Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 10
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
NÁTTÚRA Ný göngubrú yfir Hólmsá við
Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verð-
ur formlega vígð á föstudag.
Verkefnið, sem var styrkt af Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða, er hluti
af uppbyggingu nýrrar gönguleiðar sem
hefur verið nefnd Jöklaleið eða Jöklaveg-
ur og mun liggja meðfram öllum suður-
jaðri Vatnajökuls. Leiðin frá Fláajökli að
Hjallanesi er annar áfangi þeirrar leiðar.
Ríki Vatnajökuls, ferðaþjónustuklasi í
Austur-Skaftafellssýslu, hefur yfirum-
sjón með verkefninu.
Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu höfðu
frumkvæði að verkefninu, einkum
Ferðaþjónustan í Hólmi og Ferðaþjónusta
bænda á Brunnhóli í samvinnu við Sveit-
arfélagið Hornafjörð.
Um árabil var greið aðkomuleið að
Fláajökli vestanverðum en hún rofn-
aði þegar jökullinn hopaði. Með bættu
aðgengi sem bygging göngubrúar yfir
Hólmsá skapar, aukast bæði tækifæri
til útivistar og atvinnusköpunar innan
Vatnajökulsþjóðgarðs. Í tilkynningu
segir að með brúnni opnist greið leið
göngufólks inn á mjög verðmætt svæði,
þar sem finna megi óspilltar jökulminj-
ar, bergmyndanir og áhugaverða gróður-
framvindu. - fb
Göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu vígð á föstudag:
Greiða leið inn á verðmætt svæði
BRÚIN LÖGÐ Ný göngubrú yfir Hólmsá verður formlega vígð á föstudag.
VÍSINDI Misjafnlega hefur geng-
ið hjá Slysavarnafélaginu Lands-
björgu að safna lífsýnum þriðj-
ungs þjóðarinnar fyrir Íslenska
erfðagreiningu.
Björgunarsveitafólk um allt land
segir að almenningur taki heim-
sóknum sínum vel en þó eru mörg
dæmi um að fólk neiti að láta sýni
af hendi. Deilur hafa verið innan
fræðasamfélagsins um söfnunina
og yfirlýsingar gengið á milli
stuðningsmanna hennar og and-
stæðinga í hópi fræðimanna.
Eiður Ragnarsson, ritari Lands-
bjargar, segir að á bilinu 35 til
40 prósenta heimtur hafi verið í
söfnuninni á Austurlandi. Marg-
ir afþakki að láta sýni af hendi en
sumir segjast sjálfir ætla að póst-
leggja það.
Fréttablaðið óskaði eftir upp-
lýsingum um gengi söfnunarinn-
ar frá fjölda björgunarsveitarfólks
á höfuðborgarsvæðinu. Erfiðlega
hefur gengið að fá upplýsingarn-
ar en söfnun fyrir helgi var hætt
vegna þess að sýnapakkar höfðu
ekki borist nægilega mörgum.
- ssb
Nokkrar björgunarsveitir hafa fjölgað söfnunardögum svo fleiri sýni berist:
Margir vilja ekki gefa lífsýni
BJÖRGUNARSVEITAMENN Á FERÐ OG
FLUGI Hundruð björgunarsveitamanna
hafa komið að lífsýnasöfnuninni síðustu
daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL Félagar í Sjúkraliða-
félagi Íslands og ófaglærðir sem
eru innan vébanda SFR, stéttar-
félags í almannaþjónustu, leggja
niður störf í dag á 20 stofnunum
sem eru innan Samtaka fyrir-
tækja í velferðarþjónustu. Hátt í
2.000 manns eiga heima á þessum
stofnunum.
Auk þess leggja áfengisráðgjaf-
ar hjá SÁÁ niður störf. Alls eru
þetta nálægt 500 manns.
Sömu starfsstéttir lögðu niður
störf á mánudag og hafði það
mikil áhrif á starf á dvalarheim-
ilum aldraðra. Að sögn hefur
miðað í átt til samkomulags í deil-
unni. Það sem steytir helst á er
að starfsfólk á þessum stofnunum
vill njóta sömu réttinda og ríkis-
starfsmenn þegar kemur að upp-
sögnum. Um það hefur enn ekki
samist. - jme
Aldraðir og áfengissjúkir verða að vera án aðstoðar í dag:
Verkfall á öldrunarheimilum
SÁÁ Áfengisráðgjafar hjá SÁÁ eru í
verkfalli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ALÞINGI „Ríkisstjórn með vonda
stefnu ræður ekki öllu lengur,“
sagði Árni Páll Árnason við upp-
haf eldhúsdagsumræðna í gær.
Árni Páll minnti á að andstaða við
ESB-slitatillögu ríkisstjórnar-
innar hefði orðið til þess að hún
komst ekki í gegnum þingið. Slík
atburðarás hefði verið óhugsandi
fyrir nokkrum árum.
