaði birtuna í bæinn. Til að bæta úr því, ákváðu þeir að bera myrkrið út og sólskinið inn í trogum. Þrátt fyrir dugnað þeirra við trogaburð- inn hafði ekkert birt í bænum þegar leið á daginn. Þeir sáu ekki handa sinna skil frekar en áður. Ég get ekki að því gert að mér finnst sumt í gerðum núverandi ríkisstjórnar minna mig á bað- stofubygginguna á Bakka. Einkum á það við um utanríkis- og fjármál. Meðan meirihluti þjóðarinnar vill láta á það reyna hvort við náum hugsanlega viðunandi samningum við Evrópusambandið um samstiga framfarir, þá hamast Bakkabræð- ur ríkisstjórnarinnar, þeir Sig- mundur Davíð, Bjarni og Gunnar Bragi, við að reyna að loka okkur inni í gluggalausu húsi. Við megum ekki sjá hvað aðrir gera best. Hug- arfar frelsis og framfara á helst ekki að finna sér neinar glufur inn í samfélag okkar. Okkur á að nægja það sem þeir eru að bera okkur í sínum forn- eskjulegu trogum og reynist árang- urslítið, af því að þeir virðast ekki, frekar en Bakkabræðurnir fyrir norðan, hafa þá andlegu hæfileika sem þarf til að leysa vandamálin þannig að samfélag okkar njóti birtu þeirra framfara sem öðrum hafa reynst vel. Flestir sæmilega skynsam- ir menn sjá hvert svona innilok- unarstefna leiðir okkur. Því þarf ekki að orðlengja þetta. En þótt við vitum að Evrópusambandsað- ild leysi ekki öll okkar vandamál, þá er sterk von við hana bundin, einkum í utanríkis- og fjármálum, og því lýk ég þessari grein með hvatningarorðum sr. Matthíasar. Takið þau til ykkar hver og einn, Sigmundur Davíð, Bjarni og Gunn- ar Bragi: Opnaðu bæinn, inn með sól! Öllu gefur hún líf og skjól, Vekur blómin og gyllir grein, gerir hvern dropa eðalstein. Opnaðu bæinn. Bakka- bræður í ríkisstjórn FISKELDI Guðbergur Rúnarsson framkvæmdastjóri Landssambands fi skeldisstöðva STJÓRNMÁL Þórir Stephensen prestur Velkomin í Háskólann á Bifröst – hvar sem þú ert! Öflugt meistaranám Háskólinn á Bifröst býður upp á spennandi meistaranám í fjarnámi þar sem áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og möguleika þeirra til að takast á við áskoranir framtíðar. Háskólinn á Bifröst hefur áralanga reynslu í háskóla- kennslu í fjarnámi sem gefið hefur góða raun. Markmið skólans er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga fyrir fjölbreytt atvinnulíf og samfélag. • Alþjóðaviðskipti – MS / MIB • Forysta og stjórnun – MS / MLM • Alþjóðleg stjórnmálahagfræði – MA • Menningarstjórnun – MA www.nam.bifrost.is Umsóknarfrestur rennur út 15. maí Meistaranám í fjarnámi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.