Árni Páll sagði að Samfylking-
in hefði sett bráðaaðgerðir í hús-
næðismálum í forgang. Flokkur-
inn vildi byggja upp leigumarkað.
Hann gagnrýndi ríkisstjórnina
harðlega fyrir lækkun veiðigjalda
og skattabreytingar sem þjónuðu
þeim best sem mest hafa.
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri grænna, lagði mikla
áherslu á réttlæti í sinni ræðu.
Hún velti því fyrir sér hvort rétt-
læti væri haft að leiðarljósi þegar
lög eru sett á Alþingi í dag.
„Er réttlæti ávallt haft að leiðar-
ljósi þegar lög eru sett, fjármun-
um er úthlutað, ákvarðanir eru
teknar?“ Katrín sagði að mikil-
vægt væri að hafa réttlætissjónar-
miðið að leiðarljósi, að kjörnir full-
trúar gætu tekið sem réttlátastar
ákvarðanir í þágu allra lands-
manna. Réttlæti væri ekki póli-
tísk klisja sem hefði dáið út á síð-
ustu öld.
„Með vorinu eykst okkur bjart-
sýni og þor,“ sagði Sigurður Ingi
Jóhannsson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, og bætti
við að hér á Íslandi hefðu orðið
„miklar breytingar til batnaðar
og bjartsýni aukist“.
Hann sagði skiljanlegt að þeir
stjórnarandstöðuþingmenn sem
áttu sæti í, eða studdu, síðustu
ríkisstjórn reyndu að klóra í bakk-
ann. „Þegar núverandi ríkisstjórn
nær slíkum árangri á níu mánuð-
um er skiljanlegt að fyrri ríkis-
stjórn maldi í móinn.“
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, sagði
landsmönnum frá því fyrir hvað
Björt framtíð stæði, í blaðlausri
ræðu.
„Við erum mótvægi við gömlu
flokkana, við gátum ekki hugsað
okkur að starfa í þessum gömlu
flokkum svo við stofnuðum okkar
eigin flokk með okkar eigin gildi.
Í gömlu flokkunum er gott fólk
en menningin er gömul og full af
ósiðum. Björt framtíð tekur ekki
þátt í deilum, af því bara.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra sagði í ræðu
sinni í eldhúsdagsumræðum að
sá árangur sem Íslendingar hefðu
séð núna á liðnu ári væri ekki ein-
ungis núverandi ríkisstjórn að
þakka. Hún sagði að sú ríkisstjórn
sem sat á síðasta kjörtímabili, rík-
isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,
hefði einnig lagt mikið á sig.
Birgitta Jónsdóttir gagnrýndi
starfshætti þingsins í ræðu sinni.
„Þegar hverju þingi lýkur, þá er
skorið á svokallaðan þingmála-
hala, þess vegna afgreiðum við
svona mörg mál í belg og biðu við
lok hvers þings.“
Birgitta sagði að kjósend-
ur mættu þó vænta að á næstu
dögum yrðu fjöldamörg þing-
mannamál samþykkt. „Ástæða
þess að ég er svona ánægð með
Íslandsmetið er að fjöldamörg mál
sem hafa verið flutt aftur og aftur,
jafnvel af þingmönnum annarra
flokka, þing eftir þing, fá loksins
afgreiðslu og verða annaðhvort að
verklagsreglum fyrir ríkisstjórn-
ina eða að lögum.“
johanna@frettabladid.is
sveinn@frettabladid.is
Andstaða stöðvaði ESB-tillöguna
Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir lækkun veiðigjalda og skattalækkanir á þá best stæðu í eldhúsdagsumræðum.
Skiljanlegt að þeir sem sátu í síðustu stjórn maldi í móinn þegar ríkisstjórnin nær góðum árangri, sagði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
➜ Sagði að ríkisstjórn
með vonda stefnu réði
ekki lengur öllu. Hann
gagnrýndi ríkisstjórnina
harðlega.
➜ Velti því fyrir sér
hvort réttlæti væri haft
að leiðarljósi þegar lög
væru sett á Alþingi í
dag.
➜ Sagði að þegar núver-
andi ríkisstjórn næði
miklum árangri á níu
mánuðum væri skiljan-
legt að fyrri ríkisstjórn
maldaði í móinn.
➜ Sagði að sá árangur
sem Íslendingar hefðu
séð núna á liðnu ári væri
ekki einungis núverandi
ríkisstjórn að þakka, fyrri
ríkistjórn hefði gert sitt.
➜ Sagði að hann og
fleiri hefðu ekki getað
hugsað sér að starfa í
gömlu flokkunum svo
þau hefðu stofnað nýjan
flokk með eigin gildi.
➜ Sagði að kjósendur
mættu vænta þess að
á næstu dögum yrðu
fjöldamörg þingmanna-
mál samþykkt.
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/STEFÁN
495
990
Ø=18cm
165
895
Ø=50cm
1.995
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Portugölsku
leirpottarnir komnir!
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Undirdiskar fáanlegir
Mesta úrval landsins.